Fjárfesting 1945-1989 - 01.06.1991, Page 47
6.4 Hagmœlinganiðurstöður.
Þegar reynt er að fella íslenskar fjárfestingatölur að þeim kenningum sem
rætt var um hér að framan er eðlilegt að prófa fyrst einföldustu og elstu
kenninguna, þ.e.a.s. hraðalinn. í einföldustu útgáfu hraðalsins var gert ráð
fyrir að hlutfall fjármuna og framleiðslu væri fast, en síðar var gert ráð fyrir að
aðeins kæmi fram hluti „leiðréttingar“ í átt að æskilegu jafnvægi í hverju
tímaskrefi og það er sú útgáfa sem er notuð hér.
Hér verða settar fram jöfnur fyrir nettófjárfestingar (þ.e.a.s. heildarfjár-
festingu að frádreginni endurnýjunarfjárfestingu), en niðurstöður eru svip-
aðar séu notaðar heildarfjárfestingar. Fastafjármunir í lok ársins t eru
táknaðir með Kt og framleiðsla á árinu t með Qt. Litlir stafir tákna að
náttúrlegur lógaritmi hefur verið tekinn og A á undan breytu táknar að
tímamismunavirkjanum hefur verið beitt á breytuna. Því gildir
Ax, = Alog X, = log Xt - log X,.!
= logCX/X,,) = (X. - X„)/X,,
og síðasta formúlan minnir á að log-mismunur er nálgun á prósentubreyt-
ingu. En hér er hraðallinn metinn með tveggja þrepa aðferðinni á ársgögnum
1974-1988:
Ak, = 0,16 + 0,16-(qt - k,.t) - 0,26-Aq,t + 0,41-Ak,,
(0,04) (0,04) (0,09) (0,15)
(R2a = 0,71, s = 0,0077, DW = 1,84)
Staðalskekkjur stuðla eru í svigum fyrir neðan þá, en á eftir jöfnunni er
margfylgnistuðull leiðréttur fyrir frelsisgráðufjölda, staðalfrávik frávika í
jöfnunni og Durbin-Watson gildið.10
10 Ekki er vert að gera mikið af stöðugleikaprófum og öðru slíku fyrir svo fáar athuganir.