Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.03.2014, Page 2

Fréttatíminn - 14.03.2014, Page 2
20%afslátturí mars Ódýr samh eitaly f frá Ketoconazol ratiopharm 20 mg/ml ketoconazol 60 ml og 100 ml hársápa grænn fyrir börnin Naso- ratiopharm Xylometazolin hýdróklóríð 0,5 mg/ml og 1 mg/ml 10 ml nefúði Breyting á starfsaldursmörkum heilbrigðisstarfsfólks Heilbrigðisstarfsmönnum verður heimilt að veita heilbrigðisþjónustu á eigin starfs- stöð til 75 ára aldurs, með möguleika á framlengingu, samkvæmt frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðis- ráðherra til breytinga á lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Í byrjun síðasta árs tóku gildi lög um heilbrigðisstarfsmenn og sérlög um einstakar starfsstéttir féllu úr gildi. Samkvæmt læknalögum gátu læknar starfað sjálfstætt til 75 ára aldurs og eftir það sótt um undanþágu til að starfa áfram, eitt ár í senn. Með lögum um heilbrigðis- starfsmenn varð breyting á þessu, þar sem eitt ákvæði gildir um alla heilbrigðisstarfs- menn og kveður á um að þeim sé óheimilt að reka eigin starfsstofu eftir sjötugt en verði frumvarp heilbrigðisráðherra samþykkt verður heilbrigðisstarfsmönnum heimilt að starfa til 75 ára aldurs á eigin starfsstöð. Vanmerkt erfðabreytt matvæli Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga stóðu fyrir sýnatökum í matvælum á árunum 2012 til 2013 í þeim tilgangi að skoða hvort kröfur um merkingar erfðabreyttra matvæla væru uppfylltar, að því er fram kemur á vef Matvælastofnunar. Hér á landi tóku reglur þess efnis gildi 1. janúar 2012. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að þrjú sýni af 33 innihéldu erfðabreyttan efnisþátt án þess að það kæmi fram á umbúðum og eru þær matvörur ekki lengur á markaði. Hverfakosning um betri borgarhverfi Rafræn hverfakosning um ný fram- kvæmdaverkefni í hverfum Reykjavíkur hófst síðastliðinn þriðjudag og stendur í viku, til miðnættis þriðjudagsins 18. mars. Þetta er í þriðja sinn sem íbúum í Reykjavík gefst kostur á að kjósa um verkefni í hverfunum sínum í rafrænum kosningum með dulkóðuðum auðkennum. Kosningarnar eru með sama sniði og síðustu tvö ár. Farið er á vefslóðina kjosa.betrireykjavik.is. Í kosningunum núna er notast við nýja íslykilinn til auðkenningar eða rafræn skilríki. Kosningarétt hafa allir sem voru orðnir 16 ára um síðustu áramót og eru niðurstöðurnar bindandi. Á síðustu tveimur árum hafa íbúar í Reykjavík kosið yfir 200 verkefni til framkvæmda í hverfum borgarinnar, sem Reykjavíkur- borg hefur framkvæmt eða eru á undir- búningsstigi. Hefur borgin, að því er fram kemur í tilkynningu hennar, varið 600 milljónum til þessara verkefna. Í ár verður 300 milljónum varið til nýrra verkefna í hverfunum sem íbúar for- gangsraða í kosningunum. Ekki enn tryggt að misl- ingarnir breiðist ekki út Ekki kemur í ljós fyrr en í byrjun næstu viku hvort tekist hafi að sporna gegn því að mislingar, sem bárust með ársgömlu barni til landsins um síðustu mánaðamót, breiðist út. Barnaspítalinn er í við- bragðsstöðu og hættan minnkar með hverjum degi sem líður, að sögn sótt- varnarlæknis. E nn er ekki útilokað að barn sem smitaðist af mislingum erlendis og veiktist eftir komuna til Íslands hafi ekki smitað önnur óbólusett börn en hættan á því minnkar með hverjum degi, að sögn Haraldar Briem sóttvarnarlæknis. Barna- spítalinn er í viðbragðsstöðu ef í ljós kemur að börn sem voru í smithættu hafi smitast. Haft hefur verið samband við foreldra þeirra og viðbragðsáætlun er í gangi á spítalanum veikist þau börn, sem felst me ðal annars í því að börnin bíði ekki á biðstofu með fjölda annarra barna. Barnið sem veiktist var rúmlega ársgam- alt og því of ungt til að hafa fengið bólusetn- ingu gegn mislingum. Að sögn Haraldar hefur barnið hætt að smita um miðja síðustu viku en meðgöngutími mislinga er 10-12 dagar. Í byrjun næstu viku verður því ljóst hvort hættan á smiti sé liðin hjá. Börn eru bólusett við mislingum við 18 mánaða aldur hér á landi og lét 91 prósent foreldra bólusetja börnin sín á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá Landlæknis- embættinu. Víða