Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.03.2014, Qupperneq 30

Fréttatíminn - 14.03.2014, Qupperneq 30
ungbarna sem ekki höfðu móður- mjólkina og þoldu hvorki kúamjólk né þurrmjólk. Þau döfnuðu öll mjög vel. Það er ekkert að þeim í dag. Geitamjólkin var það eina sem þau þoldu,“ segir Jóhanna sem skilur ekki af hverju hún má ekki fram- leiða osta úr mjólkinni sjálf. Hún hefur ítrekað reynt að fá að rann- saka efnainnihald mjólkurinnar og hollustu geitafjárafurða og hafði fyrst samband við Matís, sem á að sjá um nýsköpun í matvælafram- leiðslu, fyrir 14 árum, en aldrei fengið styrk. Gerilsneytt eða ekki, það er spurningin „Ég gæti verið að gera svo miklu meira af ostum en ég má það ekki. Mjólkursamsalan vill ekki taka við mjólkinni og ég má ekki selja ógerilsneydda mjólk. Það væri bara glapræði að gerilsneyða þessa hollu og góður afurð og gera svo úr henni gerilsneydda osta. Það bara á ekki að gera það. Svo er geitamjólkin með þrefalt meira af bakteríuhemj- andi efnum en kúamjólkin svo þú þarft eiginlega að pota drullunni ofan í hana til að skemma hana,“ segir Jóhanna sem er greinilega nóg boðið. „Þetta er líka eina landið sem ég veit um í heiminum þar sem þú mátt ekki fara til geitabónda og kaupa afurðir beint af honum. Mér finnst bara fáránlegt að hér skuli vera svona ofboðslegt bann við öllu. Í Evrópu, þar sem er miklu heitara loftslag en hér og oft miklu lélegra húsnæði heldur en kröfur segja til um hér, er verið að gera osta úr ógerilsneyddri mjólk. Þetta fólk er að búa til viðurkennda verðlauna- osta en hér má ekkert! Svo skil ég alls ekki af hverju það má flytja inn eitt kíló af ógerilsneyddum osti til eigin neyslu en ekki koma til mín og kaupa ógerilsneyddan ost til eigin neyslu.“ Afurðavinnsla tryggir framtíð stofnsins Það virðist vera helsta hagsmuna- mál íslensku geitarinnar að fá mjólkina í framleiðslu. Þá er komin forsenda fyrir ræktun, önnur er skyldug vernd vegna útrýmingar- hættu, sem gefur auk þess af sér afkomu til bændanna sjálfra. Land- búnaðarháskólinn hefur stundað erfðarannskóknir á íslensku geit- inni en ekki neinar rannsóknir á af- urðum hennar. Jón Hallsteinn Halls- son, dósent við auðlindadeild við Landbúnaðarháskólann á Hvann- eyri og formaður erfðanefndar land- búnaðarins, er sammála Ólafi Dýr- mundssyni í því að besta leiðin til að viðhalda stofninum og fjölga honum sé að koma afurðum geitarinnar í framleiðslu. „Stofninn er á uppleið en það er ekki mikill erfðafjölbreyti- leiki í honum. Það sem þarf að gera er að koma af stað einhverri virkri nýtingu því þannig tryggir maður að stofninn sé lífvænlegur til fram- tíðar. Það þarf að styrkja bændur til framleiðslu og tryggja það að þessi stofn standi jafnfætis öðrum stofnum þegar kemur að afurða- greiðslum.“ Jón Hallsteinn bendir á að það vanti kjölfestuframleiðendur til að auka magnið í framleiðslunni, en stærri hjarðir myndu ná fram- leiðslunni á skrið. Eins og er eru um 850 geitur dreifðar á 88 eigendur. Jóhanna á Háafelli er með lang- stærstu hjörðina en ef hennar bú hættir í vor er enginn stór geita- bóndi eftir á landinu. Geitur Jóhönnu eru minnst skyldleikaræktaðar á landinu Vorið 2013 lagði Sigurður Ingi Jó- hannsson, þá alþingismaður, fram þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að atvinnu-og nýsköpunar- ráðuneytið beitti sér fyrir eflingu stofnsins. Þar var óskað eftir því, í ljósi veikrar stöðu búgreinarinnar, að geitfjárbændur stæðu jafnfætis öðrum bændum í landinu gagn- vart styrkjakerfi landbúnaðarins og þjónustu fagaðila. Haustið 2013 sendi Geitarækt- unarfélag Íslands Sigurði