Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.03.2014, Side 80

Fréttatíminn - 14.03.2014, Side 80
— 8 — 14. mars 2014 „Eins og staðan er núna get ég ekki hugsað mér að koma heim. Ástæðan er einfaldlega sú að bæði kaup og kjör og svo starfsaðstæður á Íslandi eru ekki samkeppnishæf við Svíþjóð,“ segir Guð- björg Vignisdóttir, læknir í Gautaborg. Í ágúst lýkur Guðbjörg fimm ára sér- námi í heimilislækningum. Hún starfar á einkarekinni heilsugæslu. Guðbjörg er meðal þeirra ungu lækna í sérnámi erlendis sem standa frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort flytja eigi heim að námi loknu eða setjast að erlendis. „Planið var að koma heim en það er erfitt að ætla að sér það. Ofan á starfs- aðstæðurnar og launin spilar efnahags- ástandið á Íslandi líka inn í. Við erum svo sem ekki búin að taka endanlega ákvörðun um það að verða sænsk en við ætlum að vera hér í einhvern tíma í við- bót. Eitt eða tvö ár, svo sér maður til.“ Aðspurð segir Guðbjörg að launin sem henni bjóðast í Svíþjóð séu umtals- vert hærri en á Íslandi. „Það er verið að bjóða nýútskrifuðum læknum á opinberum heilsugæslum í kringum 63 þúsund sænskar krónur á mánuði. Það er það lægsta. Fólk getur verið að fá upp í 85 þúsund krónur sænskar fyr- ir 40 tíma dagvinnu.“ Þetta gerir á bilinu 1,1 milljón ís- lenskar krónur og upp í 1,5 milljón íslenskar krónur á mánuði fyrir dag- vinnu. Til samanburðar þá bjóðast nýútskrifuðum heimilislæknum á Ís- landi í kringum 600 þúsund krónur á mánuði. „Þetta snýst auðvitað ekki bara um laun heldur líka starfsaðstæður. Starfið snýst um fólk, líf og heilsu fólks. Að vinna sem læknir á undirmannaðri heilsugæslu felur í sér mikið álag,“ segir Guðbjörg. Hún segir að taka verði með í reikninginn að algengt sé að læknar á Íslandi hækki laun sín með því að taka aukavaktir og á móti þeim komi oftast engin frí. „Ég á þrjú börn og mér finnst æðislegt að þurfa ekki að vinna um kvöld og helgar.“ Eins og áður sagði starfar Guðbjörg á lítilli einkarekinni heilsugæslustöð. Svíar eru ekki þekktir fyrir annað en að gæta jafnræðis og því er forvitni- legt að spyrja hvernig þeim hafi tek- ist til með einkarekna heilsugæslu. „Þetta er kerfi sem leyfir einkarekstur en það leyfir ekki að fólk geti keypt sig framhjá kerfinu. Kerfið er hann- að þannig að allir eiga að hafa sömu möguleika á góðri heilbrigðisþjónustu og það er vel fylgst með því að allir sinni því verkefni sem lagt var upp með,“ segir Guðbjörg en hið opinbera fjármagnar allt kerfið og fjármagnið fylgir sjúklingnum. „Mér finnst þetta sanngjarnt að flestu leyti – mér líður vel að vinna í þessu kerfi,“ segir hún. Guðbjörg segir að frá því þetta kerfi var innleitt árið 2009 hafi námslæknum í heimilislækningum fjölgað umtals- vert. „Svíarnir leggja áherslu á heilsu- gæsluna og þetta kerfi virðist hjálpa til við að lokka fólk inn í þetta fag. Hér eru heimilislæknar líka almennt með hærri laun en sjúkrahúslæknar. Því var breytt í þá veru til að fá fleiri lækna til að sérhæfa sig í heimilislækningum. Svíarnir vilja nefnilega að heilsugæslan sé fyrsti staðurinn sem sjúklingar leita á þegar þeir veikjast.“ Ísland ekki samkeppnishæft N ú, fimm árum frá hruni heldur niðurskurður til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins áfram en á þessu ári er stofnuninni gert að skera niður um 100 milljónir. Á tímabilinu 2008 til 2012 var skorið niður um 400 milljónir. Á sama tíma eru kynntar umfangs- miklar breytingar á heilbrigðiskerfinu sem taka eiga gildi á næstu þremur árum þar sem heilsugæslan á að gegna lykil- hlutverki í grunnþjónustu þar sem stefnt er að betra aðgengi og styttri biðtíma. Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins, segir niðurskurð þessa árs ekki rýma við fyrirhugaðar breytingar sem fylgja þjónustustýringu og stærra hlutverki stofnunarinnar. „Þessi niðurskurður kem- ur mjög þungt niður á okkur eftir það sem á undan er gengið. Eigi þjónustustýringin að ganga upp þarf þvert á móti að efla heilsugæsluna hvað varðar mannskap og fjárveitingar því hún mun væntanlega taka við verkefnum annars staðar frá. Við getum ekki bætt við okkur umfram það sem við höfum í dag,“ segir Svanhvít. Til að mæta niðurskurði þessa árs er verið að skoða stytt- ingu síðdegisvakta á heilsugæslum á höfuðborgarsvæðinu. „Annað hvort verða vaktir sameinaðar þannig að þær verði færri eða vakttíminn styttur á einstökum stöðvum,“ segir hún. Fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða kemst ekki að hjá sínum lækni er síðdegismóttaka á heilsugæslustöð eina úrræðið og segir Svanhvít mjög bagalegt að þurfa að þrengja að þeim þætti starfseminnar. „Heilsugæslan er dagvinnu- stofnun í grunninn svo möguleikar okkar eru ekki margir þegar kemur að niðurskurði.“ Ekki verður ráðið í lausar stöð- ur eða til afleysinga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og á árinu verður störfum hjúkrunarfræðinga fækkað um 7,5. Breytingar í skugga niðurskurðar Á næstu þremur árum verða gerðar umfangsmiklar breytingar á íslenska heilbrigðiskerfinu sem fela meðal annars í sér þjónustustýringu þar sem heilsugæslunni er ætlað lykilhlutverk. Á sama tíma er áfram skorið niður hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Á þessu ári verður skorið niður þar um 100 milljónir. Forstjóri stofnunarinnar segir niðurskurðinn ekki í takt í við áætlanir um stærra hlutverk heilsugæslunnar í veitingu grunnþjónustu. Heilsugæslu- læknar á Ís- landi  Meðalaldur fastra heimilislækna er 54,1 ár  Meðalaldur þeirra sem hafa hætt er 46,8 ár  33 prósent heimilis- lækna eru 60 ára og eldri  2009 voru 93 starf- andi heimilislæknar undir 50 ára. Nú eru þeir 47.  Á næsta áratug láta 40 prósent heimilislækna af störfum vegna aldurs. Guðbjörg Vignisdóttir starfar á einkarekinni heilsugæslu í Gautaborg. Hún lýkur sérnámi í haust og ætlar ekki að flytja heim til Íslands að sinni. Formaður Félags íslenskra heimilislækna, Þór- arinn Ingólfsson, tekur í sama streng og Svanhvít og segir fyrirhugaðar breytingar jákvæðar en að áframhaldandi niðurskurður hjá Heilsugæslu höf- uðborgarsvæðisins hafi dregið eldmóðinn úr stétt- inni. „Til að innleiðing á svo stórum breytingum geti átt sér stað þurfa að koma til peningar,“ segir hann. Um 13.000 manns leituðu á síðasta ári til bráðamóttöku Landspítalans með erindi sem hefði mátt leysa í heilsugæslunni. Þórarinn segir að eigi að beina þeim fjölda til heilsugæslunnar þurfi fyrst að leysa ýmis mál innan hennar, eins og skort á heimilislæknum því ekki sé ásókn í lausar stöður. „Stétt heimilislækna er að eldast og eftir fimm til sex ár verður staðan orðin mjög slæm. Við þurfum að vona að þeir eldri vilji vinna til sjötugs en hætti ekki 67 ára.“ Þá bendir hann á að laun þeirra hafi verið lækkuð að meðaltali um 15 prósent árið 2009 og ekki verið leiðrétt síðan og því hafi margir heim- ilislæknar snúið sér að öðru. Árið 2009 voru starfandi sérfræðingar í heim- Framhald á næstu opnu

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.