Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.03.2014, Síða 22

Fréttatíminn - 14.03.2014, Síða 22
K affi hefur í gegnum tíðina verið sá drykkur sem fólk hefur helst fengið koffín úr, ásamt svörtu gos- drykkjunum sem hafa notið mikillar hylli alla síðustu öld, og gera enn. Kaffi, eitt og sér, hefur kannski ekki drepið neinn en ofneysla koffíns er orðin að heilbrigðisvanda- máli og í því sambandi vega svokallaðir orkudrykkir þyngst. Koffínmagnið í þessum drykkjum er oftar en ekki svimandi og það sem veldur mestum áhyggjum er hversu neysla þeirra er algeng hjá ungu fólki. „Það hressir Bragakaffið,“ sagði í auglýsingunni í gamla daga og vissu- lega má til sanns vegar færa að koff- ínríkur kaffibolli getur virkað hress- andi og skerpt athyglina. Enda er efnið örvandi og virkar á miðtaugakerfið, rétt eins og áfengi og ólögleg fíkniefni. Styrkur og áhrif koffíns eru þó van- metin enda þarf víst að drekka 50 kaffi- bolla í einum rykk, eða 200 tebolla, til þess að verða fyrir koffíneitrun sem gæti reynst banvæn. Sé koffíns hins vegar neytt í sinni tærustu mynd er voðinn vís eins og dæmin sanna. Kaffi er einhver allra vinsælasti drykkur heims og í kaffinu liggur söguleg og menningarleg hefð fyrir koffínneyslu sem erfitt er að hrófla við. Murray Carpenter hjá The Gu- ardian sökkti sér ofan í koffínsúpuna og miðaði við eigin reynslu sem kaffisvelgur til áratuga. Sjálfsagt gerir enginn sér fyllilega grein fyrir hversu mikið koffín hann notar á hverjum degi, enda mælum við það oftast í fjölda kaffibolla sem við drekkum á dag, en þar er ekki einu sinni hálf sagan sögð. Þannig getur 40 ml kaffibolli innihaldið innan við 60mg af koffíni en 450ml bolli gæti innihaldið tíu sinnum meira magn. Í báðum tilfellunum væri samt talað um „einn kaffibolla“. Carpenter bjó til mælieininguna Scad (Standard Caffeine Dose) til þess að einfalda hlutina í grein sinni í The Guardian. Hver eining er þá 75mg sem er um það bil það koffínmagn sem fæst út úr einum espressó-bolla, 150ml af kaffi, 250ml dós af orkudrykknum Red Bull og tveimur 350ml dósum af Kóki eða Pepsí. Sjálfur segist hann að jafnaði innbyrða fjóra til fimm slíka skammta á dag. Þá daga sem hann notar ekki nema tvo skammta finnur hann fyrir sljóleika og sleni en á sjö skammta degi er hann allur á iði. Rótsterkt kaffi hefur lítið í hina svokölluðu orkudrykki að gera og mat- vælayfirvöld í Bretlandi og Bandaríkj- unum hafa meiri áhyggjur af þessari nýju kynslóð koffíndrykkja en þeim sí- gildu. Carpenter segir í grein sinni frá hinum 23 ára gamla Michael Bedford. Í apríl 2010 var hann í gleðskap og skellti í sig tveimur skeiðum af koffín dufti, sem hann hafði keypt á netinu, og skolaði efninu niður með orkudrykk. Hann varð þvoglumæltur, kastaði upp og datt svo niður dauður. Samkvæmt krufningu drógu eituráhrif koffínsins hann til dauða en talið er að hann hafi innbyrt um 5 grömm af koffíni. Roland Griffiths hefur stundað lyfja- rannsóknir og hefur ekki síst beint sjónum sínum að koffíni enda mjög áhugasamur um áhrif lyfja á skap- gerð. „Í mínum huga er koffín mest heillandi blandan vegna þess að það hefur svo augljós sálræn áhrif en er samt viðurkennt menningarlega nánast út um allan heim. Koffín er því ekki talið misnotkunarlyf þótt það beri öll einkenni slíkra fíkniefna. „Það hefur áhrif á skapgerð, fólk verður líkamlega háð því og finn- ur fyrir fráhvörfum þegar það dregur úr neyslu. Þannig að einhver hluti mannfjöldans verður háður því.