Fréttatíminn - 14.03.2014, Qupperneq 20
Menn með kynferðislegar langanir til barna geta leitað sér meðferðar
Maðurinn í næsta húsi
A uðvitað viljum við ekki búa í sama bæjarfélagi og barnaníðingur. Við
viljum ekki búa nálægt honum
því við viljum ekki að hann sé
nokkurs staðar nálægt barninu
okkar. Menn sem beita börn
kynferðisofbeldi eru lægst settu
brotamenn samfélagsins.
Ímyndin af barnaníðing-
um, nauðgurum og öðrum
kynferðisbrotamönnum
er sú að þetta séu hrylli-
legir menn sem stökkva á
fórnarlamb sitt þegar síst
skyldi. Ímyndin er yfirleitt
mjög fjarri raunveruleik-
anum.
Fjölmörg dæmi hafa
komið upp bæði hér á
landi og erlendis þar sem
í ljós kemur að barnaníð-
ingurinn er vel liðinn,
kurteis og almennilegur karl-
maður sem virðist hafa sér-
stakan áhuga á að hjálpa börnum
og gleðja þau. Þessir menn njóta
jafnvel virðingar í þjóðfélaginu
einmitt fyrir það sem birtist
öðrum sem óeigingjarnt starf í
þágu barna.
Það kallast á ensku „groom-
ing“ en má þýða sem tælingu
þegar níðingar koma sér í kynni
við börn og reyna að byggja upp
trúnað, traust og vináttu barns-
ins, til dæmis með því að hrósa
barninu eða sýna því umhyggju.
Barnaníðingar reyna einnig
gjarnan að koma sér í mjúkinn
hjá fjölskyldu barnsins, vinna
sér inn traust hennar, og skapa
þannig aðstæður til að hann
geti verið einn með barninu.
Oft reyna þeir frekar að komast
í kynni við börn sem búa við
slakar félagslegar aðstæður,
börn sem eru móttækilegri fyrir
vinahóti ókunnugs fullorðins
karlmanns.
Þórarinn Viðar Hjaltason sál-
fræðingur hefur um áratugs
reynslu af starfi með karlmönn-
um sem hafa kynferðislegar
langanir til barna og í viðtali við
Fréttatímann í desember sagði
hann frá því að sumir þeirra sem
haldnir eru barnagirnd og vinna
markvisst með að vinna sér
trúnað fjölskyldu barnsins, auk
barnsins sjálfs, njóti mjög þess
tímabils – líkt og þeir séu veiði-
menn að nálgast bráð sína.
Það er því sannarlega ekki
í myrkum húsasundum sem
barnaníðinga er að finna heldur
sækjast þeir í að vera nálægt
börnum; við kennslu, í kirkju, við
hjálparstarf og uppfræðslu ung-
menna sem hafa leiðst af beinu
brautinni, jafnvel við matar-
borðið á heimili barnsins því þeir
hafa myndað góð tengsl við for-
eldrana.
Því fer þó fjarri að flestir sem
sækjast í að vinna með börnum
hafi illt eitt í huga, og mikilvægt
er að minnast þess í allri þessari
umræðu. Meirihluti fólks er gott
fólk og það er hreinlega óheil-
brigt gera ráð fyrir að níðingar
séu á hverju horni. Líf í ótta er
ekkert líf. Það sem skiptir máli
er að gera sér grein fyrir að
menn sem níðast á börnum koma
í ýmsum myndum.
Að því sögðu er við hæfi að
vitna aftur í Þórarin Viðar, sem
ásamt þeim Önnu Kristínu New-
ton sálfræðingi og Ólafi Erni
Bragasyni sálfræðingi, er með
stofu þar sem þau meðal annars
sinna mönnum með kynferðis-
legar langanir til barna.
