Fréttatíminn - 14.02.2014, Síða 68
4
Guðný Anna Vilhelmsdóttir,
viðskiptafræðingur og fjölskylda
hafa verið búsett í rúm fimm ár
í Shenzhen. Sú borg er á megin-
landi Kína, í um það bil klukku-
stundar fjarlægð frá Hong Kong.
Guðný Anna segir það hafa
verið skyndiákvörðun á sínum
tíma, að flytjast búferlum úr
sveitusælunni í Borgarnesi, til
annarrar heimsálfu. Hún þurfti
að byrja á því að draga fram
landakortið og fletta Shenzhen
upp, þar sem hún hafði ekki hug-
mynd um hvar borgin var.
Guðný Anna fór fyrst sem ferða-
maður, í vikuferð til Kína árið
2005, ásamt eiginmanni sínum
Trausta Magnússyni flugstjóra.
Þremur árum síðar, eða í lok árs
2007, fékk Trausti um stöðu flug-
stjóra hjá flugfélagi í eigu Luft-
hansa og Air China. Í kjölfarið
var búslóðinni pakkað niður og
geymd í bílskúr í Borgarnesi.
Keyptur var flugmiði til Hong
Kong snemma vors árið 2008,
og varð sú dvöl að rúmum fimm
árum.
Guðný Anna segir að undir-
búningurinn fyrir það að flytja
með fjölskylduna í annan heim
hafi ekki verið mikill. „Það var
hvorki legið á Google og lesið
sér til um stað og menningu, né
reynt að hafa uppi á fólki sem
þekkti þarna til, heldur var bara
látið vaða. Trausti var þegar far-
inn út og byrjaður að vinna þegar
við mæðgur fórum. Ég fór til
hans í eina viku og nýttum við
þann tíma til að finna húsnæði og
skóla fyrir dæturnar,“ segir Guð-
ný. Eftir það var ekki aftur snúið
og héldu þær mæðgur á vit æv-
intýranna með þrjár ferðatöskur
í farteskinu.
Borgin okkar Shenzhen
Stórborgin Shenzhen liggur á
landamærum meginlandsins og
norðursvæðis Hong Kong, og
er ein vestrænasta borg Kína.
Gríðarleg uppbygging hefur
orðið á skömmum tíma, en árið
1979 var borgin aðeins fámennt
fiskiþorp.
„Í dag er áætlað að íbúatala sé
á bilinu 13-18 milljónir manna.
Á síðastliðnum 30 árum eða svo,
hófu kínversk stjórnvöld upp-
byggingu á svokölluðu Special
Economic Zone eða sérstöku
efnahagssvæði. Mikið af erlendri
fjárfestingu hefur farið í fram-
leiðslu og þjónustugreinar og eru
þar höfuðstöðvar fjölda hátækni-
fyritækja.“
Guðný Anna segir að mikið flæði
fjármagns sé í umferð í Kína og
gríðarlegur uppgangur. „Þeir sem
sakna 2007 stemmningarinnar
ættu að fara til Kína. Shenzhen er
ein af helstu útflutningsborgum
Kína og eru laun hvergi hærri en á
þessu svæði. Þangað flykkist ungt
fólk í atvinnuleit. Allir vilja læra
ensku því góð enskukunnátta er
oft ávísun á vel borgaða vinnu.
Vestrænir veitingastaðir og bar-
ir spretta upp eins og gorkúlur.
Margar verslanir selja vestrænar
vörur og hef ég aldrei séð eins
mikið úrval af Betty Crocker eins
og þarna,“ segir Guðný Anna og
bætir jafnframt við að vörur sem
þessar, séu helmingi dýrari þarna
en á Íslandi, vegna hárra tolla á
allar innfluttar vörur.
Engin uppþvottavél
Guðný Anna lætur vel af aðstæð-
um og segir að hún og hennar
fjölskylda hafi búið á góðum stað.
Þau bjuggu vestast í borginni
í hverfi sem heitir Shekou. Þar
bjuggu einnig mjög margir
útlendingar og allir mjög hjálp-
samir.
„Fólk var langt frá sínum
heimahögum og samheldni var
því mjög mikil. Trausti var í
góðri vinnu, við bjuggum í góðu
húnæði og stelpurnar gengu í
góðan bandarískan skóla. Við
bjuggum í blokkum og nutum
vestrænna þæginda. Við vorum
með hefðbundið klósett, loft-
kælingu og gátum kynnt íbúðina
yfir vetrarmánuðina, en hinn al-
menni Kínverji er ekki með slíkt.
Kínverjar nota almennt ekki
loftkælingu þó að hún sé fyrir
hendi,“ segir Guðný Anna.
Guðný Anna segir að bygginga-
kranar hafi verið víða, en það sé
algengt að byggðar séu blokk-
ir allt upp í 50 hæðir og heilu
hverfin eru rifin til að byggja nýtt.