erlendis eru starfandi sam- tök foreldra sem berjast gegn bólusetning- um barna, sérstaklega í Bretlandi, þar sem skrásett voru um 2000 mislingatilfelli árið 2012. Þar í landi var áróður gegn mislinga- bólusetningum einna háværastur í kjölfar staðhæfinga, sem síðan hafa verið afsann- aðar, að samband væri milli einhverfu og mislingabólusetninga. Að sögn Haraldar er ekki greinanlegt að áróður gegn bólusetningu barna hafi haft áhrif hér á landi. Hlutfall bólusettra barna sé ásættanlegt hér á landi. Hins vegar komi það ekki á óvart að hér komi upp mislinga- tilfelli ef horft sé til tölfræðinnar í löndunum í kringum okkur og bendir hann á að í Sví- þjóð komi árlega upp um 50 tilfelli þótt bólu- setningar séu með svipuðum hætti og hér. „Við höfum sloppið hingað til en við munum alltaf fá eitt og eitt tilfelli. Það bendir ýmislegt til þess að þetta náist ekki að breiðast út þótt svo það gæti gerst að einhver börn sem komust í tæri við barnið á spítalanum hafi smitast. Spítalinn fylgist vel með þessu og við vonum að ekkert komi upp,” segir hann. Fullorðnir eru ekki smitberar svo fremi að þeir hafi verið bólusettir. Á síðustu 12 mánuðum hafa meira en 10 þúsund tilfelli af mislingum greinst í Evrópu, þar af 17 í Danmörku, 52 í Svíþjóð og 8 í Noregi, samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu. Utan Evrópu og Bandaríkjanna eru mislingar víða landlæg- ir og mislingafaraldur geisar til dæmis um þessar mundir á Filippseyjum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  HEilbrigðismál mislingar bárust Hingað mEð ársgömlu barni Mislingar (Morbilli, measles) Mislingar stafa af veiru sem er mjög smitandi og berst milli manna með úðasmiti. Einkenni eru mismikil, en sjúkdómurinn getur verið hættu- legur og jafnvel valdið dauða. Um það bil 10% þeirra sem sýkjast fá alvarlega fylgikvilla, svo sem heilabólgu eða lungnabólgu. Bólusetning gefur fullkomna vörn.  VErslun Þjónusta Endurskipulögð Biðlisti eftir plássi í Leifsstöð Í árslok mun samningstími rekstraraðila í brottfararsal flugstöðvarinnar renna út og því hefur stjórn Isavia ákveðið að efna til forvals á verslunar-og veitingarekstri. Um leið verð- ur ráðist í breytingar á brottfararsal flugstöðv- arinnar og öll þjónusta endurskipulögð. Áætl- að er að breytingum verði lokið vorið 2015. Búast má við breyttum áherslum í verslun og veitingarekstri þar sem flóra farþega sem fer um Leifsstöð hefur breyst töluvert. Síð- ustu ár hefur erlendum ferðamönnum fjölgað mikið og búist er við að árið 2020 verði hlut- fall erlendra farþega um 75% af heildarfjölda farþega sem fara um Leifsstöð. „Markaðurinn hefur breyst mikið síðan reksturinn var síð- ast boðinn út 2006. Nú viljum við stíla meira inn á upplifun erlendra ferðamanna og planið er að heimsókn í Leifsstöð verði mikilvægur hluti af heimsókn til Íslands,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Leifsstöðvar. Isavia hefur leitað aðstoðar hjá breska ráð- gjafafyrirtækinu Concession Planning sem hefur mikla reynslu á sviði reksturs smásölu á flugvöllum. Fríhöfnin mun sem fyrr hafa umsjón með sölu á hefðbundnum tollfrjáls- um varningi en sérverslanir munu annast sölu annarra vöruflokka í einstökum versl- unareiningum eða stærri deildarskiptum einingum. „Við höfum fundið fyrir miklum áhuga bæði hérna heima og líka erlendis frá. Um leið og við settum út tilkynningu í mik- ilvægt flugtímarit fengum við fyrirspurnir um leið. Margir hverjir eru sérfræðingar í rekstri verslana og veitingastaða í flug- stöðvum. Ég get því miður ekki gefið upp sem stendur hverjir það eru. Auk þess hafa margir innlendir rekstraraðilar sýnt Leifs- stöð áhuga í gegnum tíðina. Það er í raun biðlisti eftir að komast inn en auðvitað fer þetta í forval svo allir sitji jafnt við borðið,“ segir Leifur. Kynningarfundur vegna útboðsins verð- ur haldinn í Hörpu 19. mars klukkan 15 og skráning á fundinn fer fram á www.kefair- port.is/pre-qualification. Leifsstöð. Breytingar verða þar er samningstími rekstraraðila í brottfararsal rennur út í árslok. 2 fréttir Helgin 14.-16. mars 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.