Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.03.2014, Síða 79

Fréttatíminn - 14.03.2014, Síða 79
— 7 —14. mars 2014 Óþarfi að gleyma kostum norræna mataræðisins mataræðisins, þar með talið grófa korn- inu. Hér á Íslandi var rúgurinn algeng- asta korntegundin allt fram undir 1940 en þá hafði hvítt hveiti náð yfirhöndinni. Þegar mest lét, um þarsíðustu aldamót, var rúgneyslan um fimmtíu kíló á mann á ári, en 3,2 kíló á mann árið 2010 sam- kvæmt tölum um innflutning. Rúgurinn var hafður í graut, slátur og brauð, rétt eins og byggið sem einnig var töluvert borðað á þessum árum. Kornneysla Ís- lendinga var því raunar meiri en núna, munurinn er bara sá, að þá var kornið mestmegnis heilkorn. Þeim sem vilja halda kílóunum í skefj- um og skerða hitaeiningarnar í fæðinu, án þess að minnka hollustuna, er bent á að sleppa gosi, sætindum, kexi og kök- um, og minnka jafnvel skammtinn af hvítum hrísgrjónum, hvítu pasta, brauði úr fínmöluðu mjöli og kartöflum. Í stað þess er um að gera að velja frekar gróf brauð, hafragraut eða annað gróft mjöl, ásamt öðrum hollum og góðum mat. Laufey Steingrímsdóttir, prófessor í nær- ingarfræði við Háskóla Íslands. nánar,“ segir Gísli Hreinn Halldórsson, þróunarstjóri Oxymap. Búnaðurinn passar á augnbotna- myndavélar frá japanska framleiðand- anum Topcon. Á tölvuskjá er svo litur æða í augnbotni skoðaður en hann gefur til kynna hver súrefnismettunin er. Tækið er einnig notað til að fylgjast með gagnsemi meðferðar sem veitt er og hjálpar þannig til við að stýra henni. Öll þróun fer fram hjá Oxymap í hús- næði Blindrafélagsins við Hamrahlíð en tækin eru sett saman í Bandaríkjunum og send til Íslands þar sem hugbúnað- inum er bætt við og virknin prófuð. „Þó við tölum um þetta sem tæki er stærsti hluti okkar vinnu við hugbúnaðinn sem er mjög framsækinn,“ segir Gísli. Reglulega eru haldnir fundir með notendum búnaðarins og sá síðasti var í Birmingham í janúar þar sem ákveðið var að tíu spítalar myndu framkvæma tveggja ára hóprannsókn á bláæðalok- unum. Að sögn Árna Þórs Árnasonar, framkvæmdastjóra Oxymap, myndi slík rannsókn kosta fyrirtækið millj- ónir króna og því mikill fengur að því að rannsóknarstofurnar standi straum að kostnaðinum. Tækin frá Oxymap eru notuð á f remstu augnlæknasjúkrahúsum heims. Í september síðastliðnum fékk Oxymap CE merkingu svo búnaðurinn uppfyllir ströng skilyrði til markaðs- setningar í Evrópu. Árni segir eftir- spurnina hafa aukist mikið síðan þá. „Við höfum aldrei áður haft eins marga fugla í skógi. Aðilar frá Noregi og Ír- landi hafa nýlega sett sig í samband við okkur og í Tyrklandi og Portúgal eru doktorsnemar að vinna verkefni um þetta svið. Það er mjög spennandi þegar þessi staða kemur upp og fólk vill fá okkar framleiðslu þegar hugsað er til framtíðar,“ segir Árni. Enn sem komið er hefur einu þýsku fyrirtæki tekist að þróa markaðsvöru með sömu virkni og búnaður Oxymap. Þá eru margir rannsóknarhópar sem nálg- ast verkefnið með öðrum hætti en eru ekki komnir með markaðsvöru. Árni segir besta vopnið í samkeppninni að gefa aldrei eftir í þróunarstarfinu. „Við erum komin á það stig að stóru fyrir- tækin eru öll farin að skoða það sem við erum að gera. Nokkur þeirra hafa áhuga á að innlima okkur svo við erum á fullu að gera fyrirtækið verðmætara áður en það verður selt.“ Núna í mars koma fulltrúar frá Quebec í Kanada á fund stjórnenda Oxymap. „Févana nýsköpunarfyrir- tækjum á Íslandi verður boðið að flytja til Kanada. Markmiðið er að búa til fyrirtæki og störf í Kanada til fram- tíðar. Það er ekki annað hægt en að hlusta á það sem verið er að bjóða því framtíð nýsköpunar er ekki björt á Ís- landi. Ísland gæti verið draumaland fyrir nýsköpun því menntun er góð og fólk hugsar út fyrir kassann. Vandinn er sá að það er ekki mikill áhugi á fjár- festingum í nýsköpun,“ segir Árni. Hann nefnir lífeyrissjóðina sem dæmi. „Þeir þurfa að koma 130 milljörðum í verkefni á ári og láta þá í fyrirtæki á hlutabréfamarkaði, í Bernhöftstorfuna og aðrar fasteignir. Þjóðarbúið þarf á gjaldeyri að halda og hann fáum við með því að setja fjármagn í starfsemi sem býr til störf og gjaldeyri. Það kost- ar okkur hjá Oxymap 2,5 milljónir að framleiða eitt tæki sem við seljum á 8,7 milljónir. Mismunurinn er gjaldeyrir,“ segir Árni. Stefna stjórnvalda er að skerða fram- lög til Tækniþróunarsjóðs tímabilið 2014 til 2016 og segir Árni mikið vanta upp á skilning á mikilvægi þróunar- starfs. „Ríkisstjórnin ætlar að koma atvinnulífinu aftur í gang en það fyrsta sem hún gerði var að skera niður fram- lög í Tækniþróunarsjóð. Slíkt þarf að hugsa til enda. Reynslan sýnir að þró- unarstyrkir skila sér margfalt til baka.“ Búnaðurinn gefur annað sjónarhorn á blinduvaldandi sjúkdóma, til dæmis tengda sykursýki, gláku og æðalokunum. Við erum komin á það stig að stóru fyrirtækin eru öll farin að skoða það sem við erum að gera. Hreystikall VIÐ LEITUM AÐ HRAUSTUM MÖNNUM TIL AÐ SKRÁ SIG Á SPJÖLD HEILSUSÖGUNNAR — S K R Á Ð U Þ I G N Ú NA Í S Í M A — 540 1903 — E Ð A Á N E T FA N G I N U — HEILSUSAGA@KRABB.IS Heilsusaga Íslendinga er langtíma­ rannsókn sem gefur einstaklingum innsýn í eigið heilsufar og skapar um leið framúrskarandi þekkingu í almannaþágu. Við bjóðum karlmönnum á aldrinum 20 – 69 ára á höfuðborgarsvæðinu að taka þátt. Þú svarar spurningalista um heilsufar á netinu og mætir í stutta skoðun í húsnæði Krabbameinsfélags Íslands. Heilsusaga Íslendinga er unnin í sam­ starfi Háskóla Íslands og Krabba­ meinsfélags Íslands og kannar áhrif lífsstíls, umhverfis, streitu og erfða á heilsufar. Ætlunin er að rannsóknin taki til um 100.000 Íslendinga á næstu 10 árum. Nánari upplýsingar má finna á: heilsusaga.hi.is #MOTTUMARS WWW.MOTTUMARS.IS — Svaraðu hreystikallinu og vertu þátttakandi í Heilsusögu Íslendinga —
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.