Fréttatíminn - 14.03.2014, Side 60
Grínistinn Jimmy Fallon
tók við stjórn The Tonight
Show í síðasta mánuði af
Jay Leno. Fallon hefur farið
frábærlega af stað, hann
hefur þótt koma með ferska vinda
í þáttinn og gestirnir hafa heldur
ekki verið af verri endanum. Meðal
gesta fyrsta mánuðinn hafa verið
Michelle Obama, Bradley Cooper,
Reese Witherspoon, Will Smith,
Andy Samberg og Cameron Diaz.
Auk þess hafa hljómsveitir
á borð við Arcade Fire og
tónlistarfólkið Justin Tim-
berlake, Lady Gaga og Beck
troðið upp. SkjárEinn sýnir
þætti Fallon á virkum kvöldum
klukkan 22.45, daginn eftir að þeir
eru sýndir úti. Í kvöld, föstudags-
kvöld er gestur þáttarins leikkonan
Julianna Margulies úr The Good
Wife auk Oswalds Patton úr King of
Queens og Walter Mitty.
Stjörnufréttir eru í boði SkjáSeinS
Helgarfreisting læknisins
R agnar Freyr Ingvarsson læknir í Lundi er einn vinsælasti matarbloggari landsins. Hann gaf út mat-reiðslubókina Læknirinn í eldhúsinu fyrir jólin sem sló í gegn í jólabókaflóðinu. Sjónvarpsþáttur með kappanum hefur göngu sína á SkjáEinum 17. apríl næstkomandi. Ragnar er í óðaönn að smakka til
uppskriftir fyrir fyrsta þáttinn og deilir hér með okkur dásamlegri uppskrift að eftirrétti.
Súkkulaði pannacotta
með hindberjacoulis
og ferskum berjum
Þetta er dásamlegur eftirréttur. Það má
alveg auka magn súkkulaðsins í eftirrétt-
inum og auðvitað velja hvaða súkkulaði
sem er – jafnvel bragðbætt súkkulaði.
Ég gæti t.d. vel ímyndað mér að þessi
réttur myndi njóta sín vel með súkkulaði
bragðbættu með appelsínu – en þá þarf
kannski að huga aðeins að sósunni sem
höfð er með réttinum.
200 g súkkulaði
5 dl rjómi
3 dl nýmjólk
1 vanillustöng
150 g sykur
5 gelatínblöð
Aðferð
1. Bræðið súkkulaðið í potti.
2. Hellið rjómanum, mjólkinni og sykr-
inum saman við og blandið vel saman.
3. Skerið vanillustöngina niður eftir miðj-
unni og skafið vanillufræin út með hníf og
setjið saman við súkkulaðimjólkina ásamt
sjálfri vanillustönginni. Hitið að suðu.
4. Leggið gelatínblöðin í kalt vatn og látið
liggja þar þangað til að suðan er komin
upp á súkkulaðimjólkinni.
5. Þegar suðan er komin upp takið pott-
inn af hitanum og látið kólna í nokkrar
mínútur.
6. Takið gelatínblöðin upp úr vatninu og
kreistið vatnið úr þeim áður en þeim er
svo blandað saman við súkkulaðimjólk-
ina.
7. Hellið súkkulaðimjólkinni í ákjósanleg
form.
Hindberjacoulis
Coulis er tegund af ávaxta- (eða græn-
metis) sósu sem er gerð er úr maukuðum
ávöxtum sem er síðan þrýst í gegnum
sigti til að fjarlægja öll fræ og misfellur.
Niðurstaðan er þykk og glansandi sósa
sem er sérstaklega ljúffeng.
250 g frosin hindber
175 g sykur
200 ml vatn
Aðferð
1. Setjið berin, sykurinn og vatnið saman
í pott og hitið að suðu.
2. Lækkið undir og látið krauma og leyfið
sósunni að sjóða niður um þriðjung.
3. Hellið sósunni í gegnum sigti og kælið
niður.
Shakira þarf að herða sig!
„Blindu“ áheyrnarprufurnar í The Voice
eru í blússandi gangi og dómurunum liggur
mikið á að næla í bestu keppendurna áður
en prufunum lýkur. Þetta er í annað skiptið
sem suðræna söngkonan Shakira spreytir
sig sem dómari í keppninni en hún þarf
heldur betur að herða sig ef hún ætlar að
eiga möguleika á sigri. Um síðustu helgi
þrýsti hún tólf sinnum á hnappinn en aðeins
tveir þeirra sem hún valdi kusu að koma í
hennar lið.
Það er þó ekki öll von úti enn þar sem
áheyrnarprufunum lýkur í næsta þætti.
Spennandi verður að sjá hvort hún nælir
ekki í efnilega keppendur í kvöld en The
Voice er á dagskrá SkjásEins á föstudögum
klukkan 20.30.
Eftir átta vikur í þáttunum The Biggest
Loser Ísland eru keppendur búnir að
missa alls 230 kíló. Þeir fimm keppendur
sem eftir eru á Ásbrú hafa misst rúmlega
123 kíló, eða tæp 25 kíló hver.
Spennan er farin að
magnast, líkt og keppnis-
skap þátttakenda því
núna sjá þeir ekki bara
fram á nýjan og heil-
brigðari lífsstíl heldur
einnig möguleika á
að vinna keppnina.
Lokaþátturinn verður
í beinni útsendingu
frá Andrews Theater
á Ásbrú fimmtudags-
kvöldið 3. apríl og verður þátturinn tvö-
falt lengri en fyrri þættir. Í lokaþættinum
mun ráðast hver kemur til með að standa
uppi sem sigurvegari í The Biggest Loser
Ísland. Í lokaþáttinn mæta allir
keppendurnir 12 en þrátt fyrir að
hafa verið sendir heim af Ásbrú
þá eru allir enn að keppa að
því að ná sem bestum
árangri heima fyrir.
Allir verða vigtaðir
í lokaþættinum
en kepp-
endur heima
fyrir hafa
margir hverjir náð
ótrúlegum árangri!
keppendur hafa misst 230 kíló! Hungurleikar
í SkjáBíó
Önnur myndin í Hungur-
leika-þríleiknum er nú
fáanleg í SkjáBíó. The
Hunger Games: Catching
Fire var frumsýnd seint
á síðasta ári og sló í gegn,
rétt eins og fyrri myndin.
Hin sjóðheita Jennifer
Lawrence er sem
fyrr í aðal-
hlutverki en
allt sem hún
gerir virðist
breytast í
gull.
Góða eiginkonan hjá Fallon í kvöld Justin Timberlake
steig dans-
spor með
Jimmy
Fallon.
Forsetafrúin
Michelle
Obama var
gestur í fyrsta
þætti Fallons.
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is
Opið virka daga kl. 10-18
laugard. 11-16
Rín Lux Tungusófi
Basel leðursett 3+1+1
HELGARTILBOÐ
Þú sparar 194.906 kr.
380.900 kr.
Þú sparar 203.973 kr.
390.900 kr.
Þú sparar 151.500 kr.
99.900 kr.
Þú sparar 40.000 kr.
19.900 kr. Þú sparar 28.000 kr.
19.900 kr.
Sjónvarpsskápur Salsa Sjónvarpsskápur Cubic
Þú sparar 136.900 kr.
149.900 kr.
Havana leður hornsófi 2H2
Písa-Rín sófasett 3+1
Kemur næst út 11. apríl
60 stjörnufréttir Helgin 14.-16. mars 2014