Inga, sem þá var orðinn landbúnaðarráðherra, bréf, þar sem félagið lýsti áhyggjum sínum yfir því að bú Jóhönnu á Háa- felli legðist af. Engin svör bárust. Gunnar Helgason, sem situr í stjórn Geitaræktunarfélags Íslands, telur það mjög alvarlegt ef bú Jóhönnu leggst af þar sem hún er með stærstu hjörðina og þar að auki eru hennar geitur minnst skyldleika- ræktaðar. „Ef geiturnar geta flutt eitthvert annað þarf auðvitað ein- hver að geta tekið við þeim. Þar að auki eru sauðfjárvarnargirðingar sem varna því að gripir séu fluttir hvert á land sem er. Það er engum blöðum um það að fletta að ræktun- arbúið á Háafelli er gríðarlega mik- ilvægt fyrir íslensku geitina. Þegar ég kem að félaginu 2007 þá telur stofninn 450 dýr og 40% kemur frá Háafelli. Þetta er eina ræktunarbú landsins og ef það legst af þá fer ræktunin 10 ár aftur í tímann. Þar að auki er skyldleikaræktunin hvað minnst hjá geitunum hennar,“ segir Gunnar. Stendur og fellur með geitunum sínum Ekki náðist í landbúnaðarráðherra við vinnslu greinarinnar en Bene- „Það sem þarf að gera er að koma af stað virkri nýtingu því þannig tryggir maður að stofninn sé lífvænlegur til framtíðar. Það þarf að styrkja bændur til framleiðslu og tryggja það að þessi stofn standi jafnfætis öðrum stofnum þegar kemur að afurðagreiðslum.“ Jón Hallsteinn Hallsson, dósent í erfða- fræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Geitfjársetrið Háafelli Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir opnaði dyr sínar almenningi vorið 2012. Þar er opið frá vori til hausts en gera þarf boð á undan sér utan almenns opnunartíma. Þar er hægt að nálgast vörur sem hún gerir úr afurðunum og fá að klappa geitunum. Einnig er hægt að ættleiða geit fyrir 8000 krónur á ári, en allar upplýsingar eru á Facebook síðu setursins. ÞerneyjarGeitin Þerneyjargeitin er kollótt, það er án horna, og ber sérstakan lit sem kallaður er gul-eða brún golsóttur. Árið 1960 var aðeins ein geit með þetta erfðaefni eftir í íslenska geita- stofninum. Stefán Aðal- steinsson á Keldum tók þá ákvörðun um að rækta stofn út frá henni. Sá stofn er kenndur við Þerney því þar voru þær upphaflega geymdar. Stofninn var síðar gefinn húsdýragarð- inum en það gekk illa að halda geitunum þar garnaveikifríum. Þá fluttust síðustu Þern- eyjargeiturnar í Sólheima í Grímsnesi en héldust ekki vel þar heldur, ekki var hægt að girða svæðið og þær losnuðu ekki við garnaveikina. Árið 1999 var búið að panta fyrir síðustu fjórar geiturnar í slátrun þegar Sigurður Sigurðsson dýralæknir hafði samband við Jóhönnu í Háafelli og bað hana um að taka við þeim. Það gerði hún og í dag eru Þerneyjargeiturnar orðnar rúmlega hundrað. Kollótta genið er ríkjandi en mikil- vægt er að blanda koll- óttum og hyrndum geitum saman til að fá heilbrigðan og frjósaman stofn. Þannig eru hreinkollóttir hafrar nánast alltaf ófrjóir. Koll- ótta genið ber einnig með sér genið fyrir gulbrúnum lit. Þannig er hægt að gera ráð fyrir að gular/brúnar geitur beri kollótta genið og öfugt. Fáðu þetta heyrnartæki lánað í 7 daga - án skuldbindinga Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu og fáðu Alta til prufu í vikutíma Sími 568 6880 Prófaðu ALTA frá Oticon Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880 | www.heyrnartækni.is | Góð heyrn er okkur öllum mikilvæg. ALTA eru ný hágæða heyrnartæki frá Oticon sem gera þér kleift að heyra skýrt og áreynslulaust í öllum aðstæðum. ALTA heyrnartækin eru alveg sjálfvirk og hægt er að fá þau í mörgum útfærslum. 30 fréttaskýring Helgin 14.-16. mars 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.