Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.02.2014, Page 86

Fréttatíminn - 14.02.2014, Page 86
— 14 — Þ ó íbúar Skaftárhrepps séu aðeins um 460 er samtakamáttur þeirra mikill. Á því rúma ári sem Styrkt-arsamtök Heilsugæslustöðvarinn- ar á Kirkjubæjarklaustri hafa starfað hafa safnast yfir 13 milljónir. Samtökin afhentu heilsugæslustöðinni á dögunum fjölnota tæki til heilbrigðisþjónustu í dreifbýli auk hjartalínuritstækis. Sólrún Ólafsdóttir er einn stjórnarmanna Styrktarsamtakanna og segir hún tækið auka og jafna aðgengi heilbrigðisstarfsfólks og sjúklinga að heil- brigðisþjónustu sem ekki er aðgengileg heima í héraði ásamt því að auka öryggi við sjúkdómsgreiningar. Tækið var keypt í Bandaríkjunum og flutt til landsins á vegum styrktarsamtakanna. Sigurður Árnason læknir og Auðbjörg Bjarnadóttir, hjúkrunarforstjóri á heilsu- gæslustöðinni á Kirkjubæjarklaustri, fóru til Boston til að sjá tækið í notkun og þá möguleika sem það býður upp á. Með því er hægt að senda upplýsingar um blóðþrýst- ing, súrefnismettun og hita auk upplýsinga um hjartalínurit sjúklinga og framkvæma eyrna-, augn- og hálsskoðanir. Upplýsing- arnar eru svo sendar á myndrænu formi til fjarstadds læknis eða annarra ráðgefandi aðila. Þá inniheldur tækið rafræna hlustun- arpípu sem hægt er að nota við lungna- og garnahljóðshlustun. Einnig er hægt að nota tækið til að taka myndir af útbrotum, fæð- ingarblettum og áverkum og fjarstaddur sérfræðingur getur þá metið hvaða með- ferð skuli veita. Heilbrigðisþjónustutækið er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi og segir Sólrún oft um langan veg að fara fyrir íbúa hrepps- ins eftir heilbrigðisþjónustu. „Það eru 400 kílómetrar til Selfoss fram og til baka og til Reykjavíkur er vegalengdin 530 kílómetrar. Það getur því verið heilt dagsverk að fara til læknis og viljum við breyta því,“ segir hún. Þegar söfnunin hófst fyrir rúmu ári tóku íbúar Skaftárhrepps hraustlega við sér og ekki stóð á fjárframlögunum. „Læknir- inn okkar, hann Sigurður Árnason, sagði á fyrsta aðalfundi félagsins að það væri svo mikið af góðu fólki hérna í sveitinni sem væri örugglega tilbúið að leggja fé til Styrktarsamtakanna. Það reyndist svo sannarlega rétt hjá honum,“ segir Sólrún. 14. febrúar 2014 Það er ekkert verið að tvínóna við hlut- ina, þeir eru bara fram- kvæmdir Tímamót í heilbrigðis- þjónustu í Skaftárhreppi Styrktarsamtök Heilsugæslustöðvarinnar á Kirkjubæjarklaustri hafa aðeins starfað í rúmlega eitt ár en hafa þegar safnað um 13 milljónum sem nýttar hafa verið til tækjakaupa, meðal annars á heilbrigðisþjónustutæki og hjartalínuritstæki sem heilbrigðisstarfsfólk á staðnum notar til að senda upplýs- ingar til sérfræðinga annars staðar á landinu. Sólrún Ólafsdóttir, stjórnarmaður í Styrktarfélaginu, segir mikla samstöðu ríkja meðal íbúa í hreppnum og að allir hafi lagst á eitt við að safna fyrir tækjum sem eiga eftir að spara margar ferðir til Selfoss og Reykjavíkur eftir heilbrigðisþjónustu. Auðbjörg Bjarnadóttir, hjúkrunarforstjóri, við nýja heilbryigðisþjónustutækið. Alltaf brugðist við beiðnum frá læknum Í síðsta tölublaði Líftímans var við- tal við konu sem fékk skjaldkirtils- krabbamein árin 2005 og 2013. Þó meinið sé í flestum tilvikum lækna- nlegt getur það dreift sér í brjóst og lungu og fór hún í brjóstamynda- töku eftir fyrra meinið í beinu fram- haldi af krabbameinsmeðferðinni. Í seinna skiptið var erfiðara fyrir hana að komast í slíka myndatöku og í viðtali Líftímans kom fram að þar sem hún var 36 ára og því of ung fyrir brjóstamyndatöku gat hún ekki pantað sér tíma hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Þegar hún óskaði eftir aðstoð frá krabbameins- deild Landspítala, þaðan sem hún hafði þá nýlokið meðferð, fékk hún þau svör að slíkt væri ekki í þeirra verkahring. Að sögn Kristjáns Odds- sonar, yfirlæknis Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, er hópleit brjóstakrabbameina aðeins í boði fyrir 40 til 69 ára gamlar konur, á tveggja ára fresti. Séu yngri konur aftur á móti með einkenni brjósta- krabbameins er í öllum tilvikum gerð undantekning. „Konur með einkenni brjóstakrabbameins ræða við hjúkrunarfræðing í síma og geta leitað til brjóstamóttökunnar og þurfa ekki til þess tilvísun frá lækni. Annað myndi skapa auka álag og kerfið og konuna sjálfa,“ segir hann. Sé einhverra hluta vegna þörf á brjóstamyndatöku, eins og til dæmis eftir krabbameinsmeðferð eða af öðrum orsökum, geta ein- kennalausar konur ekki fengið tíma nema læknir þeirra hafi áður sent inn beiðni. „Það eru