Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.02.2014, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 14.02.2014, Blaðsíða 52
52 bíó Helgin 14.-16. febrúar 2014 Von Trier dugði ekk- ert minna en fimm og hálf klukku- stund til þess að segja sögu kynlífs- fíkilsins Joe.  Lars von Trier HneyksLar og kæTir D anski leikstjórinn Lars von Trier virðist fá mikið út úr því að ganga fram af fólki og myndir hans eru sjaldnast auðveldar á að horfa. Í Nympom- aniac gengur hann lengra en nokkru sinni fyrr í bersöglum kynlífsatriðum. Myndin er stjörnum prýdd og leikstjórinn leggur ýmis- legt á leikara sína en til þess að hlífa þeim við því að þurfa beinlínis að hafa samfarir fyrir framan myndavélarnar skeytir hann nær- myndum af kynfærum klámmyndaleikara inn í grófustu atriðin. Trier lítur á Nympomaniac sem loka- kafla þríleiks sem einnig telur Antichrist og Melancholia en Charlotte Gainsbourg leikur í þeim öllum. Honum dugði þó ekkert minna en fimm og hálf klukkustund til þess að segja sögu Joe, konu sem greinir sig sjálf sem kynlífsfíkil, og hann fór því sömu leið og Quentin Tarantino gerði með Kill Bill og skiptir Nymphomaniac í tvo hluta, Volume I og Volume II. Nyphomaniac hefst á því að kynlaus fræði- maður, sem Stellan Skarsgård leikur, kemur á köldu vetrarkvöldi að Joe (Gainsbourg), illa á sig kominni og sundurbarinni. Hann skýtur yfir hana skjólshúsi og gerir að sárum hennar og hún rekur fyrir honum lífshlaup sitt sem kynlífsfíkill frá æsku til fimmtugs. Óhætt er að segja að þar komi margir og ólíkir bólfélagar við sögu en í stórum leik- hópi eru meðal annarra Stacy Martin, Shia LaBeouf, Christian Slater, Jamie Bell, Uma Thurman, Sophie Kennedy Clark, Connie Nielsen og Udo Kier. Nyphomaniac Volume I verður frumsýnd á Íslandi í dag, föstudag, en Volume II kemur í bíó þann 14. mars. Í myndunum segir Joe sögu sína í átta köflum og í fyrri hlutanum leikur Stacy Martin hana á yngri árum en Gainsbourg tekur síðan við og ríkir yfir síð- ari hlutanum. Lars von Trier mætti með helstu leikurum með Nymphomaniac á Kvikmyndahátíðina í Berlín þar sem henni var vel tekið. Gagn- rýnendur hafa keppst við að ausa myndina lofi. Trier er sagður vera í toppformi og að Nymphomaniac sé með hans betri myndum. Hann bregði á leik, húmorinn sé góður og að hann flétti hugmyndum um kynvitund kvenna saman við fluguveiðar og þrátt fyrir bersöglina og klámfengin atriðin verði áhorf- andinn þegar upp er staðið miklu fróðari um fluguveiðar en kynlíf. Hinn sérlundaði danski leikstjóri Lars von Trier hefur í gegnum tíðina með verkum sínum, orðum og æði hneykslað fólk hressilega. Nýjasta kvikmynd hans, Nyphomaniac, mun óhjákvæmilega ganga fram af einhverjum en þar gefur leikstjórinn ekkert eftir í opinskáum kynlífsatriðum sem skilja nákvæmlega ekkert eftir fyrir ímyndunaraflið. Myndin hefur þó fengið stórgóða dóma víða um lönd og ljóst má vera að þrátt fyrir allt er saga hinnar brókarsjúku Joe, sem von Trier rekur í myndinni, eitthvað annað og meira en bara ómerkilegt klám. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Joe brókar var með sótt Kynlífsfíkillinn Joe, sem Charlotte Gainsbourg, lendir í klónum á sadista sem hinn sakleysislegi leikari Jamie Bell leikur.  FrumsýnD roboCop Vélvæðing lögreglunnar Hollenski leikstjórinn Paul Verhoeven gerði RoboCop 1987, ofbeldisfulla og hressi- lega spennumynd sem hefur fyrir löngu öðlast ákveðinn sess í hasardeildinni. Í myndinni lék Peter Weller fyrirmyndarlögguna Alex Murphy sem glæpahyski nánast drepur. Vísindamönnum tekst að tjasla honum saman með því að hlaða utan á hann brynju og alls konar vélbúnaði þannig að upp rís véllöggan RoboCop. Innra með honum leynast þó mannlegar tilfinn- ingar og minningar Murphys sem eiga eftir að flækja málin og setja strik í reikninga gróðafyrirtækisins sem hann- aði RoboCop. Leikurinn hefur nú verið endurtekinn með endurgerð myndarinnar. Í þessari um- ferð leikur sænski leikarinn Joel Kinnaman, sem gerði það til dæmis gott í Snabba cash, RoboCop. Fjöldi góðra leikara er með Svíanum í endurgerð- inni svo sem Gary Oldman, Michael Keaton, Miguel Ferrer, Samuel L. Jackson, Abbie Cornish, Jennifer Ehle og Jackie Earle Haley. Aðrir miðlar: Imdb: 6,7. Rotten Tomatoes: 55%. Me- tacritic: 51% RoboCop hefur verið poppaður aðeins upp í endur- gerðinni. Frelsi til að kubba Fljótt á litið mætti ætla að ekki væri hægt að fá heimskulegri hugmynd en að gera bíómynd um ævintýri LEGO-kubbakarla en það virðist hafa verið afsannað með miklum glæsibrag í The Lego Movie. Myndin hefur gert stormandi lukku og fengið glimrandi dóma ytra þannig að þegar er farið að huga að framhaldi. Hér er á ferðinni léttleikandi ævintýri um verkakubbakarlinn Hemma sem er ósköp venjulegur kubbari. Fyrir misskilning er hann talinn hæfileikarík kubbafrelsishetja og andspyrnulið fær hann til þess að kubba án leiðbeininga í andófi gegn illum harð- stjóra sem bannar frjálst kubberí. Hemmi á framan ef erfitt með að fóta sig í hetju- hlutverkinu en sem betur fer búa alls konar hetjur í Lego-heiminum þannig að Batman, The Green Lantern og Superman eru á meðal þeirra sem leggja honum lið. Aðrir miðlar: Imdb: 8,7. Rotten Tomatoes: 95%, Metacritic: 82% Hemmi þarf heldur betur að taka á honum stóra sínum.  FrumsýnD THe Lego movie SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711 MIELE (16) SÝNINGARTÍMAR Á MIDI.IS DONNIE DARKO (16) SUN: 20.00 DIRECTOR’S CUT sem mýkist Laugavegi 176 & Glerártorgi Akureyri www.lindesign.is Gefðu gjöf ár eftir ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.