Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.03.2014, Qupperneq 76

Fréttatíminn - 14.03.2014, Qupperneq 76
— 4 — 14. mars 2014 Ateronon fæðubótarefni hefur góð áhrif á hjarta- og æðakerfi. Ein tafla á dag í átta vikur getur hamlað oxun LDL-kólesteróls um 90 prósent. Ateronon er fyrsta og eina fæðubótar- efnið sem inniheldur líffræðilega virkt lycopene. Ein tafla af Ateronon á dag getur hamlað oxun LDL-kólesteróls í blóði um allt að 90 prósent á átta vik- um. Virka efnið í Ateronon er lycopene, öflugt andoxunarefni sem skipar stór- an sess í Miðjarðarhafsmataræði, og hafa góð áhrif þess á hjarta- og æða- kerfi löngum verið þekkt. Lycopene er náttúrulegt andoxunarefni sem finnst í tómötum og öðrum rauðum ávöxtum. Ateronon var þróað með það að mark- miði að gera náttúrulega vöru sem hef- ur jákvæð áhrif á heilsu fólks til langs tíma. Kólesteról lækkað á náttúrulegan hátt Ateronon bætir blóðflæði um allan líkama og hafa rann- sóknir sýnt að það sé eina fæðubótarefnið sem með góðum árangri hamlar oxun LDL-kólesteróls. Birna Gísladóttir er sölu- og markaðsstjóri IceCare. Ateronon hylkin fást í öllum apótekum, heilsuverslunum og í heilsuhillum stórmarkaða. Nánari upplýsingar má nálgast á icecare.is. Vísindamenn í Cambridge hafa í samstarfi við matvælafyrirtækið Nestle uppgötvað nýja leið til að gera lycopene líffræðilega virkt svo líkaminn geti nýtt það betur en áður hefur þekkst. Ateronon er einstakt efni og er einkaleyfisskráð sem nátt- úrulegt efni. Hömlun oxunar á LDL-kólesteról er lykillinn að því að hindra að fyrir- staða myndist í slagæðum. Ateronon bætir að auki blóðflæði um allan líkamann. Fyrirstaða í æðum gerir það að verkum að blóð á ekki eins greiða leið út í líkamann sem getur valdið heilsutjóni. Rannsóknir hafa sýnt að Ateronon er eina fæðubótar- efnið sem með góðum árangri haml- ar oxun LDL-kólesteróls. Ateronon má taka inn með lyfsseðilskyldum lyfjum. Efnið er unnið á náttúrulegan hátt og ekki er vitað um neinar aukaverk- anir. Fólki sem ekki þolir soja, tóm- ata eða mysuprótein er ráðlagt að nota ekki vöruna. Hylkin innihalda ekki erfðabreytt efni. Umsagnir sérfræðinga: „Algjörlega ný nálgun í meðferð á háu kólesteróli.“ Prófessor Anthony Leeds, Stjórnarmaður í HEART UK. „Ateronon virðist hafa áhrif á efna- skipti og LDL-kólesteról á allt annan hátt en hefðbundin andoxunarefni. Vegna virkninnar lofar Ateronon góðu í baráttunni við hjarta- og æða- sjúkdóma.“ Dr. Howard Sesso, aðstoðarpró- fessor í læknisfræði við Harvard háskóla í Boston. „Æðakölkun eða þrengingar af völd- um kólesteróls í slagæðum, er stór áhættuþáttur heilablóðfalla. Vitað er að mataræði sem inniheldur mikið af andoxunarefnum er ákjósanlegt til að minnka þrengingarnar. Því fögnum við niðurstöðum rannsókna á Ateronon.“ Dr. Peter Coleman, rann- sóknarforstjóri samtaka um heilablóðfall á Bretlandi. KYNNING Frjáls innflutningur blóðsuga bannaður Hjúkrunarfræðingur hugðist opna stofu hér á landi og bjóða upp á heilsubótar- og fegrunarmeðferðir með blóðsugum eða iglum en slíkt tíðkast víða um heim. Beiðni um leyfi til innflutnings var hafnað af at- vinnu- og nýsköpunar- ráðuneytinu. Eftirtalin Apótek og heilsubudin.is selja Proactiv® Solution AkureyrArApótek, Kaupangi - LyfjAver, Suðurlandsbraut 22 borgArApótek, Borgartúni 28 - gArðsApótek, Sogavegi 108 urðArApótek, Grafarholti - ÁrbæjArApótek, Hraunbæ 115 Apótek gArðAbæjAr, Litlatúni 3 - reykjAvíkurApótek, Seljavegi 2, Apótek HAfnArfjArðAr, Tjarnarvöllum 11 Heildsölubirgðir, Konkord ehf. S. 568 9999, heilsubudin@heilsubudin.is