Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.02.2014, Qupperneq 74

Fréttatíminn - 14.02.2014, Qupperneq 74
— 2 — 14. febrúar 2014 Blaðra í magann gegn offitu Tafla sem breytist í blöðru í maganum er nú komin á markað frá bandaríska lyfjaframleiðand- anum Obalon Therapeutics. Þegar blaðran er í maganum fær líkaminn þau skilaboð að maginn sé fullur svo fólk borðar minna og léttist. Taflan er sett í magann með legg og geta læknar blásið hana upp með sérstöku gasi og verður blaðran þá á stærð við epli. Mánuði síðar er önnur blaðra sett í magann til að gera seddu- tilfinninguna enn meiri. Blöðr- urnar eru í maganum í 12 vikur og þá fjarlægðar af lækni upp um meltingarveg. Blaðran er markaðssett sem skjótvirk lausn við aukakílóunum og segja gagnrýnendur að til- koma hennar gæti haft þau áhrif að fólk leitist síður við að breyta mataræðinu og hreyfa sig og vilji frekar slíka skyndilausn. Evrópsk rannsókn á 100 konum á fimm- tugsaldri sýndi að hver missti að meðaltali 8 kíló þá þrjá mánuði sem þær voru með blöðrurnar í maganum.  Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. Ritstjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@ frettatiminn.is. Ritstjórnarfulltrúi: Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is. Fram- kvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgis- son valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Líftíminn er gef- inn út af Morgundegi ehf., prentaður í 85.000 eintökum í Landsprenti og dreift mánaðarlega með Fréttatímanum og á heilbrigðisstofnanir. Lúsasjampó eyðir höfuðlús og nitV irk ni s tað fes t í klín ísk um pró fun um * Öflugt - fljótvirkt - auðvelt í notkun Virkar í einni meðferð Fljótvirkt: Virkar á 10 mínútum 100% virkni gegn lús og nit Náttúrulegt, án eiturefna * Abdel-Ghaffar F et.al; Parasitol Res. 2012 Jan; 110(1):277-80. Epub 2011 Jun 11. FÆST Í ÖLLUM APÓTEKUM Fyrir 2 ára og eldri Mjög auðvelt að skola úr hári! Íslenskar upplýsingar er að finna á www.licener.com/IS Gagnrýnendur segja hættu á því að fólk vilji síður breyta mataræði sínu og hreyfa sig þegar slík skyndilausn við aukakílóunum, eins og blaðran, er í boði. 750 milljóna sparnaður á ári ef tíðni sykursýki II lækkar um 10% Kostnaður heil- brigðiskerfisins vegna meðferðar á sykursýki II, eða áunninni sykursýki, er að meðaltali hálf milljón á ári á hvern sjúkling. Ef tíðni sjúkdómsins myndi lækka um 10 prósent yrði hægt að spara 750 milljónir á ári. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að hver og einn taki ábyrgð á eigin heilsu og bindur miklar vonir við góðan árangur af innleið- ingu hreyfiseðla. Dagn ý HulDa Er lEnDsDót tir Á ætlað er að hér á landi séu um 15.000 manns með áunna sykursýki eða syk- ursýki II. Kostnaður heilbrigðiskerf- isins við hvern sjúkling er að meðaltali hálf millj- ón á ári og því væri hægt að spara um 750 milljónir á á r i ef t i l - fellum syk- ur- sýki II yrði fækkað um tíu prósent,“ segir Krist- ján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Hann kveðst bjartsýnn á að á næstu árum verði viðsnúningur hér á landi og að tíðni offitu og ofþyngdar fari lækkandi. „Það hefur náðst árang- ur við lækkun á tíðni ofþyngdar hjá börnum svo það er ástæða til bjart- sýni. Hreyfiseðlar hafa nú verið inn- leiddir í heilbrigðiskerfinu og ég bind miklar vonir við notkun þeirra til að minnka tíðni sykursýki II. Rannsókn- ir sýna að fækka má sjúklingum með sykursýki II um 80 prósent eingöngu með hreyfingu og breyttu mataræði. Þá hefur einnig verið sýnt fram á að skipulögð hreyfing sé öflug leið til að vinna gegn öðrum sjúkdómum eins og langvarandi verkjum, kransæða- sjúkdómum, hjartabilunarsjúkdóm- um, kvíða, depurð, háum blóðþrýst- ingi og fleiru,“ segir hann. Markmið Kristjáns Þórs með inn- leiðingu hreyfiseðlanna er að þeir verði hluti af meðferðarúrræðum hjá læknum á heilsugæslustöðvum og öðrum stofnunum um allt land. „Notkun hreyfiseðlanna hefur aukist jafnt og þétt sem er mjög ánægjulegt. Víða erlendis eru hreyfiseðlar orðnir eðlilegur hluti af meðferð sjúkdóma með góðum árangri.“ Kristján Þór leggur áherslu á að þó kostnaður heilbrigðiskerfisins við sykursýki II sé hár beri sjúklingarnir sjálfir mesta kostnaðinn þar sem sjúk- dómurinn hafi alvarleg áhrif á heilsu. „Þess vegna er afskaplega mikilvægt að allir, bæði heilbrigðisstarfsfólk og sjúklingar, taki þeirri áskorun sem felst í innleiðingu hreyfiseðla. Þetta snýr ekki síður að einstaklingnum sjálfum sem á skilyrðislaust að taka ábyrgð á eigin heilsu. Þetta er eitt- hvert besta dæmið um það og segir manni að mikilvægt sé að hver og einn beri ábyrgð á sinni hreyfingu og mataræði.“ Kristján Þór Júlíusson heil- brigðisráðherra. Talið er að hér á landi séu um 15.000 manns með sykursýki II eða áunna sykursýki en sjúkdómur- inn er ein algengasta afleiðing offitu. PILLA BLAÐRA MAGI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.