Fréttatíminn - 14.03.2014, Side 18
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg
Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@
frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
Þ
Þeir sem eldri eru en tvævetur muna þá tíð er stór-
veldin tvö, Bandaríkin og Sovétríkin, stóðu grá fyrir
járnum hvort á móti öðru. Kalt stríð eftirstríðsáranna
magnaði upp vopnakapphlaup, hvort heldur var hefð-
bundinn vopnabúnaður eða kjarnorkuvopn sem tor-
tímt hefði getað heiminum. Útþenslustefna Sovétríkj-
anna eftir seinni heimstyrjöldina lagði grunninn að
stofnun Atlantshafsbandalagsins, NATO, sem endur-
speglaði þann vilja evrópskra ráðamanna að tryggja
öryggi Vestur-Evrópu með beinni þátttöku Banda-
ríkjanna. Evrópuþjóðir áttu frumkvæði að stofnun
bandalagsins en Bandaríkjamenn
hafa farið með forræði þar frá upphafi
í krafti hernaðaryfirburða. Ísland var
meðal stofnríkja árið 1949.
Svar Sovétríkjanna og fylgiríkja
þeirra í Austur-Evrópu var að stofna
Varsjárbandalagið, sex árum síðar.
Aðildarríki voru, auk Sovétríkjanna,
Albanía, sem dró sig út úr bandalag-
inu 1968, Austur-Þýskaland, Búlgaría,
Pólland, Rúmenía, Tékkóslóvakía og
Ungverjaland. Varsjárbandalagið var
formlega leyst upp árið 1991 í kjölfar
falls Sovétríkjanna. Kalda stríðinu var lokið. Þýsku
ríkin tvö sameinuðust og Austur-Evrópuþjóðirnar
fengu langþráð frelsi undan oki risans í austri. Pól-
land, Tékkland og Ungverjaland gengu í Atlants-
hafsbandalagið 1999, Búlgaría, Eistland, Lettland,
Litháen, Rúmenía, Slóvakía og Slóvenía árið 2004 og
Albanía og Króatía árið 2009.
Þvingað samband þessara þjóða við hin föllnu Sov-
étríki var þegnum þeirra ofarlega í huga þegar ákveð-
ið var að ganga í varnarbandalag vestrænna þjóða.
Þar var helst að vænta verndar ef Rússland, burðarás
gömlu Sovétríkjanna, gerði sig líklegt til útþenslu á
ný. Sú vernd byggist á fimmtu grein Norður-Atlants-
hafssamningsins þar sem kveðið er á um að vopnuð
árás á eitt eða fleiri aðildarríki Atlantshafsbandalags-
ins sé árás á þau öll. Þau skuldbinda sig til að vernda
hvert annað.
Þrátt fyrir fjölgun aðildarríkja Atlantshafsbanda-
lagsins eftir fall Sovétríkjanna varð þýðan sem fylgdi
í samskiptum austurs og vesturs til þess að umræða
varð um hvaða framtíðarhlutverki Atlantshafsbanda-
lagið ætti að gegna. Gengið var út frá því að öryggi
Evrópuþjóða væri tryggt. Bandaríkjamenn lögðu
minni áherslu á álfuna og hurfu þaðan með herlið sitt
að hluta, fóru meðal annars með varnarlið sitt héðan
árið 2006 en auk varna Íslands var hlutverk þess
að fylgjast með Atlantshafsferðum flughers og flota
stórveldisins í austri.
Yfirgangur Rússa nú, undir forystu Pútíns forseta,
á úkraínsku landssvæði Krímskaga sýnir Evrópu-
búum hins vegar að öryggi í álfunni er alls ekki
tryggt – og hið sama átti við þegar Rússar árið 2008
innlimuðu í reynd svæði sem tilheyrðu Georgíu.
Pútín telur fall Sovétríkjanna hafa verið niðurlægj-
andi og teygir með þessum hætti krumlu sína í átt að
þeim ríkjum sem áður voru á áhrifasvæði hins fallna
stórveldis.
Þetta framferði Rússa vekur ekki aðeins óróa
meðal þeirra þjóða sem áður voru á því svæði heldur
um alla Evrópu. Leiðtogar og sérfræðingar segja að
hættan hafi ekki verið meiri síðan á dögum kalda
stríðsins. En um leið rifjast upp upphaflegt hlutverk
Atlantshafsbandalagsins, að tryggja varnir og öryggi
Evrópuþjóða. Aðalritari bandalagsins sagði strax á
stofnárinu að eitt meginhlutverk þess væri að halda
Rússum í burtu. Á það meginhlutverk horfa menn
nú, á vordögum ársins 2014, ekki að ástæðulausu.
