Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.03.2014, Qupperneq 64

Fréttatíminn - 14.03.2014, Qupperneq 64
Paul Potts varð stjarna á einni nóttu þegar hann söng fyrir Simon Cowell í sjónvarpsþættinum Britain´s Got Talent.  Frumsýnd One ChanCe Afgreiðslumaðurinn sem varð óperustjarna Kvikmyndin One Chance segir ævintýralega sögu Britain´s Got Talent stjörnunnar Paul Potts. Paul var feiminn og óheppinn afgreiðslu- maður í lítilli símabúð á daginn en dreymdi stóra drauma um að verða óperusöngvari. Hann sló í gegn þegar hann sýndi Simon Cowell hvað í honum bjó í þáttunum Brita- in´s Got Talent árið 2007 og varð umsvifalaust að Youtube-stjörnu. Leið hans á toppinn var þó þyrn- um stráð þar sem hann var utan- garðs í litlum iðnaðarbæ og lagður í einelti þar sem hann söng hástöfum öllum stundum. Hann mátti líka til að sitja undir háðsglósum föður síns í tíma og ótíma, en karlinn vildi að hann fari að vinna með hinum körlunum í kolanámunum. Þegar hann hitti loks Julie-Anne, sem hafði óbilandi trú á honum, öðlast hann kjark til að elta drauminn um að þenja raddböndin á sviðinu. Potts var einn jólagesta Björg- vins Halldórssonar á tónleikum 2010 og er því mörgum á Íslandi að góðu kunnur. Kvikmyndin um hann þykir um margt minna á bresku myndina Billy Elliot sem sagði einnig frá breskum lítilmagna sem lét draum sinn rætast.  menningarmiðstöð Frá 101 austur Fyrir Fjall Taka Eyrarbakka með trompi Valgeir Guðjónsson og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir keyptu virðulegt hús á Eyrarbakka og munu reka þar menningar- og fræðslutengda ferðaþjónustu. Upptakturinn verður sleginn með tón- leikum Valgeirs, Ragga Bjarna og Jóns Ólafssonar. h jónin Valgeir Guðjóns-son tónlistarmaður og Ásta Kristrún Ragn- arsdóttir námsráðgjafi hafa um árabil staðið fyrir menn- ingardagskrá fyrir ferðamenn á höfuðborgarsvæðinu en flytja sig nú um set, frá 101 Reykjavík austur á Eyrar- bakka. „Við fundum tæplega hundrað ára gamalt steinhús sem var byggt bæði sem versl- unar- og íbúðarhúsnæði og stendur við Eyrargötu, megin- götuna á Eyrarbakka. Húsið heitir Búðarhamar en við nefnum starfsemina Bakka- stofu,“ segir Valgeir. Á Eyrarbakka ætla þau hjón að halda áfram þar sem frá var horfið í borginni og koma á fót miðstöð sem hefur að markmiði að miðla og skapa ferskar leiðir í menningar- og fræðslutengdri ferðaþjónustu árið um kring. Menning, náttúra og menntun verður leiðarljósið en markhópurinn er hópferðalangar sem gera stans á áhugaverðum stöðum, auk Íslendinga sem vilja næra andann. Menningardagskrár fara fram að hluta eða öllu leyti í Búðarhamri og auk jarðhæðarinnar verða bókastofur á miðhæð nýttar en það fer eftir hópastærð og tegund dagskrár. Sam- starf er við þjónustuaðila á Suðurlandi þegar um er að ræða stærri hópa. Valgeir og Ásta segja að hvort sem gestir komi frá Reykjavík, Reykjanesi eða að austan úr lengri ferðum og endi ferðina á Suðurlandi geti innihaldsrík dagskrá á upphafs- eða lokadegi höfðað til margra. Að morgni sé síðan kjörið að nýta nýja Suðurstrandarveginn með hugsanlegri viðkomu í Bláa lóninu á leið til Leifsstöðvar. Samstarf við kirkjuna á Eyrarbakka um tónleikaröð hefst laugardaginn 29. mars og sunnudaginn 30. mars en þá standa yfir sérstakir dagar á Suðurlandi sem fengið hafa heitið Leyndardómar Suðurlands. Haldið verður áfram með tónleika- röðina átta sunnudaga í röð en þar leiða saman hesta sína Valgeir, Ragnar Bjarnason og Jón