Fréttatíminn - 14.03.2014, Page 24
Í
Antikbúðinni í Hafnarfirði er Jónas
Ragnar Halldórsson með herskyrtu
merkta Ray Björnssyni til sýnis. Skyrt-
una fann hann í dánarbúi fyrir 20 árum
og segir Íslendinginn Reyni Björnsson
hafa átt skyrtuna þegar hann gegndi her-
þjónustu í Kóreustríðinu. Jónas taldi
víst að Reynir væri eini Íslend-
ingurinn sem barðist í stríðinu
en það gerði einnig Þorvaldur
Friðriksson. Hann er líklega sá
hermaður, íslenskur, sem lent
hefur í mestum átökum. Hann
var einn nokkur hundruð manna
sem komust lífs af úr sex þúsund
manna herflokki sínum. Hann
særðist alvarlega og var talinn
af á tímabili. Hann hlaut margvíslegan heiður
fyrir störf sín í bandaríska hernum, þar á meðan
heiðursmerkin Silver Star, Bronze Star V og
Purple Heart í tvígang. Hann lést 2011 og hvílir í
heiðursgrafreit hermanna í Arlington grafreitnum
í Washington.
Þorvaldur gekk undir nafninu Thor Friðriksson
í hernum en hér heima kölluð gamlir kunningjar
hann Kóreu-Lilla, af augljósum ástæðum. Hann
hélt til náms í Bandaríkjunum 1945 en þá voru
tveir bræður hans þegar farnir utan. Með því að
gegna 18 mánaða herþjónustu bauðst honum frítt
nám og hann kaus þessa ákjósanlegu námsleið.
Hann sá vitaskuld ekki fyrir sér að hann ætti eftir
að lenda í átökum og dvöl hans í hernum varð öllu
lengri en hann reiknaði með, tæp 30 ár.
Þorvaldur sagði sögu sína í bókinni Íslenskir
hermenn, sem Sæmundur Guðvinsson skráði, og
þar getur Sæmundur þess að Þorvaldi hafi verið
óljúft að rifja upp hörmungarnar sem hann upplifði
í Kóreu. „Ekki verður hjá því komist að greina frá
Frá Borgarnesi í
stríðsátök í Kóreu
Í febrúar tók Fréttatíminn hús á Jónasi Ragnari Halldórssyni, fornmunasala í Antikbúðinni í
Hafnarfirði. Jónas dró fram ýmsa forvitnilega hluti sem hann hefur grafið upp úr dánarbúum. Þar
á meðal var herskyrta merkt „Ray Björnsson“ sem Jónasi taldist til að væri eini Íslendingurinn
sem barðist í Kóreustríðinu. Fáum sögum fer af eiganda skyrtunnar en hann var þó ekki eini
Íslendingurinn sem barðist í Kóreu vegna þess að Borgnesingurinn Þorvaldur Friðriksson var
með herflokki sínum í Kóreu í ellefu mánuði þar sem hann lenti í harkalegum bardögum, særðist
alvarlega og horfði á fjölda félaga sinna falla í valinn.
Herskyrtan úr
Kóreustríðinu. Skyrtan
góða sem Jónas Halldórsson forn-
munasali fann í dánarbúi fyrir 20 árum. „Önnur fór upp á
Árbæjarsafn og hin er hér í búðinni en ég tími ekki að selja
hana og er með hana hér bara til þess að skemmta fólki.“
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
VIKAN 05.03.14 - 11.03.14
1 2
Sannleikurinn um mál
Harrys Quebert
Joel Dicker
Hljóðin í nóttinni
Björg Guðrún Gísladóttir
5 6
7 8
109
43
Iceland Small World - lítil
Sigurgeir Sigurjónsson
Að gæta bróður míns
Antti Tuomainen
5:2 Mataræðið - með Lukku í Happ
Unnur Guðrún Pálsdóttir
5:2 Mataræðið
Michael Mosley / Mimi Spencer
Skrifað í stjörnurnar
John Green
Marco áhrifin
Jussi Adler Olsen
Konungsmorðið
Hanne-Vibeke Holst
HHhH
Laurent Binet
24 úttekt Helgin 14.-16. mars 2014