Fréttatíminn - 14.03.2014, Side 37
- Tilvalið gjafakort
Opið mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00, fimmtudaga 09:00 - 18:30, föstudaga 09:00 - 19:00 og laugardaga 10:00 - 16:00, lokað sunnudaga www.FJARDARKAUP.is
Á meðan birgðir endast
í Fjarðarkaupum
Útsala
á völdum
FIXONI vörum
Alþjóðleg barna-
myndahátíð
haldin aftur
Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í
Reykjavík verður haldin í Bíó Para-
dís í annað sinn dagana 20. til 30.
mars. Þetta er fyrsta hátíð sinnar
tegundar á Íslandi en í fyrra tók
Bíó Paradís á móti yfir þrjú þúsund
börnum á hátíðina.
Að þessu sinni verða átta nýjar
barnakvikmyndir sýndar auk fjög-
urra erlendra og íslenskra stutt-
myndapakka sem hver og einn er
sérsniðinn að ólíkum aldurshópum.
Opnunarmynd hátíðarinnar er
hin stórskemmtilega ofurhetju-
mynd Antboy (2013) eftir Ask Has-
selbalch sem er ein heitasta barna-
mynd í Evrópu í dag. Hún hlaut
nýlega Róbertinn, verðlaun dönsku
kvikmyndaakademíunnar 2014 sem
besta barnamyndin. Leiklesari að-
alpersónunnar Palla, er Ágúst Örn
Wigum sem tilnefndur var til Eddu
verðlaunanna 2014 og verður hann
viðstaddur opnun hátíðarinnar þar
sem gestum gefst færi á að spyrja
hann út í leikaralífið eftir sýningu
myndarinnar.
Fyrir yngstu kynslóðina verður
skyggnst inn í vináttu félaganna
Andra og Eddu (Andri og Edda
verða bestu vinir / Karsten og
Petra blir bestevenner – 2013) eftir
Arne Lindtner Næss en knúsudýrin
þeirra Andra og Eddu, ljónsunginn
og fröken kanína, eru búin að koma
sér vel fyrir í Bíó Paradís og verða á
vappinu yfir hátíðina.
Hinn heillandi heimur Manga
hryllingsmynda mun opnast upp
fyrir unglingunum í hinni sígildu
Vampire Hunter D: Bloodlust
(2000) eftir Yoshiaki Kawajiri.
Kvikmyndatækni 19 aldarinnar,
verður til sýnis á meðan hátíðinni
stendur þar sem gestum og gang-
andi gefst kostur á að skoða undur
Camera obscura. Þar munu kvik-
myndabrot úr fórum Kvikmynda-
safns Íslands sem aldrei hafa kom-
ið fyrir sjónir almennings verða
sýnd. Klassíkin verður heldur ekki
langt undan en The Kid eftir Char-
lie Chaplin mun gleðja áhorfendur
auk þess sem perla Fred Neymeyer
Safety last! verður sýnd við lifandi
píanó undirleik 30. mars. Sveppi og
Villi kíkja í heimsókn og leiklesa á
staðnum við uppáhalds mynd sína
The Goonies.
Nánari upplýsingar má finna á
Bíóparadís.is.
Hin stórskemmtilega Antboy verður
sýnd á Alþjóðlegri barnakvikmyndahátíð
í Bíó Paradís.
Helgin 14.-16. mars 2014