Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.03.2014, Page 44

Fréttatíminn - 14.03.2014, Page 44
Morgunkaffi með sætabrauði Í Stokkhólmi fá heimamenn sér kanel- eða kardemommubollu með kaffinu og þess háttar tvenna smakkast óaðfinnan- lega á Snickarbacken 7 og kostar 1050 krónur. Í miðborg Kaupmannahafnar er ávallt notalegt að setjast inn á Paludan við Fiolstræde 10. Þar kostar kaffi og franskt horn (því miður er danskt vínar- brauð sjaldséð á þarlendum kaffihúsum) nákvæmlega það sama og í Stokkhólmi. Nýlistin fyrir hádegi Sennilega er Louisiana safnið á Sjálandi forvitnilegasta nýlistasafn Norðurlanda en þar sem það er dágóðan spöl fyrir utan borgina verður að láta sér nægja heimsókn á Statens Museum for Kunst og borga 2300 krónur fyrir aðganginn (frítt inn á fastasýninguna). Miði inn á Moderna safnið á Skeppsholmen kostar hins vegar 2100 krónur. Klassískt í hádeginu Svíar eru aldir upp við heitan mat í hádeginu og ekkert er eins sígilt á þarlendum matseðli og kjötbollur. Bakfickan í Óperunni er góður staður fyrir þess háttar veislu og kostar hún 3000 krónur. Hádegis hakkabuff á Toldbod Bodega í Kaupmannahöfn stendur ávallt fyrir sínu og kostar 2450 krónur. Kennileiti og kaupmenn Stuttan spöl frá Óperunni er Gamla stan og það kostar ekkert að ganga um hinar þröngu götur sem liggja bak við konungshöllina. Það þarf ekki heldur að taka upp veskið á leið frá Tolbod Bodega niður að slotti Mar- grétar Þórhildar og svo áfram niður að Nýhöfn. Það versnar hins vegar í því þegar gengið er niður Strikið eða Bi- blioteksgatan og svo virðist sem H&M veldið rukki örlítið meira í Svíþjóð en Danmörku. Alla vega miðað við gengið í dag enda sænska krónan sterk um þessar mundir. Fjölskylduskemmtun Tívolí í Kaupmannahöfn er sá staður í borginni sem laðar til sín flesta ferða- menn. Þar kostar 2050 krónur inn fyrir fullorðinn. Gröna lund á Djurgården býður upp á álíka rússibanareið og rukkar 1900 krónur inn. Það er aðeins ódýrara í stærstu tækin í Tívolí en Gröna lund. Kvöldmatur Nú skal gera vel við sig og velja veitinga- stað sem hefur notið vinsælda meðal sælkera um langt árabil og er flokkaður sem Bib Gourmand (mikið fyrir pening- inn) í matarbiblíu Michelin. Rolf´s Kök við Tégnergatan 41 býður upp klassíska rétti undir sænskum áhrifum og má reikna með 9000 krónum fyrir þrjá góða rétti. Á Famo við Saxogade 3 kostar fjög- urra rétta ítölsk máltíð 7700 krónur. Vín með mat er oftar ódýrara í Dan- mörku en Svíþjóð. Þegar reikningurinn er gerður upp er prógrammið aðeins ódýrara í höfuð- borg Danmerkur en munurinn er innan skekkjumarka. 44 ferðalög Helgin 14.-16. mars 2014  StórborgaSlagur NorræNar og Nálægar borgir 1. Sterkt gengi sænsku krónunnar er ástæðan fyrir því að búðirnar á Strikinu er aðeins ódýrari en þær við Biblioteksgatan. 2. Það má komast hjá því að draga upp veskið í gamla bænum í Stokkhólmi. 3. Rolf´s Kök er frekar látlaus matsölustaður en hefur verið fastur punktur í lífi sælkera í Stokkhólmi í mörg ár. Er ódýrara að gera sér glaðan dag í Kaupmannahöfn eða Stokkhólmi? Það eru flestir orðnir vel kunnugir höfuðborg Danmerkur á meðan sú sænska er óplægður akur hjá mörgum. Kristján Sigur- jónsson hefur varið síðustu árum í borg- unum tveimur og stillir hér upp dagskrá að góðum degi í þessum keimlíku bæjum og gerir svo upp reikninginn í lokin. Kristján Sigurjónsson heldur úti ferða- vefnum Túristi.is þar sem finna má sér- tilboð á gistingu í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is 1 2 3 Stolt íslenskrar náttúru Blóðberg • Birkilauf • Aðalbláberjalyng • Einir MEÐ VILLTUM ÍSLENSKUM KRYDDJURTUM Íslenskt heiðalamb VELDU GÆÐI, VELDU KJARNAFÆÐI WWW.KJARNAFAEDI.IS

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.