Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Qupperneq 23

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Qupperneq 23
S VEITARSTJÓRNARMÁL 19 lega. Um áramót var búið að innheimta 88.9% af áætluðum útsvörum. Um ára- mótin 46—47 var talan 86.4%, en næstu áramót þar á undan 91.1%. Varðandi útgjöldin hefur verið reynt eftir fremsta megni að gæta hófs og sparn- aðar og fara ekki fram úr fjárhagsáætlun. Á sumum liðum hefur reynzt óhjákvæmi- legt að verja nokkru umfram áætlun, m. a. vegna þess að vísitalan hækkaði seinustu mánuði ársins, en á öðrum liðum hefur tekizt að verða undir áætlun. Heildarút- koman á rekstursreikningi er sú, að áætluð útgjöld voru 45 millj. 318 þús., en verða í reikningi 45 milljónir og 15 þús. eða 300 þúsundmn undir áætlun. YFIRLIT UM NOKKRAR FRAM- KVÆMDIR BÆJARINS Á ÁRINU 1947- (Utdráttur úr iæðu borgarstjóra) I búðabyggingar: Byggingu hinna 72 íbúða við Skúlagötu var haldið áfram og að mestu lokið á ár- inu, þannig, að íbúar fluttu í allar þessar 72 íbúðir á árinu 1947. Við Miklubrautar- húsin hefur verið haldið áfram, en þar eru í smíðum 32 ibúðir. Gert er ráð fyrir nú, að þær íbúðir geti verið tilbúnar í sumar, en á þessari byggingu urðu tafir s. 1. sumar, vegna þess, að ekki var hægt að fá múrara. Bæjarráð ákvað áframhald á byggingu íbúðarstórhýsa við Miklubraut, en leyfi fjárhagsráðs fékkst ekki. Þá var sjúkrahúsinu í Camp Knox breytt í íbúðir, og fengust þar um 30 góðar íbúð- ir, með vatnsleiðslu, frárensli, salerni o. s. frv. Eru þessar íbúðir allt annars eðlis heldur en hinar venjulegu braggaíbúðir. Skólabyggingar. Haldið var áfram byggingu Laugarness- og Melaskóla. Ákveðið hafði verið af bæj- arstjórn að ráðast svo í byggingu nýrra barnaskóla, sem yrðu minni en þeir, sem til eru. Átti að byrja á skóla fyrir Lang- holt og Laugarás, en leyfi fékkst ekki til þeirrar byggingar. EimtúrbínustöSin. Smíði hennar var haldið áfram á árinu. Fyrra hluta árs var gert ráð fyrir, að hún gæti tekið til starfa um haustið. Tafir urðu þó á því, að vélar og aðrar efnivörur kæmu til landsins. Frá því í miðjum október til miðs desembers, eða í tvo mánuði tafði verkfall verkið. Sogsvirkjunin. Unnið var eftir föngum að undirbún- ingi hinnar nýju virkjunar á Sogi. Sérstak- ur ráðunautur hefur verið ráðinn til að undirbúa útboð og hafa eftirlit með fram- kvæmd verksins, norski verkfræðingurinn Berdal, sem veitti einnig sérfræðilega að- stoð við fyrri Sogsvirkjanir. Prófspreng- ingar fóru fram á s. 1. hausti við Sog. Viðræður hafa farið fram við ríkisstjórn- ina um það, hvort hún vilji notfæra sér heimild laganna mn Sogsvirkjun til að ger- ast þátttakandi í virkjun þessari, og er það mál enn til athugunar hjá ríkisstjórninni. Um það verður rætt nánara í bæjarstjórn- inni, áður langt um líður. V atnsveitunni nýju var lokið á árinu og hún tekin í notkun 1. okt. Það mikla mannvirki kost- aði rúmar 6 millj. kr. og hefur bætt úr miklum vatnsskorti, sem hefur gert vart við sig hér undanfarin ár. Þó er rétt að hafa í huga, að þær stækkanir, sem gerðar hafa verið á Vatnsveitunni, hafa ekki ein- göngu verið nauðsynlegar vegna fólks- f jölgunar og stækkunar bæjarins, heldur og vegna stóraukinnar vatnsneyzlu á hvern íbúa að meðaltali. Þannig flutti vatnsveit- an fyrst, er hún var byggð 1908, 301 líter á hvern íbúa á sólarhring. Eftir stækkun- ina 1927 flutti hún 415 lítra á sólarhring á íbúa. Eftir stækkunina 1933 650 lítra. Og eftir þessa nýju viðbót 86g lítra á sólar- hring á hvert mannsbarn í bænum.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.