Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.03.2014, Qupperneq 38

Fréttatíminn - 14.03.2014, Qupperneq 38
Villa kjúklingakynslóðarinnar V Vinsælustu bækurnar síðustu misserin eru matreiðslubækur. Þjóðin er að tryll- ast í mataráhuga. Í mínu ungdæmi var ekki spurt hvað væri í matinn. Það sem á borð var borið var borðað. Það var prýði- legur matur, soðinn fiskur eða steiktur virka daga, auk ýmissa fisk- og kjötrétta – og steik á sunnudögum, annað hvort læri eða hryggur með brúnuðum kartöflum, rauðkáli, rabarbarasultu og grænum baunum. Ferskt grænmeti var árstíða- bundið, agúrkur og tómatar. Gulrófur voru sneiddar niður hráar. Hvítkál var soðið með kjötbollum. Sú breyting hafði orðið á frá fyrri kynslóð að epli og appels- ínur voru á boðstólum. Kartöflur voru með flestum mat en hrísgrjón notuð í graut – og haframjöl auðvitað. Skyr var hvunndagseftirrétt- ur, auk súrmjólkur. Stöku sinnum var brauðsúpa en sveskjugrautur um helgar – og þá með rjóma. Í barnsminni eru sveskjusteinar sem spýta þurfti út úr sér. Emmessís í pökkum ýtti grautnum síðan til hliðar. Ef rétt er munað var boðið upp á vanillu-, súkkulaði- og bleikan jarðar- berjaís sem börn og unglingar höfðu smekk fyrir en núggatís fyrir fullorðna. Sjálfsagt hefur framleiðandanum ekki þótt þörf á fleiri bragðtegundum – fjórar ríkisbragðtegundir, eins og Marteinn Mosdal myndi orða það. Sama gilti um brauðið. Í meginatriðum var boðið upp á fjórar tegundir, franskbrauð, rúgbrauð, maltbrauð og normalbrauð. Snúðar og vínarbrauð voru helsta sætmeti bak- aríanna en þangað var ekki farið nema endrum og eins til innkaupa, nema ef ungviðið læddist þangað og sníkti ókeypis enda. Á stórhátíðum máttum við eiga von á hangikjöti eða reyktu svínakjöti – og gott ef afi, sem var í siglingum, splæsti ekki í amerískan kalkún fyrir stórfjölskyld- una þegar best lét. Slík tröllhænsn voru annars fáséð. Meira var lagt í jólaísinn en þann sem kaupa mátti frá Emmess. Hann var heimatilbúinn. Auk þess fylgdi frómas jólunum, yfirleitt með ananas- bragði. Almennt drukku börn mjólk með matnum og fullorðnir vatn. Um helgar var stundum splæst í gos, litlar flöskur. Það var ekki búið að finna upp lítra- flöskur, hvað þá tveggja lítra. Á jólum var það malt og appelsín – og lítil kók í gleri. Aldrei minnist ég þess að vín væri drukk- ið með mat, hvorki hvítvín né rauðvín. Á þessu þrifumst við vel. Sjaldan sáum við feitt fólk, stöku sinnum sýslumanns- lega bumbukalla – en nánast aldrei feit börn. Breyting, en afdrifarík, varð á þegar við hjónakornin og okkar kynslóð hófum búskap. Þá komst kjúklingur á matseðil- inn, fyrst sem sunnudagsmatur en smám saman færðist hann frá helgunum yfir á þá virku. Þar sem áður var fiskur kom kjúk- lingur. Auðvitað bættist ýmislegt annað við, pastaréttir, aukið úrval grænmetis en í meginatriðum var það kjúklingurinn sem tók yfir. Samhliða kjúklingabyltingunni átti sér stað þróun sem óbeint má rekja til þessa fiðurfugls, eins ágætur og hann er einn og sér. Sú þróun sést á sköpulagi fólks sem breyst hefur frá ungdómi minnar kynslóðar. Fita hefur sest á þjóðina, að minnsta kosti talsverðan hluta hennar, bæði börn og fullorðna. Þetta hefur gerst þrátt fyrir aukna fjölbreytni í mataræði – sem kannski er þó ekki nema að nafninu til hjá sumum. Vera kann að fjölbreytnin hafi í raun verið meiri á æskudögum mínum en nú, þrátt fyrir aðeins fjórar ís- tegundir og fjórar brauðtegundir. Hluti fólks virðist nefnilega hafa snúið sér að skyndibita sem meginkosti, hamborg- urum og pitsum, auk kjúklingarétta með margs konar háskalegu gumsi – og gríðarlegu gosdrykkjaþambi. Ónefndir