Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Qupperneq 13

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Qupperneq 13
SVEITARSTJ ÓRNARMÁL 9 Úr sýningarskála Frakklands. „Vér getum verið þess vissir, aS með sýningu þessari er eigi kastað á glœ fjár- hagslegum verðmœtum, og að kostnaður sá, sem til er stofnað, ber ríflegan ávöxt, einkum í því að stuðla að éðlilegri og heil- brigðri samkeppni þjóða í milli, meira og fullkomnara mati á hinu þýðingarmikla hlutverki, sem skipulagsmönnum vorum er gert að leysa af hendi, samstilltum átökum um alþjóðaskipulagsmál, sköpun nýrra hugmynda og örfun hugmynda- flugsins, og síðast en ekki sízt, er sýningin verðskuldað lof til allra þeirra, sem leggja hönd og hugvit i uppbyggingarstarf þjóð- anna.“ Til sýningar þessarar var fyrst og fremst stofnað sem raunhæfs framlags í bygg- ingamálum Evrópu, í kjölfar hinna ógur- legu skemmda styrjaldarinnar á bygginga- legum verðmætmn, jafnframt því, sem hlutverk hennar var að tengja þjóðirnar betur saman til bróðurlegrar samvinnu í þessu efni. Eins og eg gat um í upphafi, þá var það ráðuneytið, sem fer með endurbyggingar- starf bæja og sveita, sem til sýningarinnar bauð, fyrir hönd frönsku ríkisstjórnarinn- ar. 11 þjóðir gátu komið því við að þiggja boðið. Voru það Belgía, Danmörk, Grikk- land, Island, ftalía, Mexico, Pólland, Sviss, Svíþjóð, Suður-Afríka og Tékkóslóvakía. Því miður gat Bretland ekki komið því við að taka þátt í sýningunni, en það var skýrt á þann veg, að British Council hefði ný- lega kostað miklu fé til svipaðrar ferða- sýningar í Bretlandi, vegna uppbygging- arinnar þar í landi eftir stríðið. Munu Bretar ekki hafa talið sér fært að fórna að nýju stórfé til þátttöku í Parísarsýning- unni, því venjulega eru gerðar miklar kröfur til þátttöku stórþjóðanna á slíkum vettvangi, af beinni „prestige“ ástæðu, og því ekki hægt að láta sér nægja nema hið fullkomnasta, sem um leið hefði kostað miklar fjárfúlgur. Rússland tók að sjálfsögðu ekki þátt í sýningunni fremur en í öðrum alþjóða- sýningum. Hinn ío. júlí var sýningin opnuð eins og fyrr segir, og gerði það skipulagsmála- ráðherra Frakka. Við opnunarhátíðina var hin fagra gata, sem Grand Plaice stendur við, skrýdd blaktandi fánum allra þeirra þjóða, sem þátt tóku, og voru stengur og

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.