Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.03.2014, Qupperneq 25

Fréttatíminn - 14.03.2014, Qupperneq 25
Mörg lík- anna voru sundurtætt eftir vél- byssukúlur. Borgnesingurinn Þorvaldur Friðriksson hélt til Bandaríkjanna í nám 1944. Hann ætlaði sér að gegna herþjónustu í 18 mánuði en þegar upp var staðið þjónaði hann í hernum í tæp 30 ár. þessum hryllingi sem mætti okkur. Í fangelsisgarðinum lágu hundruð líka sem enn voru volg. Mörg líkanna voru sundurtætt eftir vélbyssukúlur. Þegar við gengum um svæðið sáum við fimm eða sex skurði sem höfðu verið fylltir upp. Innan nokk- urra mínútna var garðurinn orð- inn fullur af fólki sem var komið að leita ættingja og vina.“ Skurðirnir voru fullir af líkum sem „hafði verið þjappað saman eins og síld í tunnu.“ Og eftir því sem neðar kom í skurðina sá Þorvaldur lík barna á aldrinum sex til sjö ára. Skömmu síðar hafði herflokkur hans hendur í hári tveggja Norður-Kóreu- manna sem talið var víst að bæru ábyrgð á þessum fjölda- morðum. Þorvaldur sagði að þá hefði hann verið nálægt því að brjóta Genfarsamninginn um meðferð stríðsfanga. „Og að hafa þessa tvo grimmdarseggi undir höndum var nánast til að ofbjóða mannlegri háttprýði.“ Óskar Jóhannsson, kenndur við Sunnubúðina, var mágur Þor- valdar og kynntist honum fyrst þegar Þorvaldur fékk sig fluttan á Keflavíkurflugvöll 1952. Unnusta Þorvaldar, Joan, var með honum í för og var hann fyrsti hermaður- inn sem fékk að hafa konu sína með sér á Íslandi. Í þá daga máttu hermenn aðeins vera einn dag í viku á götum Reykjavíkur og urðu þá að klæðast einkennisbúningi. Óskar rifjar að eitthvert kvöldið fóru hann og Elsa, eiginkona hans, í bíó með Þorvaldi og Joan. Á leiðinni út úr bíósalnum voru þrír unglingsstrákar með einhver læti og einn þeirra vatt sér að Joan og sagði að hún hefði aldeilis krækt sér í „skrautlegan offísera“. Joan skildi vitaskuld ekkert hvað drengurinn var að segja en Óskar segir strákana hafa orðið heldur kindarlega þegar hermaðurinn sneri sér að þeim, brosti og sagði á lýtalausri íslensku: „Hún skilur ekki íslensku, strákar mínir.“ Þorvaldur slasaðist í hörðum bardaga í Kóreu en þá var sótt svo hart að honum og félögum hans að skipun yfirmanns þeirra var einföld: „Every man for himself.“ Þarna varð bara hver að hugsa um sig. Þorvaldur lýsti átökunum fyr- ir Sæmundi í Íslenskir hermenn. „Ég hélt á byssu en handsprengja hæfði hana svo hún fór í tætlur og ég fékk sprengjubrot í höndina. Ég varð því að brjótast vopnlaus og handlama gegnum skarðið.“ Þorvaldi tókst við illan leik að komast undan skothríð kínverskra hermanna þar til liðsauki barst og bjargaði þeim fáu sem eftir voru úr liði hans. „Eftir þennan dag var mér sagt að mitt lið hefði í raun verið strikað út úr bókunum. Það var ekki til lengur. Svo til allir úr 2. fótgönguliðssveitinni voru fallnir.“ Þegar Þorvaldur hætti í hernum 1974 keypti hann hlut í verslunar- miðstöð í El Paso og setti þar upp bakarí í samstarfi við Tiffany´s Bakery-keðjuna. Þau hjónin ráku bakaríið við miklar vinsældir í ein þrettán ár áður en Þorvaldur sett- ist í helgan stein. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Úr Kóreustríðinu. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty Kolvetnaskert, próteinríkt og fitulaust 4x30 H VÍ TA H Ú SI Ð / S ÍA Hentar fyrir LKL mataræði úttekt 25 Helgin 14.-16. mars 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.