„Viðhald þarna er mjög l élegt og
rúmlega 30 ára gömul hús líta út
eins og þau séu að hruni kom-
inn. Lyktin og rakinn í húsum er
mikill.“ Guðný Anna segir að þau
hafi ekki skort neitt. „Hinsvegar
saknaði ég mikils að hafa ekki
uppþvottavél, en þær þekkjast
varla þarna. Sjá má heilu stafl-
ana af óhreinu leirtaui fyrir utan
veitingahús sem bíða eftir að vera
þvegin upp úr köldu vatni, en
heitt vatn er ekki notað í þrif eins
og við eigum að venjast.“
Snakk úr fuglsfótum og þara
Kínverskur matur féll í kramið
hjá Guðnýju Önnu og er eitt af
því sem hún saknar frá dvöl sinni
þar. En í fyrstu gekk brösulega að
kaupa inn. „Fyrsta innkaupaferð
okkar mæðgna var á þá leið að
við gengum um búðina og var
þar meðal annars hægt að finna
ýmislegt snakk úr þurrkuðum
fuglsfótum og þurrkaðan þara.
Síðan stóð kjötiðnaðarmaðurinn
fyrir innan kjötborðið að höggva
hausinn af kjúklingnum.
Við gengum út með þrjú box
af skyndinúðlum.“ Guðný Anna
segir að hinar ótrúlegustu skepn-
ur hafi hangið fyrir utan veitinga-
hús til þurrks, allt frá fuglslöpp-
um til hunda, sem stungu í augun
í upphafi. „Ég keypti nú aldrei
annað en grænmeti og ávexti á
markaðnum en þar lá svínakjöt-
ið við hliðina á hundakjötinu og
lifandi fuglar í búrum þar við
hliðina.“
Ólík lífsviðhorf
Guðný Anna segir að munur á
menningu og viðhorfi sé afar
mikill og að oft hafi komið upp
árekstrar vegna tungumálaörð-
ugleika og menningarmunar.
„Hugsunarhátturinn var svo ólík-
ur að tungumálakunnáttan dugði
ekki alltaf til. Orðin skiljast en
ekki hugsunin. Erfitt getur verið
að bjarga sér og gera sig skiljan-
legan með handa látbragði, því
í Kína er þeirra „fingramál“ allt
annað en okkar.
Lífsviðhorf okkar og Kínverja
eru mjög ólík í mörgu, enda að-
stæður okkar og umhverfi gjör-
ólík. Það sem okkur finnst í lagi
finnst þeim ekki og svo öfugt.“
Guðný Anna segir að eftir því
sem árunum úti fjölgaði hafi fjöl-
skyldan haldið að ekkert gæti
komið þeim á óvart lengur en
raunin hafi verið önnur.
„Fram á síðasta dag kom eitt-
hvað upp á sem gerði mann al-
veg orðlausan og maður skildi
ekki upp eða niður í. En það er
jú einmitt það sem gerir þetta svo
skemmtilegt.“
Lærdómsríkur tími
Eftir rúmlega fimm ára búsetu í
Kína, sækir fjölskyldan nú von
bráðar á önnur mið og flytur sig
yfir til Abu Dhabi vegna vinnu
Trausta. „Á þessum rúmum
fimm árum í Kína var ég vör við
mikar breytingar á öllu. Margar
hverjar mjög góðar, en mér finnst
slæm þróun að verið sé að búa til
„Ameríkur“ út um allt.“
Guðný Anna segir að mikil verð-
hækkun hafi orðið á öllu meðan
fjölskyldan bjó í Kína. „Eflaust
hefur ein mesta hækkunin orðið
í Shenzhen sem er ein dýrasta
borg landsins. Verðlagið rauk
upp úr öllu, hvort sem um var að
ræða hrísgrjón eða húsnæði, það
er bara ofboðsleg þensla á öllu
þarna.“
Hún segir að margt hafi komið
sér á óvart, enda þekkti hún lítið
sem ekkert til lands eða þjóðar
áður en hún fór.
„Ég ætla ekki að reyna að telja þér
trú um að ég hafi verið dansandi í
rósóttum kjól á sóleyjarengi allan
tímann.Nei, við áttum öll okkar
China Moment, en það orðatil-
tæki er notað um erfiðar stundir
meðal okkar útlendingana. Fyrir
óþolinmóða manneskju eins og
mig var þetta mjög lærdómsríkt.
Eftir að ég fór að geta talað við
innfædda komst ég að því að Kín-
verjar eru mjög almennilegir og
eins og við Íslendingar, glaðir að
heyra að manni líkaði við landið
þeirra og leið vel í því. Þessi tími
var alveg ómetanlegur. “
Guðný Anna segir að það sé
ekkert eitt sem standi upp úr eftir
dvölina í Kína. „Að búa við svona
ólíkan menningarheim minnkar
fordóma hjá manni, við erum svo
mikið forréttindafólk hér og auð-
velt er að sitja heima og dæma
hitt og þetta sem við höfum
aldrei þurft að takast á við sjálf.
Þessi tími skilur eftir sig ljúfar
minningar,“ segir Guðný Anna
að lokum.
-Drífa Viðarsdóttir
Upplifði ótrúlegar breytingar í Kína
„Sjá má heilu staflana
af óhreinu leirtaui
fyrir utan veitingahús
sem bíða eftir að vera
þvegin upp úr köldu
vatni en heitt vatn er
ekki notað í þrif eins og
við eigum að venjast.“
Myndir: Guðný Vilhelmsdóttir