Framferði Rússa í Úkraínu hefur minnt Evrópubúa
á að öryggi í álfunni er ekki eitthvað sem hægt er að
ganga að sem vísu.
Það er því ekki lengur rætt hvert hlutverk Atlants-
hafsbandalagsins eigi að vera – það liggur fyrir. Garrí
Kasparov, fyrrum heimsmeistari í skák, kom hingað
til lands í vikunni. Hann var harður andstæðingur
Pútíns og í raun landflótta frá föðurlandi sínu. Rétt er
að minna á orð hans í Kastljósi Ríkissjónvarpsins á
dögunum þar sem hann hélt því fram að Pútín myndi
ekki láta staðar numið á Krímskaga eða í Úkraínu.
Það er því að vonum að haft sé eftir forseta Lithá-
ens: „Guði sé lof fyrir að við erum í NATO.“
Varnarhlutverk Atlantshafsbandalagsins
Pútín skýrir
hlutverk NATO
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Laun heimsins...
Auðvitað er ég fórnar-
lamb í þessu.
Már Guðmundsson
seðlabankastjóri
bar sig ekki vel
í þættinum
Sprengisandi
en hann situr
uppi með að
Seðlabankinn
greiddi fyrir hann
kostnað við máls-
höfðun hans á hendur
bankanum.
Gæðablóð
Það er blóð framan í Gunnari, en það er
rússneskt blóð.
Eiríkur Stefán Ásgeirsson sem lýsti
MMA-bardaga Gunnars Nelson með
tilþrifum.
Alveg til fyrir-
myndar
Ef það væru fleiri
eins og Gunni væri
æska landsins í
frábærum málum.
Haraldur Dean
Nelson, faðir og
umboðsmaður
Gunnars Nelson,
brást við kvörtun um
að Gunnar væri ekki
ungu fólki góð fyrirmynd.
Strákarnir á Holtinu...
Já, já. Við höfum stundum fengið okkur
að borða þar í hádeginu.
Það er fínt að borða
þar, góður matur og
gott næði.
Bjarni Benediktsson
fjármálaráðherra
upplýsti Bubba
Morthens um það í
útvarpsþættinum Stál
og hnífur að hann ætti
það til að hitta Davíð
Oddsson til skrafs og
ráðagerða á Hótel Holti.
Hamhleypan
Þetta er ekki stórt
djobb. Þetta
er hálfgert
skylduverk.
Árni Johnsen,
fyrrverandi
alþingis-
maður,
hefur verið
skipaður í
stjórn Norður-
landahússins
í Færeyjum.
Létt verk og
löðurmannlegt fyrir
þann dugnaðarfork.
Sljóar þessar löggur
Þið getið ekki bara lokað veginum
svona án þess að láta fólk vita með
góðum fyrirvara. Ég hefði lagt af stað
fyrir hádegi ef ég hefði vitað að það
ætti að loka.
Vegfarandi sem kom að lokaðri
Hellisheiði bar sig illa við lögregluna
á Selfossi og vildi kenna löggunni
um að hann yrði of seinn í bíó.
Brennsi í kók?
Hins vegar get ég alveg
sagt þér það að Sigmundur
drekkur yfir höfuð ekki viskí,
þannig að mér fannst þetta
svolítið spes þegar ég sá
þetta.
Lögmaðurinn Sveinn Andri
Sveinsson heldur því fram að
Davíð Oddsson og Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson hafi fundað næturlangt
yfir viskíi í sumarbústað forsætisráðherra.
Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður
Sigmundar Davíðs, telur það veikja
kenningu lögmannsins að ráðherrann
drekki ekki viskí.
Framsóknarmad-
daman og hnall-
þórurnar
Mér finnst það
grátlegt að
hæstvirtur for-
sætisráðherra
skuli forðast
þingsalinn en
sitja þar þess í
stað úti í matsal
og háma þar í sig
kökur með rjóma.
Össur Skarphéðinsson,
þingmaður og fyrrverandi
utanríkisráðherra, skilur lítið í
forgangsröð forsætisráðherra þegar
kemur að þingstörfum.
Vikan sem Var
Framferði Rússa í Úkraínu hefur minnt
Evrópubúa á að öryggi í álfunni er ekki eitt-
hvað sem hægt er að ganga að sem vísu.
Cordon bleu með skinku og osti er
dýrindis uppistaða fljótlegrar máltíðar.
Foreldað með heilnæmari hætti
sem skilar ferskara og betra bragði.
ný &
CORDON BLEU
með skinku og osti
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
6
17
0
7
18 viðhorf Helgin 14.-16. mars 2014