Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.03.2014, Side 47

Fréttatíminn - 14.03.2014, Side 47
Í mars er lögð áhersla á að kynna lífræn vín og Fairtrade-vín í Vínbúðunum. Í kynningu Vínbúðanna á Fairtrade er það skýrt þannig út að smábændur í fátækum löndum stofna með sér samvinnufélag. Verðið fyrir vörur þeirra er fyrirfram ákveðið og allt að 60 prósent af áætlaðri uppskeru er greidd fyrirfram. Fairtrade vínræktendur þurfa að greiða vinnufólki sanngjörn laun og tryggja heilbrigt vinnuumhverfi. Alls eru 47 framleiðendur Fairtrade-víns í heiminum. Þar af eru 26 í Suður-Afríku og 11 í Chile. Í Chile eru þeir sjö. Langstærsti markaðurinn fyrir þessi vín er í Evrópu, í Bretlandi, Þýskalandi, Svíþjóð og Hollandi. Alls seldust 21,8 milljón flöskur af Fairtrade-vínum árið 2012. Kannski munu fæst okkar láta það ráða valinu í Vínbúðunum hvort vínin eru Fairtrade-vín en það er hins vegar ágætt að vita hvaðan og hvernig vínin koma til okkar. Place in the Sun kemur frá Zonnebloem- framleiðandanum. Við gerð þessa víns eru allar þrúgur keyptar á toppverði frá smábændum. Eins og nafnið gefur til kynna kemur vínið frá sólríkum stað sem gefur því djúpan, rauðan lit. Það er vel þroskað með smá berjakeim og eins og Shiraz-þrúgan á að sér þá er þetta vín eilítið kryddað. Vínið passar vel með miklum mat, grilluðu kjöti, bragðmiklum ostum og jafnvel reyktri skinku. Fjórir kokteilar fyrir helgina Þeir sem ætla að lyfta sér upp um helgina ættu að huga að því að prófa nýjan kokteil. Á vef Vínbúðarinnar er að finna nokkra spennandi kokteila og um víðáttur internetsins má finna enn fleiri slíka. Hér eru þrír sem vert er að gefa gaum. Whisky Sour 6 cl bourbon Safi úr hálfri sítrónu 1 tsk flórsykur Allt hrist saman með klaka, sett í viskíglas og skreytt með kirsuberi, einnig má gera drykkinn líflegri með því að toppa með örlitlu af sódavatni. Tom Collins 3 cl gin 3 cl sírónusafi 2 tsk flórsykur Sódavatn Hrist og fyllt upp með sóda- vatni. Cosmopolitan 4 cl vodka 2 cl Cointreau eða Triple Sec 6 cl trönuberjasafi 1 cl limesafi Hrist með klaka, framreitt í kældu kokteilglasi. Skreytið ef vill með appelsínusneið eða sítrónuberki. Myndir/NordicPhotos/Getty Bloody Mary 3–6 cl vodka 12 cl tómatsafi Skvetta af Worches- tersósu Safi úr sítrónubát Salt og pipar 1–2 dropar Tabasco sósa, (má sleppa) Hristur eða hrærður eftir smekk. Skreytt með sellerístöngli. ibuxin rapid 400 mg hraðvirkt ibuprofen 30 töflur 20% afsláttur til 14. mars matur & vín 47Helgin 14.-16. mars 2014 – G Ó Ð U R Á B R A U Ð – Í S L E N S K U R GÓÐOSTUR

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.