eru þá hillumetrar sælgætis í rekkum stórmarkaða samtímans þar sem mokað er í poka með skóflum og borgað fyrir eftir þyngd. Sveifla sem þessi, frá grannri þjóð yfir í spikaða, tók ekki lengri tíma. Það var, samkvæmt þessu, mín kynslóð sem brást. Þegar við lærðum að borða kjúkling, sem ekki er fitandi einn og sér, fylgdu með djúpsteiktar, saltaðar fransk- ar kartöflur og kokteilsósan alræmda, ekki síst hún, sem samkvæmt íslenskri orðabók er þykk bleik sósa úr majónesi og tómatsósu. Þar með var fjandinn laus. Pitsurnar, hamborgararnir og hinar sósurnar fylgdu í kjölfarið. Sósa og salat sungu Stuðmenn í kvikmyndinni Með allt á hreinu og ekki að ástæðulausu. Sósa og salat urðu ófrávíkjanlegir fylgi- fiskar kjúklingsins – og síðar hamborgar- ans. Salatið var ekki hefðbundið græn- metissalat heldur kál- og gulrótarstrimlar úðaðir majónesi. Kokteilsósan fór síðan yfir allt saman, hvort heldur undirstaðan var kjúklingur eða borgari – og franskar með, stökkar af olíu og vel saltaðar eða kryddaðar með því sem síðar kallaðist einfaldlega kartöflukrydd. Því meira, því betra. Öllu var skolað niður með gosi – helst þannig að kolsýran freyddi upp í nefið. Æ fleiri virðast hins vegar vera að snúa frá villu kjúklingakynslóðarinnar. Nú er það hollustan sem gildir, í mataræði í leik- og grunnskóla og hjá ungum foreldr- um dagsins í dag, auk matreiðslubóka og hollustuþátta í sjónvarpi. Bylgjan teygir sig jafnvel til þessarar voðalegu kyn- slóðar okkar hjóna, sem í nýjungagirni fullorðinsáranna og hvarfi frá þverskor- inni ýsu æskunnar úðaði í sig kokteil- sósu, skolaði niður með kóki og byggði stórmarkaði utan um sælgætisrekka. Því blöndum við græna heilsudrykki á hverjum morgni, þökk sé Sollu og öðrum heilsugúrúum í sjón- varpinu, tökum lýsi og eitthvað sem kennt er við ómega, þó ekki sjónvarpsstöðina. Það kann því að vera að þjóðin mjókki á ný, þó það taki tíma, jafnvel þótt fjöldi brauðgerða sé óteljandi og auk fyrr- greindra ríkisbragðtegunda íss fortíðar megi nú finna bláberja-, hindberja-, skógarberja-, brómberja-, kirsuberja-, banana-, melónu-, mangó-, kiwi- , sítrónu-, kókos-, mintu-, heslihnetu-, karamellu-, lakkrís- og kaffiís, auk sér- stakra sælgætisísa með Toblerone, Mars, After Eight, Bounty, Oreo og Daim. Ótaldir eru þá framandi ísar eins og tiramisu-, moccacino-, pistasia- og stracciatellaís – og eflaust margir fleiri. Hvað segði Marteinn Mosdal við þessu? Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i Skoðaðu úrvalið á Bilaland.is GERÐU FRÁBÆR KAUP HONDA CIVIC SPORT Nýskr. 03/13, ekinn 30 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 3.290 þús. Rnr. 281523. TOYOTA AURIS SOL HYBRID Nýskr. 10/13, ekinn 6 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.220 þús. Rnr. 131011. Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is LAND ROVER DISCOVERY 3 S Nýskr. 06/09, ekinn 94 þús. km. dísil, sjálfskiptur. Rnr. 281527. NISSAN QASHQAI SE Nýskr. 05/13, ekinn 31 þús km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 5.280 þús. Rnr. 281339. SUBARU XV Nýskr. 02/12, ekinn 23 þús km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.190 þús. Rnr. 281456. KIA CEED WAGON Nýskr. 05/12, ekinn 35 þús. km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 2.870 þús. Rnr. 141973. FORD FOCUS TREND Nýskr. 04/11, ekinn 62 þús. km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 2.190 þús. Rnr. 141939. Frábært verð 6.990 þús. TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP! ALLT AÐ 80% LÁNAMÖGULEIKAR 38 viðhorf Helgin 14.-16. mars 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.