Fréttatíminn - 14.02.2014, Side 67
3
Kristín A. Árnadóttir gegndi
stöðu sendiherra í Kína í rúm
þrjú ár. Hún segir landið í hröðu
umbreytingarferli, þar leynist
tækifæri en á móti þurfi stjórn-
völd að taka á áskorunum.
„Kína er stærsta þróunarríki
heims og samstarf við landið get-
ur skilað sér,“ sagði Kristín A.
Árnadóttir, fyrrum sendiherra Ís-
lands í Kína, í ræðu sem hún hélt
í tilefni af 90 ára afmæli Komm-
únistaflokksins þar í landi. „Það
verður líklega ekki hægt að finna
stærri hóp neytenda næstu áratugi
þegar hagvöxtur eykst og almenn-
ingur fer að hafa fé á milli hand-
anna í ríkari mæli. Ég hef trú á að
Ísland geti flutt út matvæli, tækni
og þekkingu.“
Kína er heimur út af fyrir sig
Kristín A. Árnadóttir gegndi emb-
ætti sendiherra í Kína frá upphafi
árs 2010 til miðbiks árs 2013. Hún
tók vel í að segja frá starfi sínu
og lífi í Kína. „Kína er heimur
út af fyrir sig, land í hröðu um-
breytingaferli og eins frábrugðið
okkar samfélagi og hugsast getur.
Það var ómetanleg reynsla og um
leið mikil áskorun að búa þar og
starfa í nokkur ár, kynnast landi
og þjóð og vinna að framgangi
hagsmunamála fyrir Ísland og Ís-
lendinga.“
Krafa um aukin mannréttindi
Í ræðu sinni talaði Kristín um þær
umbætur sem hafa verið í landinu
frá því það var opnað seint á ní-
unda áratugnum og en í kjölfarið
hafa skapast atvinnutækifæri fyrir
hundruðir milljóna. Að auki hef-
ur tekist að sporna við sárri fátækt
sem snert hafa um 500 milljónir
manna. Þrátt fyrir þessar fram-
farir segir Kristín ýmsar áskoranir
enn vera fyrir hendi, til að mynda
þegar kemur að mannréttindum
og stöðu kvenna.
Tækifærum fylgja áskoranir
Kristín býst við að í kjölfar
þessara breytinga komi krafa um
breytingar á stjórnarfari og aukin
mannréttindi. „Með vaxandi hag-
sæld og framförum koma nýjar
hugmyndir, neysla eykst og tæki-
færum fjölgar. Einnig fylgja nýjar
áskoranir í alþjóðamálum svo sem
að takast á við loftslagsbreytingar,
aukna orkuþörf, ógnir við matar-
öryggi, heilsufarsvandamál og
annað í þeim dúr. Hlutverk Kína
á alþjóðavettvangi hefur breyst
umtalsvert og hraðar en nokkur
gat séð fyrir en á skömmum tíma
hefur landið orðið annað stærsta
hagkerfi heims,“ segir Kristín.
Um þau stóru viðfangsefni sem
Kína þarf að takast á við í fram-
tíðinni segir Kristín að fyrir utan
það að halda hagvexti áfram þurfi
að bæta lífsgæði íbúa með jöfn-
uði, styrkingu velferðarkerfisins,
gagnsæi innan ríkistjórnarinnar
og skiptingu á milli dómsvalds og
stjórnmála.
Hundruð nýta sér þjónustuna
Um hlutverk sitt sem sendiherra
Íslands segir Kristín að starfið hafi
helst falist í því að vera stjórn-
arerindreki og fulltrúi íslenskra
stjórnvalda í ríkinu. „Margvísleg-
um erindum þarf að sinna milli
ríkjanna, sérstaklega þegar sam-
starf er að aukast á öllum svið-
um og unnið er að samningum
um fjölbreytt mál.“ Meðal þeirra
samninga sem ritað var undir á
meðan hún gegndi embætti í Kína
var fríverslunarsamningur sem
var undirritaður í byrjun árs 2013
og nýlega samþykktur af Alþingi.
„Mikil vinna fólst í því að að-
stoða fólk og fyrirtæki, en sendi-
ráðið rekur viðskiptaþjónustu,
borgaraþjónustu, menningar-
þjónustu og gefur út vegabréfsá-
ritanir til Íslands. Fjölmiðlar eru
líka mjög áhugasamir um Ísland
og töluverð vinna að sinna viðtöl-
um og fyrirspurnum.“
Kristín segir hundruð nýta sér
þjónustu sendiráðsins en sendi-
herra Kína er ekki einungis
stjórnarerindreki þar í landi held-
ur einnig í Ástralíu, Nýja Sjálandi,
Mongólíu, Laos, Kambódíu, Ví-
etnam, Tælandi, Suður-Kóreu og
Norður-Kóreu. Kristín segir að
mörg erfið mál hafi komið upp
í þessum ríkjum vegna slysa,
óhappa, og fangelsisvistunar og
þeim málum hafi hún, starfsfólk
sendiráðsins og utanríkisráðu-
neytið sinnt með aðstoð ræðis-
manna Íslands í viðkomandi ríkj-
um.
