Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.02.2014, Page 36

Fréttatíminn - 14.02.2014, Page 36
36 matur & vín Helgin 14.-16. febrúar 2014  vín vikunnar The Wolftrap Gerð: Hvítvín. Þrúgur: Viognier, Chenin Blanc, Grenache Blanc. Uppruni: Suður- Afríka, 2012. Styrkleiki: 13,5% Verð í Vínbúðunum: 2.199 kr. (750 ml) Umsögn: Létt og ávaxtaríkt hvítvín frá Suður-Afríku. Gott vín til að hefja Valentínusardags- kvöldið á. Beronia Viticultura Ecologica Tempranillo Gerð: Rauðvín. Þrúga: Tempranillo. Uppruni: Spánn, 2010. Styrkleiki: 13,5% Verð í Vínbúðunum: 2.298 kr. (750 ml) Umsögn: Ís- lendingar ættu að kunna ágætlega við þetta Beronia-vín enda er það frá hinu sívinsæla Rioja-svæði á Spáni. Eins og flest vín þaðan er það úr Tempranillo-þrúgunni en að þessu sinni er hún lífrænt ræktuð. Það finnst kannski ekki beinlínis á bragðinu en þetta er engu að síður skemmtilegt Rioja-vín. Alamos Chardonnay Gerð: Hvítvín. Þrúga: Chardonnay. Uppruni: Argentína, 2012. Styrkleiki: 13,5% Verð í Vínbúðunum: 2.098 kr. (750 ml) Umsögn: Þetta er létt og fersk týpa af víni úr Chardonnay- þrúgunni þar sem sítrus og sýra er áberandi. Hentar vel með feitari fiski og öðru sjávarmeti. Dansar í takt við ástarhitann Dagur heilags Valentínusar er í dag. Við Íslendingar kunnum svo sem lítið sem ekkert að fara með þennan mikla markaðsdag ástarinnar en neitum okkur ekki um gott tilefni til að lyfta okkur upp. Og í dag er tilvalið að pör taki frá tíma til að njóta saman. Það er ekki einfalt að velja vín ástarinnar enda gerum við ekki tilraun til þess hér. Þessi ágæta rauðvínsblanda frá Kaliforníu stendur aftur á móti vel fyrir sínu og er ekki verri amorsdrykkur en hver annar. Gnarly Head Authentic Red er stórmerkileg blanda af fjórum þrúgum. Blandan skilar merkilega mjúku víni þrátt fyrir að vera töluvert alkóhólrík. Gnarly Head yljar fólki vel um hjartaræturnar og hinn kryddaði keimur þess dansar í takt við hitann í ástinni. Gnarly Head Authentic Red Gerð: Rauðvín. Þrúgur: Zinfandel, Merlot, Cabernet Sauvignon, Petite Sirah. Uppruni: Bandaríkin, 2010 . Styrkleiki: 14,5% Verð í Vínbúðunum: 2.699 kr. (750 ml) Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is Fréttatíminn mælir með Uppskrift vikunnar Sjóðheitt ástarkonfekt Á degi ástarinnar er tilvalið að pör reiði fram eitthvað rómantískt saman í eld- húsinu. Til að prófa eitthvað nýtt væri ekki vitlaust að gera saman konfekt. Opn- aðu góða rauðvínsflösku og njóttu kvöldsins. Halldór Kristján Sigurðs- son, lærður bakari og kondi- tor, hefur haldið námskeið í konfekt- og kransakökugerð um árabil og leggur hér til tvær sjóðheitar uppskriftir að Valentínusardags- konfekti. Halldór kennir á næstunni námskeið bæði í páskaeggjagerð og kransa- kökugerð. Kransakök- unámskeiðin eru á vegum Blómavals og fara fram nú í febrúar. Nánari upplýsingar má finna á blomaval.is. Páskaeggjanámskeiðin fara fram í mars. Upplýsingar um þau má finna á alltikoku. is. Ástarjátning Innihald: 100 g möndlur Hunang 150 g Carletti Nougat Dökkt súkkulaði Aðferð: Húðið möndlurnar með hunangi, setjið þær síðan inn í ofn við um 180c hita í um 10-15 mín, takið út úr ofninum og látið kólna vel. Myljið síðan niður með kökukefli í litla bita, blandið síðan saman við nougat og kælið, búið síðan til ástarkúlur er þetta er orðið kalt, húðið með dökku súkkulaði. Karamellu losti Innihald: 100 g Karamellu Pipp 60 g rjómi Kakó Aðferð: Bræðið Karamellu Pipp í potti eða örbylgju, látið suðuna koma upp í rjóm- anum, hellið honum síðan yfir bræddu karamelluna í smá skömmtum, látið sam- lagast vel, kælið. Formið síðan að vild í t.d. kúlur og veltið upp úr kakó. Delicato Shiraz Gerð: Rauðvín. Þrúgur: Shiraz. Uppruni: Bandaríkin, 2010. Styrkleiki: 13,5% Verð í Vínbúð- unum: 1.999 kr. (750 ml) – fyrst og fre mst – fyrst og fre mst ódýr! 299 kr. pk. Verð áð ur 492 kr. pk. Kókómj ólk, 6 í pk. DÚNDUR 39% afslátturTILBOÐ! Hámark 1 kassi á mann meðan birgðir endast! bakaðar kjúklingabringur Prófaðu bökuðu kjúklingabringurnar, fylltar með ferskum kryddjurtum og rjómaosti. Gottimatinn.is Kemur næst út 14. mars

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.