Fjárfesting 1945-1989 - 01.06.1991, Page 25
g) Bústofnsbreytingar.
Breytingar á þeim bústofni sem upplýsingar liggja fyrir um teljast nú til
fjárfestingar samkvæmt hinu nýja þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóð-
anna (SNA). En þjóðhagsreikningar hér á landi hafa verið aðlagaðir þessu
nýja kerfi frá og með árinu 1957. Heimildir um bústofnsbreytingar eru frá
Búnaðarfélagi íslands.
4.2 Fiskveiðar.
a) Togarar.
Innfluttir togarar eru taldir samkvæmt verslunarskýrslum. Smíði togara
innanlands tekur yfirleitt meira en eitt ár. Upplýsingar um smíði togara
innanlands eru frá Fiskveiðasjóði og skipasmíðastöðvum. Ef smíði skips
tekur meira en eitt ár er kostnaðinum skipt niður á viðkomandi ár samkvæmt
upplýsingum skipasmíðastöðvarinnar. Sala togara úr landi er dregin frá
fjárfestingu viðkomandi árs, og er þá miðað við útflutningsverð í verslunar-
skýrslum.
b) Bátar.
Sömu aðférðum er beitt við mat á fjárfestingu í bátum og togurum, sjá
hér að framan.
c) Vélar og endurbætur.
Hér eru taldar endurbætur togara og báta. Endurbætur sem fram-
kvæmdar eru innanlands eru aðallega áætlaðar eftir útlánum Fiskveiðasjóðs
til þessara verkefna. Þær endurbætur togara og báta, sem framkvæmdar eru
erlendis, eru taldar samkvæmt upplýsingum Seðlabanka íslands.
4.3 Iðnaður.
a) Vinnsla landbúnaðarafurða.
1. Byggingar. Byggingar eru ýmist taldar eftir byggingarskýrslum eða
samkvæmt upplýsingum framkvæmdaaðila. Hér er einkum um að ræða:
kjötfrystihús, mjólkurbú og sláturhús. Pegar rúmmál er reiknað til
verðs, er verð á þessum byggingum 60% af rúmmetraverði vísitöluhúss-
ins.
2. Vélar og tæki. Vélar og tæki eru ýmist talin eftir upplýsingum fram-
kvæmdaaðila eða samkvæmt verslunarskýrslum. Þegar um er að ræða
innfluttar vélar samkvæmt verslunarskýrslum, er bætt við cif-verðið
opinberum gjöldum og kostnaði við innflutninginn og áætlaður er
niðursetningarkostnaður vélanna.
b) Vinnsla sjávarafurða.
1. Byggingar. Byggingar í vinnslu sjávarafurða eru oftast taldar samkvæmt
byggingarskýrslum. Þó eru dæmi um það, að byggingarkostnaður sé
talinn samkvæmt upplýsingum framkvæmdaaðila. Verðlagningu bygg-