Hann segir að í starfinu sam-
þykki hann aldrei verknað
níðinganna þó hann samþykki
þá sem manneskjur, enda sé það
grundvöllur þess að þeir sjái
ástæðu til betrunar. „Mikið af
þessum mönnum óttast sjálfa sig
hins vegar mest af öllu og vilja
koma í veg fyrir að þeir brjóti af
sér,“ segir Þórarinn. Menn sem
hafa kynferðislegar langanir til
barna en hafa aldrei brotið af sér
geta einnig leitað sér meðferðar
og það er vitanlega óskastaðan
fyrir alla að þeir nái að hafa
hemil á hvötum sínum og engin
börn verði fyrir skaða.
Meirihluti fólks er gott fólk og það er hreinlega óheil-
brigt gera ráð fyrir að níðingar séu á hverju horni.
Horft til framtíðar í uppbyggingu
raforkuflutningskerfisins
Landsnet býður til fundar um stöðu og
framtíðaruppbyggingu flutningskerfis raforku á Íslandi.
Einnig verður staða jarðstrengjamála rædd og kynnt
fyrirkomulag þeirra mála í Danmörku og Noregi.
Fundarstaður: Hilton Reykjavík Nordica, 1. hæð,
20. mars 2014 kl. 9:00-11:30.
Morgunhressing frá 8:30 og á fundi.
Skráning á www.landsnet.is eða í síma 563 9430.
Allir velkomnir!
Áskoranir næstu ára
Geir A. Gunnlaugsson, stjórnarformaður Landsnets.
Grundvöllur bættra lífskjara er aukin verðmætasköpun.
Dreifing raforku um landið í ljósi umræðu um verndun
náttúrunnar.
Hvaða breytingar þurfa að verða á rekstrarumhverfi
Landsnets til að auka hagkvæmni flutningskerfisins.
Þyngri rekstur, ný kynslóð mannvirkja
Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets.
Óviðunandi rekstur raforkukerfisins – aðgengi að
öruggri raforku háð búsetu.
Nútímalegri hönnun háspennumastra og tengivirkja.
Flutningskerfið þarf að styrkja í sátt við
samfélagið
Guðmundur I. Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets.
Forgangsröð framkvæmda – Sprengisandslína?
Jarðstrengir – mismunandi útfærslur sem koma
til greina á Íslandi.
Opinn kynningarfundur Landsnets
Dagskrá:
Stefna Noregs í jarðstrengjamálum
Tanja Midtsian, frá NVE (Orkustofnun Noregs).
Loftlínur á hærri spennustigum.
Skipulagsvald raforkumála á einni hendi.
Stefna Danmerkur í jarðstrengjamálum
Jens Møller Birkebæk, frá Energinet.dk.
Þéttbýlt land sem gengur hvað lengst í
heiminum í lagningu jarðstrengja.
400 kV í loftinu í dag – gætu farið í jörð í
framtíðinni.
Ávarp
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra.
Fyrirspurnir og umræður
Fundarstjóri:
Þorgeir J. Andrésson, skrifstofustjóri Landsnets.
Bein útsending á www.landsnet.is
AT
H
YG
LI
Erla
Hlynsdóttir
erla@
frettatiminn.is
sjónArhóll
37
2,2
milljónir króna kosta endurbætur á rafkerfi í æfingahús-
næði hljómsveitarinnar Of Monsters and Men í Garðabæ.
Sveitin hefur óskað eftir því að Garðabær taki á sig þennan
kostnað.
Vikan í tölum
8
mánaða fangelsi var niðurstaða
Hæstaréttar í máli Lýðs Guðmunds-
sonar vegna brota hans á lögum um
hlutafélög. Þar af eru fimm mánuðir
skilorðsbundnir. Bjarnfreður Ólafsson fékk sex mánaða
fangelsisdóm, þar af þrjá mánuði skilorðsbundna.
100
milljónir króna greiddi Þor-
steinn B. Friðriksson, forstjóri
Plain Vanilla, fyrr tvær íbúðir við
Ægisíðu 96. Þorsteinn verður
nágranni Bjarkar Guðmunds-
dóttir sem býr á númer 94.
21.000
sjónvarpstæki voru flutt inn til
landsins á síðasta ári.
færri störf verða
í utanríkisráðu-
neytinu í árslok en
voru á fyrri hluta
síðasta árs.
20 viðhorf Helgin 14.-16. mars 2014