“ Griffiths og samstarfs- fólk gerði tilraunir á sjálfu sér og dró mark- visst úr neyslu koffíns. Fjórir af þeim sjö sem tóku þátt í tilrauninni fundu fyrir ýmsum fráhvarfseinkennum; höfuðverk, sljóleika og einbeitingarskorti. Þetta fólk var ekki að fikta við óeðlilega stóra skammta, heldur aðeins 2,5 Scad- einingar sem teljast innan venjulegra neyslumarka. Þannig að meira þarf nú ekki til þess að verða alvarlega háður efninu. Coca-Cola á koffíninu að þakka vinsældir sín- ar. Það var markaðssett sem hressandi drykkur árið 1909 og þá innihélt það 80mg af koffíni í hverjum 250ml. Matvæla- og lyfjaeftirlitið í Bandaríkj- unum (FDA) hefur lítið skipt sér af koffínmagni gosdrykkja en hinir nýju orkudrykkir hafa hins vegar ýtt við yfirvöldum. Á síðustu árum hafa þar í landi komið upp nokkur tilfelli, þar á meðan dauðsföll, sem talið er að rekja megi til neyslu orkudrykkja, án þess þó að hægt sé að sýna fram á það með óyggjandi hætti. Undir lok ársins 2012 tók eftirlitið saman lista yfir umkvart- anir vegna orkudrykkja sem náði tæp átta ár aftur í tímann. Á listanum voru 93 eitrunartilfelli og þar af þrettán dauðsföll. Þótt orsakasamhengið sé ekki óumdeilt lagðist FDA í rannsóknir á drykkjunum og hefur ráðlagt fólki að hafa samráð við lækni áður en það neytir orkudrykkja. Slíkar ráðlegg- ingar hafa aldrei verið gefnar út þegar Orkukynslóðin í koffínrússi Eftir því sem fólk hefur orðið með- vitaðara um áhrif þess sem það neytir í mat og drykk á líkamann er í auknum mæli rætt um koffín og sykur sem fíkniefni. Þessi efni falla þó ekki undir lyfjalög- gjöf en óumdeilt er að neysla þeirra í miklu magni hefur slæm áhrif á andlega- og líkamlega heilsu. Allir sem hafa neytt efnanna í miklu magni hljóta að kannast við að þau kalla á fíkn, meira af því sama, og fráhvarfseinkennin eru greinileg. Með til- komu orkudrykkjanna er ofneysla koffíns orðin algengari og almennari en hún var á meðan fólk fékk skammtinn sinn úr kaffi, te eða svörtum gosdrykkjum. Of stór skammtur? Koffín er löglegt fíkniefni sem nýtur mikils hefðarréttar. Áhrif þess á sál og líkama eru þó óumdeild og fólki getur reynst erfitt að átta sig á hversu mikið magn það innbyrðir af efninu daglega. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty Áhrif koffíns á líkamann Koffín hefur margvísleg áhrif en sé þess neytt innan hóflegra marka verkar það fyrst og fremst örvandi á líkamann í gegnum miðtaugakerfið. Örvandi áhrif koffíns á líkamann valda útvíkkun æða, hjartsláttur verður örari og blóðflæði eykst til allra líffæra. Þar að auki hefur koffín áhrif á öndun, örvar meltingu og eykur þvagmyndun. Koffínríkir drykkir eins og kaffi og orkudrykkir eru vinsælir þar sem koffín getur dregið úr einkennum þreytu og virðist geta aukið einbeitingu. Hafa ber í huga að neysla á koffíni í stórum skömmtum getur haft ýmis óæskileg áhrif á líkamann og andlegt ástand, ekki síst hjá börnum og unglingum. - Matvælastofnun, mast.is Kókið hefur í rúma öld gert fólki auðvelt að svelgja í sig koffíni með dágóðu magni af sykri í bland. Hefðbundnu gosdrykk- irnir standa þó hinum nýju orkudrykkjum langt að baki þegar koffínmagn er annars vegar. WOWtravel.is Katrínartún 12, 105 Reykjavík - Sími 590 3000 wowtravel@wowtravel.is A L I C A N T E 7 nætur - 3.5.2014 og 21.8.2014 95.900 kr. á mann í tvíbýli INNIFALIÐ: Flug með sköttum og gjöldum, gisting í 7 nætur með 1/2 fæði og 10 kg í handfarangur. Hotel Maya Alicante*** Mjög gott 3ja stjörnu hótel þar sem ölmargir Íslendingar hafa dvalið og borið lof á. Hótelið er staðsett við hæðina þar sem kastali heilagrar Barböru stendur og hefur hótelið allt sem hugurinn girnist m.a. flottan sundlaugargarð og tennisvöll. Hótelið er einnig í göngufæri við ströndina og örstutt er í bæinn Alicante sem er afskaplega sjarmerandi bær með glæsilegum verslunum. COSTA BRAVA Lloret de Mar - 7 nætur 30.5.2014 og 26.6.2014 82.900 kr. á mann í tvíbýli INNIFALIÐ: Flug með sköttum og gjöldum, gisting í 7 nætur með 1/2 fæði og 10 kg í handfarangur. Aqua Hotel Bertran Park - Lloret de Mar*** Gott 3ja stjörnu hótel staðsett á rólegum stað í Lloret de Mar í um 350 metra arlægð frá ströndinni. Á öllum herbergjum er loftkæling, gervihnattasjónvarp, sími og svalir. Á hótelinu er veitingastaður sem býður upp á hlaðborð á morgnanna, í hádeginu og á kvöldin. Þar er einnig bar og sundlaug. TILBOÐSFERÐIR Takmarkað sætaframboð Takmarkað sætaframboð 22 fréttaskýring Helgin 14.-16. mars 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.