Fjárfesting 1945-1989 - 01.06.1991, Page 16

Fjárfesting 1945-1989 - 01.06.1991, Page 16
breyting á tölu kálfa, lamba, grísa og annars þess bústofns sem líkja má við vörubirgðir til birgðabreytinga. 5) Verslunarálagning og þóknun vegna viðskipta með land eða önnur þau verðmæti sem hafa ekki verið framleidd og teljast að öðru leyti ekki til fjárfestingar. Fjárfestingu á að verðleggja á markaðsverði eða með öðrum orðum á verði til kaupenda (purchasers’ value). í því felst að til fjárfestingar telst flutnings- kostnaður, verslunarálagning, tollar, uppsetningarkostnaður og allur annar kostnaður sem til fellur áður en rekstur getur hafist. Ef framkvæmdir eru á eigin vegum á að leggja til grundvallar útlagðan kostnað að viðbættri reiknaðri eigin vinnu. Af upptalningunni hér að ofan má ráða að iðulega kann það að orka tvímælis hvort um er að ræða fjárfestingu eða rekstrarkostnað þ.e. aðföng. í þessu efni gegnir svipuðu máli og í bókhaldi atvinnurekstrarins og meginlínur eru þær sömu. Eitt álitaefnið er hvenær viðgerðir eða endurbætur teljist það viðamiklar að þær eigi að eignfæra í bókhaldi og afskrifa. Annað álitaefni er rannsókna- og þróunarkostnaður. Almenna reglan er sú að eignafæra ekki þennan kostnað. Um tímasetningu fjárfestingar gildir sú almenna regla að kaupandi telst hafa fjárfest þegar lögformleg eigendaskipti hafa farið fram. Hér að framan er lýst hvað telja beri til fjárfestingar frá fræðilegu sjónarmiði. Ekki hefur þó verið hægt að fylgja þeim reglum til hlítar. 2.2 Fjárfesting og þjóðarauður. Þar sem fjárfestingin sýnir árlega viðbót við fjármunaeignina má á grundvelli fjárfestingar fá mynd af fjármunaeigninni þ.e. þjóðarauðnum í lok hvers tímabils. Þetta má sýna með eftirfarandi hætti: Þjóðarauður í byrjun tímabils -I- Verg fjárfesting - Afskriftir = Þjóðarauður í lok tímabils Samkvæmt þessu ræðst þjóðarauður af árlegri fjárfestingu og afskrift. En afskriftum er ætlað að lýsa sliti og úreldingu fjármunanna vegna notkunar þeirra í atvinnurekstrinum. í því sambandi koma upp tvö álitaefni, annars vegar í hve mörg ár ætla megi að fjármunirnir endist og hins vegar hvernig dreifa eigi afskriftinni á áætlaðan endingartíma. Ekki er ætlunin að lýsa þessum álitaefnum hér. Hins vegar hefur þeirri aðferð verið fylgt hér að afskrifa þjóðarauðinn um fasta prósentu af afskrifuðu verðmæti hverju sinni. Þetta þýðir í reynd að afskriftin er hröðust fyrstu árin. Afskriftaprósentur eru mismunandi eftir tegundum fjármuna. Sem dæmi má nefna þá er afskriftaprósentan af íbúðarhúsnæði 2,5%, 15% af atvinnu-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fjárfesting 1945-1989

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjárfesting 1945-1989
https://timarit.is/publication/1062

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.