Fjárfesting 1945-1989 - 01.06.1991, Page 18
annaðhvort með því að meta fjárfestinguna beint hjá þeim sem kaupir
fjárfestingarvöruna eða þá að meta framleiðsluna. Sé seinni leiðin valin
verður þá jafnframt að hafa í huga að framleiðslunni, það er umsvifunum hjá
byggingarfyrirtækjum og öðrum framleiðendum, er einnig að einhverju leyti
ráðstafað til viðhalds og útflutnings eins og ráða má af jöfnunni.
í fjórða kafla hér á eftir er nákvæmlega lýst þeim aðferðum sem beitt er við
að áætla hvern lið fjárfestingarinnar. í sem stystu máli má greina á milli
fjögurra aðferða:
1) Byggt er á innfluttum fjárfestingarvörum á cif-verði. Við það verðmæti
er síðan bætt opinberum gjöldum og kostnaði við innflutninginn og
álagningu innflytjandans. Reiknað er með uppsetningarkostnaði þar
sem það á við.
2) Notaðar eru skýrslur byggingarfulltrúa í hverju umdæmi um byggingar-
framkvæmdir í rúmmetrum. Þessir rúmmetrar eru síðan verðlagðir eins
og lýst er í kafla 3.2 hér á eftir.
3) í sumum tilvikum er byggt á beinum upplýsingum frá framkvæmdaaðil-
um eða ársskýrslum þeirra. Þessi aðferð er t.d. notuð við stórfram-
kvæmdir, eins og virkjanaframkvæmdir, framkvæmdir hins opinbera
o.fl.. Hér er það notandinn sem er spurður.
4) Upplýsinga um innlenda framleiðslu á fjárfestingarvöru er í sumum
tilvikum aflað frá framleiðanda eða fjárfestingarlánasjóðum. Dæmi um
þetta er innlend skipasmíði.
Af þessu má sjá að heimildirnar við gerð fjárfestingarskýrslna eru úr
ýmsum áttum og ýmist er byggt á upprunahlið eða ráðstöfun. Pegar svo
háttar til verður jafnan að gæta þess að heimildir rekist ekki á eða skarist svo
valdi tvítalningu en jafnframt þarf þess að gæta að fjármunategundir falli ekki
niður á milli heimildaflokka. Nærtækasta Iausnin á þessu máli væri að byggja
að mestu á einni og sömu heimild eða að nota hana til þess að sannprófa
niðurstöður. Liggur þá beinast við að nýta ársreikninga fyrirtækjanna. En
undanfarin ár hefur Þjóðhagsstofnun, í tengslum við úrvinnslu úr ársreikn-
ingum fyrirtækja, safnað upplýsingum um viðbót varanlegra rekstrarfjár-
muna hjá þeim fyrirtækjum sem eru í úrtaksathugun stofnunarinnar. Enn
sem komið er hefur þó ekki verið talið fært að nota þessar upplýsingar við
mat á fjárfestingunni í einstökum atvinnugreinum. Ástæðan er sú að nokkuð
er mismunandi hve greinilega fjárfesting ársins kemur fram í ársreikningum,
einkum á þetta við um smærri fyrirtækin. Einnig er þess að geta að veruleg
flokkunarvandamál koma upp þegar flokka þarf t.d. ýmsa innflutta fjármuni
sem hafa nokkuð almenna notkun niður á atvinnugreinar.
16