ýmist heimilis-, kven-, eða brjóstaskurðlæknar sem senda inn slíkar beiðnir og við verðum alltaf við þeim,“ segir Kristján. n Stjórnin sendi dreifibréf til allra heimila, fyr- irtækja og félagasamtaka í sveitarfélaginu með upplýsingum um söfnunina og reikn- ingsnúmer hennar. „Svo bara streymdu pen- ingarnir inn,“ segir Sólrún og bætir við að hún og eflaust fleiri borgi með meiri gleði í söfnunina en skattana sína því hún viti að fjármunir söfnunarinnar fari beint til fólksins á svæðinu. „Icelandair Cargo ehf. styrkti okkur með því að flytja tækjabúnaðinn til landsins, okkur að kostnaðarlausu. Við nutum þess að vera frumkvöðlar í þessum málum. Sama gerðu Auðbert og Vigfús Páll ehf. í Vík, en þeir fluttu tækin frá Reykjavík austur á Kirkju- bæjarklaustur.“ Búið er að leggja ljósleiðara að Heilsugæslustöðinni því betri internet- tenginu þurfti svo tækið myndi virka sem skyldi. „Hörður Davíðsson, ferðaþjónustu- bóndi í Efri-Vík, og hans fólk gengu í að koma strengnum niður sem sýnir hve áhugi og samtakamáttur fólks í dreifbýli er mikill. Það er ekkert verið að tvínóna við hlutina, þeir eru bara framkvæmdir,“ segir Sólrún og ítrekar þakkir frá Styrktarsamtökunum til allra þeirra sem lögðu söfnuninni lið. Áslaug H. aðalsteinsdóttir Heimasjúkraþjálfun kallast meðferð sjúkraþjálf- ara sem veitt er inn á heimili skjólstæðinga. Þetta meðferðarform er eingöngu í boði fyrir sjúkra- tryggða einstaklinga sem eru þannig á sig komnir að þeir geta ekki sótt meðferð á sjúkraþjálfunar- stofu. Í upphafi heimameðferðar þarf oft að skoða aðstæður heima fyrir og meta þörf fyrir og panta hjálpartæki. Gerð er nákvæm skoðun á ástandi sjúklings og með hliðsjón af því gerð meðferðar- áætlun. Stefnt er á að virkja fólk eins og hægt er og viðhalda eða bæta færni þeirra í daglegur lífi og þannig gera þeim kleift að vera heima eins lengi og kostur er. Flestar tilvísanir fyrir heimasjúkraþjálfun koma frá sjúkrastofnunum og eru viðkomandi þá of veikburða við útskrift til að geta sótt þjálfun á stofu. Algeng vandamál eru alvarlegir hjarta- og lungnasjúkdómar, langt gengnir taugasjúkdóm- ar, slæm beinbrot og liðskiptaaðgerðir aldraðra, krabbamein og heilabilunarsjúkdómar. Margir geta einungis verið heima vegna heimaþjónustu á borð við sjúkraþjálfun, hjúkrun, böðun og þrif, stundum er verið að brúa bil meðan beðið er eftir plássi á hjúkrunarheimili. Oft er um að ræða margvísleg og flókin heilsu- farsleg vandamál sem valda alvarlegum skerð- ingu á hreyfifærni, byltuhættu, stoðkerfisvanda- málum og óvirkni. Vegna þjónustu á borð við heimasjúkraþjálfun er því mögulegt að útskrifa sjúklinga fyrr út af sjúkrastofnunum og í því felst gífurlegur sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið. Undanfarin ár hefur þörfin fyrir heimasjúkra- þjálfun aukist mikið. Það er einkum þrennt sem stuðlar að þeirri þróun. Í fyrsta lagi er öldruðum alltaf að fjölga og sú þróun mun halda áfram á komandi árum. Í öðru lagi hafa niðurskurðaraðgerðir síðustu ára orðið til þess að sjúklingar eru útskrifaðir mun fyrr af spítala nú en áður, enda hver nótt í innlögn mjög dýr fyrir heilbrigðiskerfið. Í þriðja lagi er stefna stjórnvalda sú að eldri borgarar geti dvalið sem lengst heima og er heimaþjónustan grund- völlur þeirrar stefnu. Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar annast heimasjúkraþjálfun og hafa þeir starfað sam- kvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Ljóst er að þessi mikilvæga þjónusta er í upp- námi vegna viðbragða ráðherra heilbrigðis- og fjármálaráðuneytis við samningum sem gerðir voru milli sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Ís- lands, en þeir hafa neitað að undirrita þá. Skjól- stæðingar heimasjúkraþjálfara eru einkum veikir eldri borgarar og öryrkjar og hafa þeir í fæstum tilfellum bolmagn til að fjármagna meðferðina, né heldur burði til að standa í því að krefjast endur- greiðslu frá Sjúkratryggingum. Er það von undir- ritaðrar að ráðherrar kynni sér málin vel, þá veit ég að þeir munu með hraði undirrita samninga við sjúkraþjálfara – svona í sparnaðarskyni. Höfundur er sjúkraþjálfari Pistill Sífellt meiri þörf fyrir heimasjúkraþjálfun Hópleit krabbameina er aðeins í boði fyrir konur á aldrinum 40 til 69 ára hjá Leitarstöð Krabbameins- félag Íslands. Séu yngri konur með einkenni brjóstakrabbameins er gerð undantekning. Einkennalausar konur sem ekki eru á aldrinum 40 til 69 ára þurfa beiðni frá lækni til að komast í brjóstamyndatöku. Ljós- mynd/GettyImages/NordicPhoto

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.