Fjárfesting 1945-1989 - 01.06.1991, Page 13
stofnun verið í samræmi við hið nýja kerfi. Segja má að það sé ekki seinna
vænna því á vegum Sameinuðu þjóðanna og fleiri alþjóðastofnana er nú
unnið að nýrri endurskoðun á SNA. Áformað er að þeirri endurskoðun ljúki
snemma árs 1993.
1.2 Fjárfestingin í samhengi annarra þjóðhagsstœrða.
Af framansögðu má ljóst vera að fjárfestingarrannsóknir eru liður í
fyrsttöldu aðferðinni, þ.e. ráðstöfunaruppgjörinu. Þessar rannsóknireigasér
alllanga sögu hérlendis, eins og rakið er í kafla 1.3 hér á eftir.
Við vinnslu ráðstöfunaruppgjörsins notfæra menn sér þá staðreynd, að
þeim verðmætum, sem myndast í þjóðarbúskapnum, er jafnframt ráðstafað,
annaðhvort til neyslu eða fjárfestingar (þ.m.t. birgðabreytinga). Summa
þessara tveggja Iiða að viðbættum útflutningi en að frádregnum innflutningi
vöru og þjónustu, er þá jöfn landsframleiðslunni. Samhengi þessara þjóð-
hagsstærða má tákna á jöfnuformi með eftirfarandi hætti:
GDP = C + G + I + B + (X-M)
þar sem GDP táknar : verga landsframleiðslu
C “ : einkaneyslu
G “ : samneyslu
I “ : fjárfestingu
B “ : birgðabreytingu
X “ : útflutning vöru og þjónustu
M “ : innflutning vöru og þjónustu
Neyslunni hefur hér verið skipt í tvennt, einkaneyslu og samneyslu, og
birgðabreytingar eru sýndar sérstaklega. Petta form þjóðhagsreikninga er
sennilega það sem algengast er og oftast birt. Jöfnuformið gefur til kynna að
með því að meta sjálfstætt hvern einstakan lið í hægri hlið jöfnunnar, þ.e.
einkaneyslu, samneyslu o.s.frv., megi að lokum fá niðurstöðu um verðmæti
landsframleiðslunnar. Þessi skýrsla fjallar um einn þátt ráðstöfunarinnar,
þ.e. fjárfestinguna. Á árinu 1989 var innbyrðis skipting þessara liða sem hér
segir:
Hlutfallsleg skipting 1989
O/
/o
1. Einkaneysla ............................ 59,6
2. Samneysla .............................. 19,1
3. Fjárfesting............................. 18,8
4. Birgðabreytingar........................ -0,3
5. Þjóðarútgjöld.......................... =97,1
6. Útflutningur............................ 36,8
7. Innflutningur........................... 33,9
8. Verglandsframleiðsla......... = 100,0