Fjárfesting 1945-1989 - 01.06.1991, Page 12
Á hinn bóginn byggir framleiðsluuppgjörið á því að meta verðmætasköp-
unina eða virðisaukann þar sem hann verður til en ekki þar sem honum er
ráðstafað. Virðisaukinn verður til í einstökum fyrirtækjum og atvinnugrein-
um og samanstendur af vinnulaunum, afskriftum af framleiðslufjármunum
og hreinum hagnaði fyrirtækja áður en kemur til greiðslu vaxta.
Priðja uppgjörsaðferðin er tekjuskiptingaruppgjörið en ekki hefur enn
gefist tóm til þess að fullmóta og ljúka þjóðhagsreikningum hérlendis eftir
þeirri aðferð. Aðferðin byggir á því að meta virðisaukann eftir að honum
hefur verið útdeilt til þeirra, sem átt hafa þátt í myndun hans.
Allar þessar aðferðir ættu að gefa sömu niðurstöðu því í reynd er alltaf
verið að meta sömu stærðina, þ.e. árangur efnahagsstarfseminnar eða
virðisaukann á ákveðnu tímabili, oftast einu ári. Munurinn felst einungis í því
hvar verðmætin eru metin, þ.e. hvort þau eru metin þar sem þeim er
ráðstafað eða þar sem þau verða til.
Undanfarin þrjátíu ár hefur íslensk þjóðhagsreikningagerð byggst á fyrst
töldu aðferðinni, þ.e. ráðstöfunaruppgjörinu. Það er ekki fyrr en á síðustu
árum að framleiðsluaðferðinni hefur einnig verið beitt. Uppgjör frá fram-
leiðsluhlið hefur nú verið gert fyrir tímabilið 1973-1988 og á grundvelli þess
má m.a. fá vitneskju um hlutdeild einstakra atvinnugreina í landsframleiðsl-
unni. Pessi vitneskja er þörf viðbót við hinar hefðbundnu upplýsingar um
einkaneyslu, samneyslu o.fl. sem ráðstöfunaruppgjörið gefur.
Eins og áður segir er tilgangur þjóðhagsreikninga að setja fram tölulega og
á kerfisbundinn hátt yfirlit yfir efnahagsstarfsemina í þjóðarbúskapnum í
heild. Áhersla er lögð á heiidarmyndina og því þarf iðulega að byggja á
misjafnlega traustum heimildum. Pess eru einnig allmörgdæmi að geta þurfi í
eyður fyrirliggjandi heimilda og vega og meta heimildir eða vísbendingar
þegar þær stangast á. Allt er þetta gert til þess að fá tímaraðir sem eru
samræmdar og samfelldar og lýsa breytingum á einstökum stærðum frá ári tii
árs, bæði á verðlagi hvers árs og einnig á föstu verðlagi eins og nánar verður
lýst í 3. kafla hér á eftir. Áherslan á samræmdar tímaraðir veldur því einnig að
iðulega reynist nauðsynlegt að endurskoða þjóðhagsreikningatölur sem áður
hafa verið birtar vegna þess að nýjar og betri heimildir fást.
Annað tilefni til þess að endurskoða áður birtar þjóðhagsreikningatölur
gefst þegar kerfisbreytingar verða á þeim alþjóðlegu stöðlum sem Samein-
uðu þjóðirnar leggja til að notaðar séu. Síðasta endurskoðun af þessu tagi
varð á árinu 1968 er Sameinuðu þjóðirnar gáfu út núgildandi þjóðhagsreikn-
ingakerfi, „A System of National Accounts“ SNA, sem áður var vitnað til.
Aðlögun íslenskra þjóðhagsreikninga að þessu kerfi lauk að hluta á árinu
1985 en þá voru allar þjóðhagsreikningatölur frá 1980 og síðar samræmdar
hinu nýja kerfi. Gerð var grein fyrir þessari endurskoðun í skýrslu nr. 4 í
ritröð Þjóðhagsstofnunar um þjóðhagsreikninga en hún kom út á miðju árinu
1985. Síðla árs 1986 var síðan lokið við að samræma tölur áranna fyrir 1980
hinu nýja þjóðhagsreikningakerfi og eftir það hafa allar tölur frá Pjóðhags-