Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.01.2014, Side 2

Fréttatíminn - 24.01.2014, Side 2
Forsetinn opnaði skrifstofu LS Retail í Dubaí Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, opnaði í vikunni formlega nýja skrifstofu LS Retail í Dubaí. Skrifstofan verður miðstöð þjónustu og sölustarfs LS Retail sem hefur um tveggja áratuga skeið þróað hugbúnaðarlausnir fyrir versl- anir og veitingarekstur og er leiðandi á heimsvísu á sviði hugbúnaðarlausna og þjónustu á grunni Microsoft Dynamics. Þau svæði sem heyra undir skrifstofuna í Dubaí eru Miðausturlönd, Afríka og Indland. Dubaí er nú í öðru sæti á eftir Lundúnum yfir borgir með hæst hlutfall alþjóðlegra fyrirtækja í verslunar- rekstri, samkvæmt skýrslu alþjóðlega fasteignaþjónustufyrirtækisins CBRE. „Meira en helmingur smásöluverslana í Miðausturlöndum notar nú þegar lausnir frá LS Retail og við höfum þannig tekið þátt í uppgangi Dubaí í alþjóðasamhengi og hyggjumst styrkja stöðu okkar til framtíðar með þessari skrifstofu,“ segir Magnús Norðdahl, forstjóri LS Retail. Barnaspítalinn fær gjöf frá landsliðskonum Leikmenn kvennalandsliða Íslands í fót- bolta og handbolta afhentu Barnaspítala Hringsins 400.000 krónur að gjöf í gær. Upphæðinni söfnuðu þær í góðgerðarleik sem liðin léku á milli jóla og nýárs. Keppt var í fótbolta og handbolta en vel var mætt á viðburðinn. Forsvarsmenn Barnaspítala Hringsins afhentu landsliðskonunum við þetta tækifæri þakkarskjal frá spítalanum og höfðu á orði að peningarnir myndu nýtast spítalanum vel. Landsliðskonurnar Margrét Lára Viðars- dóttir, Anna María Baldursdóttir, Elín Metta Jensen og Rakel Hönnudóttir úr fótbolt- anum og Guðný Jenný Ásmundsdóttir og Hanna Guðrún Stefánsdóttir afhentu gjöfina í gær. Rauði krossinn sendir föt til Hvíta Rússlands Gámur með tæpum tíu tonnum af fatnaði frá Rauða krossinum á Íslandi hefur verið sendur til Hvíta-Rússlands til dreifingar þar. Rauði krossinn sendir að jafnaði tvo fatagáma á ári út í samstarfi við systur- félag sitt í Hvíta-Rússlandi sem sér um að koma fatnaðinum til fátækra barnafjöl- skyldna og annarra skjólstæðinga þar í landi. Hérlendis hafa um 450 sjálfboðaliðar unnið að verkefninu sem kallast Föt sem framlag. Sjálfboðaliðarnir hafa útbúið staðlaða ungbarna- og barnapakka með hlýjum ullarflíkum, teppum og öðrum fatnaði. Um 26 prjóna- og saumahópar eru að störfum um allt land við að fram- leiða í pakkana, auk þess sem valin eru góð barna- og unglingaföt sem gefin eru í fatagáma Rauða krossins. Tæplega 3.000 manns í borgunum Vitebsk og Migolev fengu á síðasta ári föt og skólavörur frá Rauða krossinum. Rúmlega 21 þúsund ríkisstarfsmenn Alls starfa 21.102 manns hjá ríkinu sam- kvæmt svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðis- flokksins. „Af þeim eru 1.149 skipaðir fyrir 1. júlí 1996. Eftir þann tíma er enginn lengur skipaður ótímabundið heldur aðeins til fimm ára, að undanskildum hæstaréttar- og héraðsdómurum, og 37 ráðnir til starfa ótímabundið án gagnkvæms uppsagnar- frests,“ segir ennfremur í svarinu. Á síðasta ársfjórðungi nýliðins árs létust 570 einstaklingar og hafa aldrei látist fleiri einstaklingar á einum ársfjórðungi frá því að Hagstofan tók að birta mann- fjölda eftir ársfjórðungum árið 2010. Á sama tíma fæddust 1.060 börn, en það eru nokkru færri börn en fæddust á 4. ársfjórðungi 2012. Þá fæddust 1.110 börn. Í lok síðasta ársfjórðungs 2013 bjuggu 325.620 manns á Íslandi, 163.280 karlar og 162.340 konur. Landsmönnum fjölg- aði um 610 á ársfjórðungnum. Erlendir ríkisborgarar voru 22.690 og á höfuð- borgarsvæðinu bjuggu 208.710 manns. Á fjórðungnum fluttust 120 einstak- lingar til landsins umfram brottflutta. Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 25 umfram aðflutta, en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 140 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri karlar en konur fluttust frá land- inu. Noregur var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara en þangað fluttust 170 manns á 4. árs- fjórðungi. Til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar fluttust 350 íslenskir ríkis-  Mannfjöldi Í árslok bjuggu 325.620 Manns á Íslandi Aldrei látist fleiri einstaklingar á einum ársfjórðungi Um áramót bjuggu 325.620 manns hér á landi. Lands- mönnum fjölgaði um 610 á síðasta fjórðungi ársins 2013. Alls létust 570 einstaklingar á sama tíma og hafa aldrei fleiri andast á einum fjórðungi. borgarar af 580 alls. Af þeim 720 erlendu ríkisborgurum sem fluttust frá landinu fóru flestir til Póllands eða 180 manns. Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu frá Danmörku, 160, frá Noregi komu 120 og 100 frá Svíþjóð, samtals 380 manns af 560. Pólland var uppruna- land flestra erlendra ríkisborgara en þaðan fluttust 310 til landsins af alls 860 erlendum innflytjendum. Bandaríkin komu næst, en þaðan fluttust 50 erlendir ríkisborgarar til landsins. Allar tölur eru námundaðar að næsta tug. -jh Þ egar ný lög um velferð dýra og búfjár-hald tóku gildi um síðustu áramót og málaflokkurinn var fluttur frá sveitar- félögum til Matvælastofnunar voru sex sér- fræðingar í velferð og aðbúnaði dýra ráðnir til starfa víðs vegar um landið. Einn þeirra er Óðinn Örn Jóhannsson sem sinnir eftirliti í Suðurlandsumdæmi. Árið 2007 varð hann uppvís að slæmri meðferð á stóðhestinum Blæ frá Torfunesi sem hann var með á leigu til und- aneldis. Í lok dvalarinnar hjá Óðni var Blær í mjög slæmu ástandi og sagði meðal annars í skýrslu dýralæknis að hægt hafi verið að sjá nær öll rif hestsins og að hálsinn hafi verið eins og á veturgömlu trippi, auk þess sem bak- og lendarvöðvar voru mjög rýrir. Jafnframt kom þar fram að ljóst væri að ekki væri veik- indum um að kenna heldur alfarið vanfóðrun. Baldvin Kr. Baldvinsson, hrossaræktar- bóndi í Torfunesi og eigandi Blæs, segist að- spurður undrandi á ráðningunni hjá Matvæla- stofnun og að á sínum tíma hafi einnig komið sér á óvart að Óðinn hafi fengið að halda þá- verandi starfi sínu við búfjáreftirlit og forð- agæslu á vegum Bændasamtakanna hjá sveit- arfélögum á Suðurlandi. Haft var samband við Óðin við vinnslu frétt- arinnar en hann vildi ekki tjá sig um málið. Í frétt á miðlinum Hestafrettir.is frá 21. septem- ber 2007 er haft eftir Óðni að hann tæki fulla ábyrgð á slæmu fóðurástandi Blæs frá Torf- unesi og að hann hafi talið ástæðuna vanmat sitt á holdafari hestsins. Í skriflegu svari frá Stefáni Guðmundssyni, forstöðumanni rekstrar- og mannauðssviðs Matvælastofnunar, við fyrirspurn Fréttatím- ans kemur fram að í ráðningarferlinu hafi Mat- vælastofnun skoðað mál Blæs frá Torfunesi en eftir jákvæða umsögn fyrri vinnuveitenda hafi Óðinn verið metinn hæfasti umsækjandinn um auglýst starf í Suðurlandsumdæmi. Í svarinu segir einnig að þegar málið fór til Landbúnað- arstofnunar árið 2007 hafi verið gerðar alvar- legar athugasemdir við fóðurástand og um- hirðu hestsins en ekki þótt ástæða til að ætla að hann hefði orðið fyrir varanlegum skaða og lauk því málinu án frekari aðgerða. „Ég sé eftir því að hafa ekki kært meðferðina á Blæ til lögreglu á sínum tíma,“ segir Baldvin sem hélt það vera í réttum farvegi þar sem dýralæknir hafi sent skýrslu um málið til Matvælastofnunar. Baldvin segir það fjarri lagi að Blær hafi náð fullri heilsu. „Lengi var andleg líðan Blæs ekki söm. Það heyrðust í honum stunur sem var honum ólíkt. Í nokkur ár var hann mjög kvíðinn en hefur náð ágætu jafnvægi núna en skepnur ná sér aldrei að fullu eftir svona meðferð.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is  dýravelferð uMdeild ráðning sérfræðings hjá Matvælastofnun Hæfasti umsækjandinn svelti stóðhest árið 2007 Matvælastofnun réð á dögunum sérfræðing í velferð og aðbúnaði dýra í Suðurlandsumdæmi sem árið 2007 viðurkenndi slæma meðferð á stóðhestinum Blæ frá Torfunesi sem var í kjölfarið vart hugað líf. Matvælastofnun fór yfir málið í ráðningarferlinu en mat sérfræðinginn hæfasta umsækjandann eftir jákvæða umsögn frá fyrri vinnuveitanda. Eigandi hestsins furðar sig á ráðningunni. Í skýrslu dýralæknis sem gerð var eftir dvöl hestsins í umsjón Óðins Arnar Jóhannssonar sagði meðal annars að sjá mætti nær öll rif hestsins og að hálsinn væri eins og á veturgömlu trippi, auk þess sem bak- og lendarvöðvar væru mjög rýrir. Ljóst var að ekki væri veikindum um að kenna heldur alfarið vanfóðrun. Myndin að neðan var tekin þegar Blær kom til dvalar hjá Óðni Erni Jóhannssyni haustið 2007, við góða heilsu, en í lok dvalarinnar var honum vart hugað líf vegna vanfóðrunar. Mynd/Anna Fjóla Gísladóttir Hægt var að sjá nær öll rif hestsins. 2 fréttir Helgin 24.-26. janúar 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.