Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 5

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 5
S VEIT ARST J ÓRN ARMÁL Tímarit um málefni íslenzkra sveitarfélaga Út^cfandi: Samband íslcnzkra svcitarfcla^a. Ritstjóm: Jónas GuSmundsson, Ólafur B. Björnsson, Eiríkur Páls- son, Björn GuSmundsson og Karl Kristjánsson. Utanáskrift: „SVEITARSTJÖRNARMÁL", Túngötu 18, Reykjavik. 8. AKGANGUH 1948 i.HEFTI Frá þingi sænskra hreppsfélaga —- Svenska Laiidkommunernas Förbund — 16--18 júní 1947 Vorið 1947 barst stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga bréf frá Sanmbandi sænskra sveitarfélaga (Svenska Landkommunernas Förbund), þar sem sambandinu var boðið að senda fulltrúa á þing sænska sambands- ins, sem halda átti dagana 16. til 18. júní, í Stokkhólmi. Form. Sambands ísl. sveitarfélaga, Jónas Guðmundsson, þurfti um líkt leyti að mæta sem fulltrúi Islands í Sviss, og gat þvi ekki mætt. Ég átti erindi til Stokkhólms um þessar mundir, og varð þvi að ráði, að ég mætti fyrir Islands hönd á þingi þessu. Þingið var sett mánudaginn 16. júní, í hljómleikahúsinu í Stokkhólmi, er það fögur bygging og rúmgóð húsakynni. Formaður sambandsins, Martin Anders- son, bauð menn velkomna með ræðu, og kom viða við. Hann minntist á, að það væri ómetanlegt fyrir sambandið og ýmsar deildir þess, að sitja þing með fulltrúum frá héruðum landsins, einnig hvað þýð- ingarmikið það væri fyrir sveitarstjórnar- menn frá ýmsum löndum að fá við og við tækifæri til þess að hittast og ráða ráðum sínum um sameiginleg vandamál. Þá vék hann að aðalmáli þingsins, fækk- un sveitarfélaganna, sem ákveðið hefm* verið með lögum, að fari fram árið 1950. Gat hann þess, að sveitarstjórnarmálin væru orðin svo umfangsmikil, og sveitun- rnn væru lagðar svo miklar skyldur á herðar, að stjórnarvöldunum hafi þótt á- stæða til að taka til athugunar, hvort sveit- arfélögin væru svo fjárhagslega sterk, að þau gætu bætt á sig auknum kvöðum, sem sífellt væru á þau lagðar, og sem hafa komið enn harðar niður á þeim, vegna þess hvað fólk hefur flutt mikið úr sveit- um í kauptún og kaupstaði. Til þess að gera hreppunum fært að standast þessi auknu útgjöld, þótti nauð- synlegt að sameina minni hreppa í stærri og fjárhagslega sjálfstæðari hreppsfélög. Sagðist hann vera fullviss, að þessar end- urbætur reyndust gagnlegar fyrir sveitar- félög og ríki. Eftir að fækkun hreppanna hafði verið ákveðin, taldi sambandið hyggilegt að breyta skipulagi sínu þannig, að hrepp- arnir mynduðu héraðasambönd víðsvegar um landið, en þau væru aftur undir stjórn landssambandsins. I sambandinu væru nú um 2000 hrepp- ar. Ef þeir sendu allir fulltrúa á þing, yrðu þeir 2—3000 að tölu. Fyrir utan það, að ekkert húsnæði rúmaði slíkan fulltrúa- fjölda, mætti gera ráð fyrir, að svo fjöl- menn samkoma yrði lítt starfhæf. Til þess að gera þingið starfhæfara, hefði verið talið nauðsynlegt að fækka fulltrúunum, þannig að héraðasamböndin kysu samtals um 150 fulltrúa til þess að sitja þing eftirleiðis. Þetta þing væri því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.