Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.03.2014, Síða 36

Fréttatíminn - 14.03.2014, Síða 36
Rýmingarsala verslunin hættir. Ljósakrónur 50% afsláttur. Aðrir munir 30% afsláttur. Antikmunir • K lapparstíg 40 • Sími 552 7977 • Opnunartími: Virk ir dagar k l. 11-18, laugardaga k l.11-16 Antikmunir á útsölu B jörg Guðrún Gísladóttir segir frá því í nýútkom-inni minningabók sinni, Hljóðin í nóttinni, að Skeggi Ásbjarnarson hafi beitt nem- endur sína, unga drengi í Laugarnesskóla, kynferðis- ofbeldi – ýmist í skólanum eða á heimili sínu. Skeggi kenndi bæði afburðanem- endum og svokölluðum tossabekkjum við Laugar- nesskóla, og að hann hafi hótað að senda nemendur með lélegt félagslegt bak- land á vistheimilið Breiðavík ef þeir væru með uppsteyt. „Björg Guðrún kom að máli við mig fyrir nokkru síðan og sagði mér frá þessum tilvikum með Skeggja,“ segir Guðrún Ög- mundsdóttir, tengiliður vistheimila ríkisins. „Ég ákvað því í framhaldinu, ef ég vissi að þeir sem ég tók viðtöl við voru úr Laugarnesinu eða ólust þar upp, að spyrja sérstaklega um Hleypum birtu í skúmaskotin Guðrún Ögmundsdóttir hefur í starfi sínu sem tengiliður vist- heimila rætt við karlmenn sem segja Skeggja Ásbjarnarson hafa áreitt þá kynferðislega sem unga drengi. Guðrún Ögmundsdóttir, tengi- liður vistheimila ríkisins, segir það síður en svo draga úr trúverðugleika fórnarlamba Skeggja að þau treysti sér ekki til að koma fram opinberlega enda þurfi til þess mjög sterk bein. Mynd/Hari Þú þarft að vera mjög sterkur til að stíga opin- berlega fram með svona reynslu. slík mál og þá komu allmargir fram sem höfðu lent í Skeggja,“ segir hún. Sem tengiliður vistheimila lagði Guð- rún áherslu á að tryggja að fólk fengi stuðning, kæmist í sálfræðiviðtöl eða leitaði til Drekaslóðar eða Stígamóta. „Það var mitt að benda á úrræði,“ seg- ir hún. Blaðamaður hefur rætt við fjóra karlmenn sem segja Skeggja hafa beitt þá kynferðisofbeldi sem unga drengi í Laugarnesskóla en enginn þeirra treysti sér til að koma fram undir nafni, meðal annars til að hlífa börnum sínum og barnabörnum við áreitinu. Einn þeirra var síðar sendur á Breiðavík en hann segist ekkert vita hvort Skeggi hafi átt einhvern þátt í því. Í umræðunni undanfarna daga hafa ýmsir komið fram með efasemdir um misnotkun af hálfu Skeggja því enginn hafi stigið fram opinberlega, hvorki áður né nú, og sagt hann hafa misnotað sig. Guðrún segir það þó sannarlega ekki draga úr trúverðug- leika mannanna. „Þú þarft að vera mjög sterkur til að stíga opinberlega fram með svona reynslu. Þú þarft að hafa gott bakland og hafa unnið vel úr þínum málum til að geta slíkt. Það er raunveruleikinn. Enn í dag er raun- veruleikinn sá að börn koma sjaldan fram og greina frá kynferðisbrotum gegn sér, hvað þá í þessa daga þegar það var enn meira pottlok á þessum málum og enn meiri skipting barna eftir stétt og stöðu. Þarna var líka um að ræða þjóðþekktan mann og unga drengi, og það hefur alla tíð verið tabú. Hann hafði gríðarlega sterka þjóð- félagslega stöðu og naut virðingar fyrir störf sín í þágu barna,“ segir hún. Eftir útkomu bókar Bjargar Guð- rúnar hafa fleiri haft samband við Guðrúnu og greint frá kynferðis- áreitni af hálfu Skeggja. „Ég talaði við einn nýjan núna sem sagði að Skeggi hefði gefið honum peninga og þannig getað narrað hann, en hann kom úr fátæklegu umhverfi. Það er í fyrsta skipti sem ég heyri um slíkt,“ segir hún. Þá hafa að undanförnu stigið fram fyrrverandi nemendur Skeggja sem hafa sagt að hann hafi ekki misnotað þá. „Mér finnst það í raun makalaus skammsýni að halda því fram að þó ekkert hafi komið fyrir mig þá hafi ekkert komið fyrir aðra,“ segir Guð- rún. Einnig hefur farið fyrir brjóstið á sumum að verið sé að rifja upp brot látins manns. „Ég gef ekkert fyrir það. Hvort sem fólk er dáið eða lifandi þarf kjark til að koma með þessa hluti upp á yfirborðið. Við eigum að fagna allri svona umræðu og öllum tækifærum til að hleypa birtu í skúmaskotin í sögu okkar.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is 36 úttekt Helgin 14.-16. mars 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.