Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.01.2014, Síða 31

Fréttatíminn - 24.01.2014, Síða 31
Ef maður tognar eða fótbrotnar þá er lágmarks- tími fimm dagar þangað til maður verður sóttur. – G Ó Ð U R Á B R A U Ð – Í S L E N S K U R GÓÐOSTUR eða fótbrotnar þá er lágmarks- tími fimm dagar þangað til maður verður sóttur. Við erum mjög með- vitaðir um það að maður tekur ekki neina sénsa. Það bilaði hjá okkur á versta stað uppi á háslétt- unni, á hæsta punkti jökulsins. Þar var 40 stiga frost og milli 15 til 20 vindstig og mikill skafrenn- ingur. Þar gat enginn flugvél lent þó að maður hefði kallað á eftir hjálp. Flugvél flýgur ekki þangað því að hún getur hvergi lent,“ segir Arnór. Segir Arnór það svæði erfiðast yfirferðar því þar er mesti kuldinn og mesta hæðin. Ef fólk hefur ekki farið í hæðaraðlögun þá fær það hausverk, ælir og fær niður- gang. „Enginn hjá okkur veiktist alvarlega en tveir af okkur fengu mikinn hausverk og var flökurt. Maður fann það ef maður var að verða veikur, þá drakk maður mikið og reyndi að borða eins og hægt var,“ segir Arnór. „Demparaturn brotnaði en við höfum aldrei lent í því áður. Fyrir næsta tímabil verða allir bílar teknir og þessir hlutir sem biluðu núna skoðaðir sérstaklega,“ segir Arnór. Segir hann að járn verði mun stökkara við þessar aðstæður og erfitt sé að standa og vinna úti í svona miklum skafrenningi, frosti og miklum vindi. „Við vorum í tæplega 3400 metra hæð og við þær aðstæður tekur allt breytingum. Þarna vorum með brotinn bíl þannig að rafgeymarnir voru teknir úr og þeir notaðir til að sjóða saman. Við gátum bjargað okkur því að við höfðum tekið mik- ið af varahlutum með okkur. Pálmi er vanur suðumaður þannig að það hefði ekki breytt neinu þó að við hefðum verið fleiri,“ segir Arnór. Pirringur óhjákvæmilegur Arnór segir að stundum hafi verið erfitt að vera á þessum stað og þreyta og pirringur hafi gert vart við sig, sérstaklega eftir að hafa verið að keyra í þessari hæð. „Menn verða pirraðir og þreyttir en það kom samt aldrei fyrir að menn segðu hreyttu fúkyrðum hver í annan í talstöðvarnar, þeir héldu því hjá sér. Stundum var maður alveg búinn að fá nóg og hugsaði, hvað í andsk... er maður að þvælast hingað..... en eftir góðan svefn var maður tilbúinn í hvað sem er,“ segir Arnór. Eitt af verkefnum Arnórs var að taka á móti eldsneyti í 200 lítra tunnum sem komu niður með fall- hlífum. Það gekk áfallalaust fyrir sig. „Við vorum með tvo bíla og það eru kranar á bílunum sem not- aðir eru til að hífa tunnurnar upp. Þær eru síðan settar eru á pall og keyrðar. Stundum hefur það komið fyrir að tunnurnar hafa farið of langt ofan í snjóinn og stundum hefur það komið fyrir að þær hafa sprungið en það var ekki ein tunna sem skemmdist,“ segir Arnór. „Himinn og jörð urðu bara að einum hvítum fleti og menn fengu svokallaða hvítblindu eða „whi- teout“. Þá heldur maður engum ferðahraða og þarf að passa sig að fara ekki fram af einhverju því snjóskaflarnir voru svo háir. Mikið var um samansafnaðan púðursnjó sem veldur því að bíllinn sunkar allt í einu niður,“ segir Arnór. Hjálp berst ekki í marga daga Þrátt fyrir að ferðin hafi stundum verið erfið var ánægjulegt að komast á Suðurpólinn. „Það greip mig ákveðin geðshræring þegar ég komst á Suðurpólinn sjálfan og snerti þessa stöng sem allar myndir eru af. Ég tók myndskeið af mér þegar ég var að ganga að stönginni. Þegar ég skoðaði myndina nokkrum dögum seinna heyrði ég ákveða geðshræringu í röddinni,“ segir Arnór. „Það er skrítið að vera staddur á stað þar sem þú þarft að bíða í 5 daga eftir aðstoð ef það kemur eitthvað fyrir og þú verður að gera það sem þú getur til þess að koma bílunum af stað aftur í hæft ástand, að koma þeim annað hvort lengra inn á jökul- inn eða snúa við og fara til baka sem möguleiki er á að flugvél lendi. Ef það vantar eitthvað þá er möguleiki á að fá birgðir niður með fallhlíf en ekki til þess að fara að sækja fólk, ef það er veikt eða slasað,“ segir Arnór. Arnór safnaði að sjálfsögðu skeggi, eins og gefur að skilja, en synir hans voru ekki alveg með á hreinu hvort að þetta væri pabbi þeirra þegar hann komst loks heim. Hann segir að sjónin sé enn að venj- ast myrkrinu frá því að hann kom heim því að hann þurfti að vera með sterk sólgleraugu allan sólarhring- inn. Heildarupplifun af ferðinni er já- kvæð, að mati Arnórs, því að hann er til í að fara aftur í styttri ferð. Arnór var um tvo sólarhringa að fljúga til Íslands, tók sér þriggja daga frí og var mættur aftur á verkstæðið, svo vinnuglaður er hann. Arctic Trucks er eina fyrirtækið sem er komið með góða reynslu á þessari leið um Suðurpólinn og bílarnir hafa sannað sig en stefnan er tekin á að byggja upp frekari ferðamannaþjónustu. Fyrirtækið Ca- terpillar var með ferð á tveimur jarð- ýtum en sú ferð mistókst algjörlega, að mati Arnórs. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is viðtal 31 Helgin 24.-26. janúar 2014

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.