Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Síða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Síða 15
S VEIT ARST J ÖRN ARMÁL 11 út í æsar því, sem sýningin krafðist í regl- um og óskalista hins ötula franska sýn- ingarstjóra, Paul Breton. Hinu vandasama sýningarefni var smekklega niður raðað, en listræn tilþrif voru minni en ætla mætti af hálfu Itala. Sýningardeild þessi gaf skýra lýsingu á endurbyggingaráformum Italíu, sem eru mjög glæst. Á mörgu, sem fyrir augun bar í sýn- ingarskála Italíu, varð maður þess brátt áskynja, að ítalska þjóðin trúir örugglega á endurfæðingu sína við hlið lýðræðis- þjóða, þrátt fyrir undangengnar raunir. Það virðist ekki óliklegt, eftir því að dæma, sem þarna gaf að líta, að Italía eigi eftir að endurheimta foryztu sína í byggingar- list meðal þjóðanna. Vaknaði þá hjá mér sú spurning, hvort við ættum ekki að beina námsmönnum okkar í arkitektur til Italíu á næstunni. Skólar þeirra virðast mjög fullkomnir og fremur ódýrt þar að vera. Um arfleyfð ftölsku þjóðarinnar þarf ekki að ræða. Þangað hefur umheimurinn sótt fyrir- myndir og uppörvun um aldaraðir •— og þangað stefnir útþrá flestra arkitekta til kynningarf erða. Flestar aðrar þjóðir en þær, sem hér hafa verið nefndar, og að sjálfsögðu Frakk- land, höfðu ekki byggt sýningar sínar upp á staðnum, heldur sent ljósmyndir, töflur og líkön frá heimalandi sínu. Að sjálf- sögðu til muna ódýrara, en fjarri því að vera eins lífrænt frá sjónarmiði sýningar- tækni. Þó var heildarmyndin áberandi góð, og hvergi ofhlaðið sýningarmunum, heldur leitast við að gefa sem gleggsta, en á sem einfaldastan hátt, hugmynd um allt, sem máli skipti. Ljósmyndatækninni er mikið fyrir að þakka að vel tókst. Sýning Grikklands, hins forna menn- ingarríkis, var ekki eins mikilfengleg og vænta mátti, en maður fjdltist mikilli samúð með grísku þjóðinni, þegar séð var í skýrslum og töflum hversu gífurlegt af- hroð þjóðin hefur goldið í síðustu styrjöld. I Grikklandi eyðilögðust á stríðsárunum fleiri mannabústaðir og byggingar en í nokkru öðru landi. Árið 1940 voru alls 1.700.000 íbúðir á landinu, en á hernáms- árunum, og i styrjöidinni, voru eyðilagðar 409.000 íbúðir, eða 23%, auk þess sem enn í dag geisar þar styrjöld eyðileggingar- innar. Verður ekki séð fyrir endalok þeirra átaka, því ill sköp hafa ráðið því, að Grikk- ir eru á veðramótum í stórveldatogstreitu. Sýningardeild Svíþjóðar varð með öðr- um hætti en annara þjóða, sem fylltu veggi sýningarhallarinnar. Létu þeir sér nægja að sýna tvö verksmiðjugerð hús í hallargarðinum, með öllum húsbúnaði sænskum og innanstokksmunum. Allt var þetta mjög fullkomið og bar órækt vitni hins fágaða smekks í sænskri húsmunagerð og híbýlakosti. Má segja, að óslitin biðröð hafi verið við þessi tvö sænsku sýningar- hús, sem sýndu margt hið bezta í nýtízku húsagerð og vistarverum sænsks almenn- ings. Tékkóslóvakía og Pólland höfðu all stór- ar sýningardeildir, og lágu þær andspænis hvor annari við Braut þjóðanna. Lögðu þessi tvö riki megin áharzlu á að sýna hinn endurfædda iðnað á ölum sviðum, sem þó var meira áberandi hjá Tékkóslóvakíu. Frá tæknilegu sjónarmiði voru báðar þess- ar sýningar fullkomnar mjög, en frekar sem framleiðslusýningar byggingarefnis og tæknilegra hluta heldur en bygginga- málasýning, en um leið góð auglýsing náttúrufegurðar þessarra landa. Ekki er nokkur vafi á því að báðar þjóðir leggja fyrst og fremst áherzlu á endurreisn iðn- aðarins, með því að auglýsa útflutnings- vörur sínar fyrir erlenda markaði, en láta margvíslegar innlendar þarfir í bygginga- málum, svo sem ýmsum öðrum málum, sitja á hakanum, meðan fótum er komið undir hin erlendu viðskipti. Sýning Danmerkur var afar smekkleg og vel skipulögð, enda hefir sýningarskála þeirra á Parísarsýningunni verið úthlutað Grand Prix í viðurkenningarskyni. Sýn- ingarefnið var ljósmyndalegt yfirlit frá dönskum bæjum, framleiðslu, iðjuverum, landbúnaði og útvegi. Auk þess voru þar tvö stór líkön fjölbýlishúsahverfa og end- urbygging eldri bæjarhluta.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.