Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Síða 26
22
S VEITARSTJÓRNARMÁL
neytið, að nefndin frestaði störfum til næsta hausts, einnig með tilliti til þess, að þá
kynni að liggja fyrir staðbetri vitneskja en áður um reynslu nágrannalandanna um
sveitarskattamál.
Nefndin kom svo saman að nýju í Reykjavík hinn 30. sept. 1947 og tók upp
sömu starfstilhögun og áður. Störfum nefndarinnar var lokið 4. desember s. á., og
hafði hún þá alls haldið 76 fundi.
Það skal tekið fram, að skrifstofustjóri félagsmálaráðuneytisins, Jónas Guð-
mundsson, sem jafnframt hefur eftirlit sveitarfélaga með höndum, hefur haft sam-
vinnu við nefndina um megindrættina í verkefnum hennar og að sjálfsögðu veitt
henni ýmsar mikilsvarðandi upplýsingar og leiðbeiningar í starfinu.
Framar því, sem nú hefur verið sagt um starfsframkvæmd nefndarinnar, vill
hún taka þetta fram um verkefnið í heild sinni.
Sérstök löggjöf um útsvör á sér ekki langa sögu að baki hér á Islandi. Allt
fram á árið 1926 voru öll lagaákvæði viðvíkjandi útsvarsálagningu utan kaupstaða
falin í nokkrum greinum sveitarstjórnarlaganna frá 10. nóv. 1905, ásamt minni
háttar breytingum, sem á þeim höfðu verið gerðar á tímabilinu, sem í milli lá. En
jafnhliða þessum lögum voru og í gildi ýmis ákvæði varðandi útsvarsálagningu í
sérstökum lögum um bæjarstjórn fyrir hvern kaupstað. Voru þau ærið mismun-
andi innbyrðis, enda sett á ýmsum tímum, en öll voru þau um margt frábrugðin
ákvæðum sveitarstjórnarlaganna, sem í raun réttri tóku ekki til kaupstaðanna nema
um almennustu atriði. Einkum voru ákvæðin um álagningarrétt atvinnusveitar mjög
sundurleit í umdæmunum, og olli það óánægju og misklíð, sem vonlegt var.
Með útsvarslögunum frá 1926 voru öll sérákvæði fyrir einstök umdæmi felld
niður og ein lög látin gilda fyrir allt landið. Auk þeirrar samræmingar voru þær
breytingar gerðar mestar á lögunum, að öll sveitarfélög skyldu hafa almanaksárið
að reikningsári, og svo hitt, að með tiltölulega fáum undantekningum skyldi heim-
ilissveit gjaldþegns ein hafa rétt til að leggja á hann útsvar. Aftur á móti skyldi
skipta útsvörum þeirra gjaldþegna, sem stunduðu — og í vissum tilfellum ef þeir
ráku — atvinnu utan heimilissveitar sinnar, milli hennar og atvinnusveitar. Þó
skyldi heimilissveitin eiga allan álagningarréttinn, ef tekjur aðila í atvinnusveit
náðu ekki vissu marki, og ávallt skyldi heimilissveit eiga nokkurn hluta þeirra út-
svara, sem til skipta komu, jafnvel þó gjaldþegn hefði ekki unnið fyrir neinum
tegkjum þar á útsvarsárinu.
Þessi nýbreytni, að skipta útsvörum milli sveita, olli miklum deilum á Alþingi
1926. Var þvi spáð, sem að verulegu leyti hefur og komið á daginn, að þessi til
högun mundi reynast seinvirk og vafningasöm og skapa óvissu um, í 1—2 ár.
hverjar yrðu endanlegar tekjur sveitarsjóðanna af útsvörum, þar sem búast mátti
við, að ýmislegur ágreiningur um skiptinguna yrði að ganga undir æðri úrskurð.
Fyrir því þingi lágu einnig tillögur um skiptingu álögustofna þeirra gjaldþegna,
sem ynnu utan heimilissveitar sinnar, milli hennar og atvinnusveitar, þannig að
báðar hefðu álögurétt, og skiptist fylgi þingmanna nær að jöfnu um þessar tvær
leiðir. Öllu dýpri ágreiningur kom fram i umræðum þessum um, hver væri réttur
atvinnusveitar til útsvarsgreiðslu yfir höfuð, og þá hversu langt hann skyldi ná.
Hafði hann verið lítt takmarkaður af fyrri löggjöf, einkum í sérákvæðum ýmissa
kaupstaða um útsvör, þeim er fyrr getur, og þvi þegar komin á nokkur venja i þessu
efni. Þó hlaut réttur heimilissveitar þá viðurkenningu í löggjöf þessari, svo sem
áður er greint, að útsvör á lágar tekjur komu ekki til skipta og að hún fær aldrei
minna en ýj hluta af álagðri útsvarsupphæð.