Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Síða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Síða 8
4 SVEITARSTJÖRNARMÁL Kosningaliandbók fyrir sveitarstjórnir Hér er um þarflega nýjung að ræða. Þetta er all-mikið rit, 136 síður í stóru broti og hið vandaðasta að öllum frágangi. Ritið er gefið út af Félagsmálaráðuneyt- inu. Skrifstofustjóri þess ráðuneytis, Jónas Guðmundsson, hefur séð um útgáfuna og skrifað formála fyrir ritinu. Þar segir hann svo m. a.: slíkum samkvæmum, má þar m. a. nefna Savström þingforseta, sem mun vera með snjallari ræðumönnum Svia. Fyrir hönd útlendu gestanna þakkaði Edvard Sörensen, þingmaður frá Dan- mörku. Að kvöldi 17. júní, bauð formaður sam- bandsins útlendum gestum til miðdags- verðar á Hasselbacken. Bæði þessi samkvæmi fóru fram með mikilli prýði, og með þeim glæsibrag, sem er einkennandi fyrir Svía. Margvíslegar upplýsingar um rekstur sambandsins, skrifstofu þess, og ýmsar deildir, fékk ég hjá framkvæmdarstjóra sambandsins, Sixten Larson, og fulltrúa hans, Gösta Florén, en starfsemin er m. a. þessi: Leiðbeiningar. Endurskoðun. Margs konar erindrekstur, þar á meðal innkaup. Rekstur prentsmiðju, þar sem prentuð eru eyðublöð fyrir sveitarfélögin o. fl. tJtgáfa tímarits. Meðan á þinginu stóð, var opin sýning á eyðublöðum, bókum og skrifstofuáhöld- um, auk þess var skrifstofa sambandsins við Vasagötu til sýnis. Formaður sambandsins sagði mér, að hann hefði heimsótt öll nágrannalöndin, að íslandi undanteknu, og lét þess getið, að það myndi gleðja sig, ef hann fengi tækifæri til að koma hingað. Gúðmundur Gesísson. „Það kemur þráfaldlega fyrir, að félags- málaráðuneytið er beðið um margháttaðar upplýsingar um hverjir séu í bæjarstjórn- um, sýslunefndum og hreppsnefndum hinna ýmsu sveitarfélaga landsins. Auð- vitað er ráðuneytinu skylt að veita þær upplýsingar, ef fyrir hendi eru, en oft eru þær ekki handbærar nema með nokkurri fyrirhöfn. Þá er einnig oftlega leitað til ráðuneytisins um ýmislegar upplýsingar og aðstoð við kosningar í sveitarstjórnir og undirbúning þeirra og ber ráðuneytinu að láta ýmislega aðstoð í té í því skyni. Hvort tveggja þetta og svo hitt, að mér var ljós hin almenna þörf fyrir handhæga kosn- ingahandbók fyrir sveitarstjórnarmenn, hefur leitt til þess, að ég hef tekið saman þetta rit.“ Þar segir ennfremur: „Mér er ljóst, að rit þetta, sem ég hef gefið nafnið „Kosningahandbók fyrir sveitarstjórnir,“ gæti verið fullkomnara og betur úr garði gert á ýmsan hátt. Hef ég og hug á því að gera næstu „Kosningahandbók“ betur úr garði, en hún verður væntanlega gefin út eftir sveitarstjórnarkosningar 1950, ef það yrði þá mitt hlutskipti.11 Féíagsmálin eru orðin mikill og sívax- andi þáttur í lífi þjóðarinnar, er því nauð- synlegt að safna á einn stað ýmsu því, sem störf þeirra manna snertir, er mest fást við þessi mál hverju sinni. En um leið er þetta mjög hentug og handhæg bók fyrir hina mörgu sem hafa sívaxandi erindi og aukin viðskipti við sveitarfélögin og þá aðila, sem stjórna þessum málum. Þetta er efnisyfirlit ritsins: Lög um sveitarstjórnarkosningar. Lög um kosningar til Alþingis. Bæjarstjórnir í kaupstöðum. Hreppsnefndir í kauptúnum. Sýslunefndir. Hreppsnefndir. Heildaryfirlit kosninga í kaupstöðum og kauptúnum. Alþingiskosningar. Ó. B. B.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.