Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Page 9

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Page 9
SVEITARSTJÓRNARMÁL 5 Hörður Bjarnason: Bygginga- og skipulagsmálasýningiii í París 1947 Vorið 1946 barst ríkisstjórn Islands, gegnum franska sendiráðið í Reykjavík, boð til þátttöku í alþjóðasýningu um skipu- lags- og byggingamál, sem ætlað var að halda i París það vor, að tihlutan þess ráðuneytis, sem sérstaklega hefur með höndum uppbyggingu þeirra bæja og hér- aða, sem orðið hafa fyrir skemmdum í síðasta ófriði. Félagsmálaráðuneytið fól mér að at- huga, hvort fsland gæti eitthvað af mörk- um lagt, sem sýningarhæft væri, og hvort þiggja ætti boð frönsku stjórnarinnar. Áður en þeirri athugun var langt á veg komið, bárust skilaboð frá franska sendi- ráðinu þess efnis, að sýningin og ráðstefn- an í París félli niður það ár, sökum marg- víslegra örðugleika á samgöngum, og mik- illa gjaldeyriserfiðleika. En á síðastliðnu vori barst á ný boð til sýningarinnar, og var mér þá að nýju falið að athuga möguleikana um þátttöku fslands. í fyrstu taldi ég litla möguleika á því, að ísland gæti tekið þátt í slíkri sýningu, einkum þó vegna hins stutta fyrirvara, en sýningunni var ætlað að hefjast í byrjun júlímánaðar. Hið fyrsta sem gert var, var að snúa sér til þeirra hérlendra aðila, sem styrkt gætu undirbúning, og áhuga mundu hafa á boði þessu. Var þannig leitað til Húsa- meistarafélags íslands og Landssambands iðnaðarmanna, og þeim birtar óskir sýn- ingarstjórnar um tillögun sýningarinnar. Húsameistarafélagið tilnefndi þegar í stað Þór Sandholt arkitekt til samvinnu um athugun málsins og öflun sýningar- gagna, ef úr yrði, en Landssamband iðn- aðarmanna, ritara sinn og formann til að- stoðar. Að lokinni athugun var ákveðið að mæla með því, að boðinu yrði tekið. Það má vissulega skoða það talsverða dirfsku að ákveða þátttöku íslands í al- þjóðasýningu um byggingamálefni, þegar tekið er tillit til allra aðstæðna um útvegun og frágang sýningarefnis. Einnig þegar vitað var að flestar þjóðir mundu kosta miklu fé til sýningardeilda sinna, og ráða fjölda kunnáttumanna til undirbúnings- ins mánuðum saman. En sjónarmið okkar varðandi þátttöku íslands, var fyrst og fremst það, að við gætum sýnt öðrum þjóðum óvenjulega góð sýnishorn fullkominna byggingaháttu, og þótt þátttaka okkar yrði áberandi lítil í samanburði við aðrar þjóðir, sem meiri reynslu höfðu á þessu sviði, þá væri meira um vert að sýna gæði en magn, enda kom á daginn, eins og ég síðar mun vikja að, að dómar um sýningardeild okkar voru einmitt á þann veg. Þegar þátttaka íslands hafði verið á- kveðin, var leitað til bæjarstjórnar Reykja- víkur, og henni tilkynnt hvað í ráði væri. Ennfremur að æskilegt væri, að Reykja- víkurbær sendi fulltrúa á sýninguna, sem jafnframt fylgdist með endanlegum frá- gangi sýningargagna. Reykjavíkurbær hefði mest af mörkum að leggja til slíkrar sýningar, og þaðan að sækja fullkomnust sýnishorn úr byggingaháttum lands- manna. Til undirbúning af hálfu bæjarstjórnar var Jóhann Hafstein alþingismaður og bæjarfulltrúi tilnefndur, en hann hefur innan bæjarstjórnarinnar jafnan fylgst vel með skipulags- og byggingamálum bæjarins. Síðar var svo ákveðið, að Þór Sandholt arkitekt, sem er starfandi að skipulagsmálum fyrir Reykjavíkurbæ, og tekið hafði mikinn þátt i undirbúningi og söfnun sýningargagna, yrði einnig um- boðsmaður bæjarstjórnarinnar á Parísar- sýningunni. Af hálfu félagsmálaráðuneytisins ann- aðist ég undirbúninginn, en mér til að-

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.