Ólafsson. Ragnar hefur nýlokið við að syngja inn á hljómdisk þar sem Jón stýrði upptökum. Nokkrar af perlum Valgeirs er að finna á þeim diski. „Við höfum trú á því,“ segir Ásta Kristrún, „að tónleikaröðin geti verið gefandi upptaktur fyrir menningarverkefnin sem við Valgeir stefnum á að sinna á Eyrarbakka á næstu árum. Við höfum mótaðar dagskrár sem við bjóðum smáum og stórum hópum, en ætlum ekki að reka opið kaffihús eða gistiheimili. Þá bjóðum við aðstöðu fyrir námskeið og fundi fyrir þá sem leita eftir óhefð- bundnum aðstæðum. Aðstaða okkar sjálfra er á ris- hæð Búðarhamars en fyrsta og önnur hæð þjóna sem aðstaða undir Bakkastofudagskrár af ýmsu tagi.“ Eyrarbakki hefur verið í hugskotum Ástu Krist- rúnar og Valgeirs til margra ára. Gamalgróinn menn- ingarstaður með merka sögu í sögufrægu héraði. Sterk og lifandi fjölskyldutengsl Ástu Kristrúnar við Húsið, sem nú er Byggðasafn Árnesinga, alveg frá því á 19. öld, lifa meðal afkomenda stórfjölskyldurnar sem á uppruna sinn að rekja til Hússins. Langalangafi og amma Ástu Kristrúnar, Guðmundur og Silvía Thorgrímssen, gerðu garðinn frægan með frum- kvöðlastarfi sínu á sviði mennta, lista og verslunar og safnið í Húsinu er afar áhugavert heim að sækja. Þeir sem vilja heimsækja Bakkastofu bóka fyrir- fram í síma, á heimsíðu Bakkastofu eða í gegnum ferðaþjónustufyrirtæki. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Hjónin Valgeir Guðjónsson og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir flytja sig frá miðborg Reykjavíkur austur á Eyrarbakka. Þar hafa þau keypt hús og verða með menningar- og fræðslutengda þjónustu árið um kring. Búðarhamar er í stuttu göngufæri frá Húsinu á Eyrarbakka og strandlengjunni. HVERFISGATA 19 551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is Englar alheimsins (Stóra sviðið) Mið 19/3 kl. 19:30 77.sýn Mið 26/3 kl. 19:30 Aukas. Sun 30/3 kl. 20:00 Lokas. Sun 23/3 kl. 19:30 81.sýn Lau 29/3 kl. 19:30 Aukas. Veilsa aldarinnar - leikrit ársins 2013. Síðustu sýningar! SPAMALOT (Stóra sviðið) Fös 14/3 kl. 19:30 9.sýn Fös 21/3 kl. 19:30 12.sýn Fim 3/4 kl. 19:30 16.sýn Lau 15/3 kl. 19:30 10.sýn Lau 22/3 kl. 19:30 13.sýn Fös 4/4 kl. 19:30 17.sýn Sun 16/3 kl. 16:00 Aukas. Fim 27/3 kl. 19:30 14.sýn Lau 5/4 kl. 19:30 18.sýn Fim 20/3 kl. 19:30 11.sýn Fös 28/3 kl. 19:30 15.sýn Dásamleg, fáránleg della - óbærilega fyndinn nýr söngleikur! Svanir skilja ekki (Kassinn) Fös 14/3 kl. 19:30 7.sýn Fös 21/3 kl. 19:30 10.sýn Fim 3/4 kl. 19:30 14.sýn Lau 15/3 kl. 19:30 8.sýn Lau 22/3 kl. 19:30 11.sýn Fös 4/4 kl. 19:30 15.sýn Sun 16/3 kl. 19:30 Aukas. Fim 27/3 kl. 19:30 13.sýn Lau 5/4 kl. 19:30 16.sýn Fim 20/3 kl. 19:30 9.sýn Fös 28/3 kl. 19:30 12.sýn Sun 13/4 kl. 19:30 17.sýn Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur um undarlegt eðli hjónabandsins. Áfram Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 14/3 kl. 20:00 34.sýn Lau 22/3 kl. 19:30 Aukas. Lau 29/3 kl. 20:00 44.sýn Fös 14/3 kl. 22:30 35.sýn Lau 22/3 kl. 22:30 Aukas. Lau 29/3 kl. 22:30 45.sýn Mið 19/3 kl. 20:00 36.sýn Mið 26/3 kl. 20:00 40.sýn Fim 3/4 kl. 20:00 46.sýn Fim 20/3 kl. 19:30 37.sýn Fim 27/3 kl. 20:00 41.sýn Fös 4/4 kl. 20:00 47.sýn Fös 21/3 kl. 19:30 38.sýn Fös 28/3 kl. 20:00 42.sýn Fös 4/4 kl. 22:30 48.sýn Fös 21/3 kl. 22:30 39.sýn Fös 28/3 kl. 22:30 43.