Í proactiv® solution eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkun koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur myndist. Við lofum því! Dagn ý HulDa Er lEnDsDót tir Wieslawa Ewa Helisz, hjúkrunarfræð- ingur frá Póllandi með íslenskt hjúkr- unarleyfi, stefndi að því að opna stofu hér á landi og bjóða upp á heilsubótar- og fegrunarmeðferð- ir þar sem lækn- ingablóðsugur eru notaðar en fékk ekki leyfi til inn- flutningsins. Ætlunin var að flytja blóð- sugurnar inn frá Póllandi þar sem þær eru ræktaðar á rannsóknarstofum sem reknar er af sérmenntuðum dýralæknum og með leyfi frá umhverfisráðuneyti Póllands sem vottar hverja sendingu, að sögn Wieslöwu. Í svarbréfi atvinnu- og ný- sköpunarráðuneytisins segir að Mat- vælastofnun leggi til að innflutningur verði ekki heimilaður þar sem sýnt þyki að blóðsugunum geti fylgt sýk- ingarhætta vegna bakteríusýkingar sem borist geti í fólk og dýr og því sé ekki óhætt að stunda aðgerðir með þeim á opnum meðferðarstofnunum þar sem fólk komi og fari og sé ekki undir stöðugu eftirliti og á fyrirbyggj- andi sýklalyfjagjöf. Í blóðsugumeðferð sýgur blóðsug- an sjúklinginn í 30 til 40 mínútur og tekur í sig um 10 til 15 ml. af blóði og stækkar við það 8 til 11 falt. Við bitið spýtir blóðsugan blóðþynningarefni inn í líkama sjúklingsins sem eykur blóðrás svæðisins sem hún sýgur. Hver blóðsuga er notuð einu sinni og fargað að meðferð lokinni. Að sögn Wieslöwu er algengt að nota blóðsugur í Póllandi og víðar um heim við ýmsum líkamlegum kvill- um, eins og blóðtappa, æðahnútum, kvillum í þvag- og kynfærum, húð- sjúkdómum, þrálátum sárum og í fegr- unarskyni. Leikkonan Demi Moore hefur nýtt sér blóðsugur til að við- halda unglegu útliti en mikla athygli vakti þegar hún gekkst undir slíka meðferð í Austurríki árið 2008. Vilhjálmur Ari Arason heimilis- læknir skrifaði grein um blóðsugur til lækninga á vefritið Pressuna í janú- ar í fyrra. Þar segir meðal annars að blóðusugumeðferðir eigi sér ævaforna sögu en hafi oftast verið notaðar í öðr- um tilgangi áður en gert er í dag. Þá hafi fólk haft trú á að blóðsugur gætu sogið óhreint blóð úr líkamanum en ekki hafi verið sýnt fram á gagnsemi slíkrar meðferðar í hjálækningum. Í ljós hafi hins vegar komið önnur gagn- leg meðferð sem felst í því að tæma gamalt blóð og niðurbrotsefni úr vef sem ekki nær að endurnýjast með eðlilegum hætti þegar blóðrásin sé sködduð. Vissir eiginleikar felist auk þess í munnvatni sem komi úr munni blóðsuganna við bitið, það hafi deyfandi og sýkladrepandi- auk blóðþynnandi áhrifa sem auki blóðflæði í vefnum í kring. Ýmis önnur efni í munnvatni blóðsuganna séu til skoðunar svo sem að hugsanlega auki þau gróanda og nýæðamyndun. Í grein Vilhjálms segir jafnframt að blóðsugumeðferð sé viðurkennd meðferð í lýta- og handarskurðlækning- um og að fyrir rúmlega tuttugu árum hafi blóðsugur verið notaðar á Borgarspítalanum þegar reynt var að bjarga blóðflæði í ágræddum fingri ungrar stúlku sem hætta var á að drep myndi komast í. Leikkonan Demi Moore hefur nýtt sér blóðsugur til að viðhalda unglegu útliti. Blóðsugur sjúga sjúklinga í 30 til 40 mínútur og taka í sig 10 til 15 ml. af blóði og stækka við það. Við bitið spýtir blóðsugan blóðþynn- ingarefni inn í líkama sjúklingsins sem eykur blóðrás. Ljósmynd/GettyImages/NordicPhoto. Wieslawa Ewa Helisz sótti um leyfi til að flytja blóðsugur til landsins frá Póllandi en beiðninni var hafnað. Ljósmynd/Hari. Kemur næst út 11. apríl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.