Margir þekkja Bing Dao
Kristín segir Íslendinga sem búa
í Kína halda hópinn, sérstaklega í
Sjanghæ og Peking þar sem flestir
búa. Þar er starfsrækt Íslendinga-
félag ásamt því að sendiráðið
heldur hópnum saman. Aðspurð
um hvort Kínverjar þekki Ísland
segir Kristín að það sé mesta
furða.
„Ótrúlega margir þekkja Ísland
sem er eitt af fáum ríkjum sem á
sitt eigið nafn á kínversku Bing
Dao sem þýðir íseyjan.“
-Hrefna Rós Matthíasdóttir
Ómetanleg reynsla og áskorun að starfa í Kína
Kristín A. Árnadóttir
Herdís Ólína Hjörvarsdóttir hefur æft
Qigong í rúmt ár. Hún kom nýverið heim
með gullverðlaun frá alþjóðlegu Qigong
móti í New York.
„Qigong og aðrar kínverskar íþróttir sem ég
stunda veita mér mikla ánægju og mér líður
mjög vel í því umhverfi sem fylgir æfingun-
um. Mér finnst þær hjálpa líkamanum að
nýta þá orku sem í honum býr til að takast á
við daglegar áskoranir,“ segir Herdís Ólína
Hjörvarsdóttir 22 ára háskólanemi sem
vinnur við aðhlynningu á Hrafnistu.
Herdís byrjaði að æfa Qigong, tai-chi og
kung-fu fyrir rúmlega ári. „Það sem er svo
yndislegt við Qigong er að allir geta stund-
að þessa íþrótt og það er aldrei of seint
að byrja. Ég get æft Qigong eins lengi og
ég lifi,“ segir Herdís sem leggur stund á
íþróttina í Heilsudrekanum í Skeifunni.
Lífskraftur og nákvæmar hreyfingar
Undirstaðan í Qigong er agaður líkams-
burður, öguð öndun og öguð hugsun eða
einbeiting. Hreyfingarnar eru léttar og
endurteknar. Þær henta vel eldra fólki, fólki
með líkamlega fötlun og þeim sem eru að
jafna sig eftir meiðsli. Æfingarnar styrkja
og teygja á líkamanum. Starfsmenn Heilsu-
drekans segja Qigong auka vellíðan og lífs-
þrótt, draga úr þrálátum sársauka, stuðla
að betra blóðstreymi, dragi úr spennu og
byggi upp sjálfsvirðingu með því að leyfa
sér að líða vel og þægilega.
Frá heimspekilegu sjónarhorni er litið á
Qigong sem leið til að þróa þá möguleika
sem manneskjan býr yfir þar sem hún nær
æðri vitund og hið raunverulega eðli henn-
ar vaknar. Með nákvæmum, yfirveguðum
og síendurteknum hreyfingum samtaka
því að einbeita sér inn á við að ákveðnum
svæðum líkamans má öðlast aukna með-
vitund um orkuna sem þar leynist. Heilsu
Qigong er yfir 5.000 ára gamalt kínverskt
æfingakerfi.
Þar fer sem saman „qi“, sem merkir lífs-
kraftur, bæði sá kraftur sem býr í líkaman-
um og krafturinn sem býr í alheiminum, og
„gong“ sem merkir nákvæmar æfingar.
Íslendingar misduglegir í Qigong
Kennslan í Qigong fer ýmist fram á íslensku
eða kínversku. Það gengur í bylgjum hversu
duglegir Íslendingar eru að sækja tímana
að sögn Herdísar. „Fólk fer og kemur aft-
ur eins og það lystir, stundum erum við tíu
og stundum þrjátíu eða fleiri og allt þar á
milli,“ segir Herdís. Hún hvetur alla til þess
að kynna sér íþróttina og finna hvað í henni
býr. „Það er erfitt að útskýra með orðum
hvernig manni líður eftir hverja æfingu
öðruvísi en að segja að manni líði einfald-
lega vel.“
Kennt í Heilsudrekanum í 15 ár
Qigong er kennt í Heilsudrekanum í Skeif-
unni ásamt kung-fu og tai-chi. Qigong og
tai-chi eru mjög skyldar æfingar. Heilsu-
drekinn hefur verið starfræktur síðan 1998.
En það var Dong Qing Guan sem stofnaði
hann. Hún nam íþrótta- og heilsufræði í
háskóla í Peking í Kína og flutti til Íslands
fyrir 19 árum.
Í Heilsudrekanum er einnig ýmislegt
dekur og nudd sem stuðla að líkamlegri og
aldlegri vellíðan. Þar eru stundum kynn-
ingar á ýmsu sem tengist kínverskri menn-
ingu.
-Árdís Ósk Steinarsdóttir
Ég get æft Qigong svo lengi sem ég lifi
Mynd: Herdís Ólína Hjörvarsdóttir
Mynd: Heilsudrekinn
Herdís vann gull á alþjóðlegu móti í New York.
Agaður líkamsburður er undirstaða í Qigong en hreyfingarnar eru léttar og endurteknar.