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Litli prinsinn (Kúlan) Lau 5/4 kl. 14:00 Lau 12/4 kl. 14:00 Lau 26/4 kl. 14:00 Lau 5/4 kl. 16:00 Lau 12/4 kl. 16:00 Lau 26/4 kl. 16:00 Sun 6/4 kl. 14:00 Sun 13/4 kl. 14:00 Sun 6/4 kl. 16:00 Sun 13/4 kl. 16:00 Eitt ástsælasta bókmenntaverk liðinnar aldar. ÓVITAR (Stóra sviðið) Sun 23/3 kl. 13:00 Aukas. Allra síðasta sýning. Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 15/3 kl. 13:30 Lau 15/3 kl. 15:00 Það miklu betra að hitta Karíus og Baktus í leikhúsinu en að hafa þá í munninum. Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið) Lau 15/3 kl. 13:00 Lau 15/3 kl. 14:30 Undurfalleg og hrífandi sýning Aladdín (Brúðuloftið) Lau 22/3 kl. 13:00 16.sýn Lau 29/3 kl. 13:00 18.sýn Lau 5/4 kl. 13:00 20.sýn Lau 22/3 kl. 16:00 17.sýn Lau 29/3 kl. 16:00 19.sýn Lau 5/4 kl. 16:00 21.sýn 1001 galdur - brúðuleiksýning fyrir 4ra til 94 ára. Allra síðustu sýningar. ENGLAR ALHEIMSINS – HHHHH „Leikhús á öðru plani...fullkomin útfærsla á skáldsögunni.“ Fbl SÁS Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Furðulegt háttalag hunds um nótt (Stóra sviðið) Fös 14/3 kl. 20:00 aukas Sun 23/3 kl. 20:00 8.k Lau 12/4 kl. 20:00 13.k Lau 15/3 kl. 20:00 4.k Fös 28/3 kl. 20:00 aukas Sun 13/4 kl. 20:00 14.k Sun 16/3 kl. 20:00 5.k Lau 29/3 kl. 20:00 9.k Sun 27/4 kl. 20:00 15.k Mið 19/3 kl. 20:00 aukas Sun 30/3 kl. 20:00 10.k Mið 30/4 kl. 20:00 Fim 20/3 kl. 20:00 aukas Lau 5/4 kl. 20:00 aukas Sun 4/5 kl. 20:00 Fös 21/3 kl. 20:00 6.k Sun 6/4 kl. 20:00 11.k Fim 8/5 kl. 20:00 Lau 22/3 kl. 20:00 7.k Fös 11/4 kl. 20:00 12.k Fös 9/5 kl. 20:00 Ótvíræður sigurvegari á merkustu leiklistarhátíðar Breta Óskasteinar (Nýja sviðið; Hof) Fös 14/3 kl. 20:00 Mið 19/3 kl. 20:00 Lau 22/3 kl. 20:00 Lau 15/3 kl. 20:00 Fim 20/3 kl. 20:00 Sun 23/3 kl. 20:00 Sun 16/3 kl. 20:00 Fös 21/3 kl. 20:00 Lau 29/3 kl. 20:00 í Hofi Glænýtt verk eftir Ragnar Bragason. Sýnt í Hofi 29/3. Sýningum lýkur í mars Skálmöld: Baldur (Stóra sviðið) Fim 3/4 kl. 20:00 gen Mið 9/4 kl. 20:00 2.k Mið 23/4 kl. 20:00 4.k Fös 4/4 kl. 20:00 frum Fim 10/4 kl. 20:00 3.k Fim 24/4 kl. 20:00 lokas Þungarokksleikhús sem drífur upp í ellefu! Aðeins þessar sýningar Ferjan (Litla sviðið) Fim 20/3 kl. 20:00 gen Lau 12/4 kl. 20:00 8.k Fim 8/5 kl. 20:00 aukas Fös 21/3 kl. 20:00 frums Sun 13/4 kl. 20:00 aukas Fös 9/5 kl. 20:00 18.k Þri 25/3 kl. 20:00 aukas Fös 25/4 kl. 20:00 9.k Sun 11/5 kl. 20:00 19.k Mið 26/3 kl. 20:00 2.k Lau 26/4 kl. 20:00 10.k Mið 14/5 kl. 20:00 20.k Fim 27/3 kl. 20:00 aukas Sun 27/4 kl. 20:00 11.k Fim 15/5 kl. 20:00 21.k Fös 28/3 kl. 20:00 3.k Þri 29/4 kl. 20:00 12.k Fös 16/5 kl. 20:00 22.k Lau 29/3 kl. 20:00 aukas Mið 30/4 kl. 20:00 aukas Lau 17/5 kl. 20:00 23.k Þri 1/4 kl. 20:00 4.k Fös 2/5 kl. 20:00 13.k Sun 18/5 kl. 20:00 24.k Mið 2/4 kl. 20:00 aukas Lau 3/5 kl. 20:00 14.k Þri 20/5 kl. 20:00 25.k Lau 5/4 kl. 20:00 5.k Sun 4/5 kl. 20:00 15.k Mið 21/5 kl. 20:00 aukas Sun 6/4 kl. 20:00 6.k Þri 6/5 kl. 20:00 16.k Fim 22/5 kl. 20:00 26.k Fös 11/4 kl. 20:00 7.k Mið 7/5 kl. 20:00 17.k Fyrsta leikrit eins ástsælasta rithöfundar þjóðarinnar Bláskjár (Litla sviðið) Fös 14/3 kl. 20:00 aukas Lau 15/3 kl. 20:00 aukas Sun 16/3 kl. 20:00 lokas Nýtt íslenskt verk eftir ungskáldið Tyrfing Tyrfingsson. Aðeins þessar sýningar! Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið) Sun 23/3 kl. 20:00 Sun 30/3 kl. 20:00 Fræðandi uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í Bláskjár – „Galsafengin og frumleg ádeila“ – HA, DV 64 menning Helgin 14.-16. mars 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.