Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Side 31

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Side 31
SVEITARSTJÓRNARMÁL 27 1. Ef hún á séreign eða hjúskapareign, sem útsvarshæf þykir. 2. Ef hún hefur atvinnu. aðra en eigin heimilisstörf. 3. Ef hún hefur slitið samvistir við bónda sinn. II. Félög. Þar til teljast: 1. Félög með ótakmarkaðri ábyrgð og félög með takmarkaðri ábyrgð, svo sem hlutafélög og gagnkvæm ábyrgðarfélög. Þegar útsvar hefur verið lagt á félag, má ekki leggja úsvar á félagsmann þess vegna eignar hans í félaginu og tekna né gagnkvæmt. 2. Samvinnufélög. Þau greiða útsvar af arði síðasta útsvarsárs, sem leiðir af skiptum við utanfélagsmenn, eftir sömu reglum og kaupmenn sama staðar, enda láti félagið fylgja skattaframtali sínu glögga skýrslu um skipti sín við utanfélagsmenn og ágóða af þeim. Ella áætlar niðurjöfn- unarnefnd arð af skiptum þessum og byggir útsvarið á því. Kæru yfir áætlun niðurjöfnunarnefndar samkvæmt þessum lið má skjóta til yfirskattanefndar og ríkisskattanefndar, eftir sömu reglum og gilda um áfrýjun útsvara, hvort heldur er sérstakri eða ásamt kæru yfir aukaútsvari, sem niðurjöfnunarnefnd hefur lagt á arð af þessum við- skiptum. Undanþegin útsvari eru: a. Félög, sem leyst eru undan útsvarsskyldu með lögum, að því er snertir lögákveðin eða starfsbundin verkefni þeirra. b. Félög, sem enga atvinnu reka, svo sem félög til eflingar listum og vís- indum, skemmtifélög, líknarfélög, stjórnmálafélög, trúbragðafélög o. s. frv. c. Félög, sem að vísu reka atvinnu, en verja öllum ágóða af starfsemi sinni beinlínis til almenningsheilla samkvæmt samþykktum sínum. III. Aðrar stofnanir og sjóðir. Undanþegin útsvari eru: 1. Ríkissjóður og aðrir sjóðir, sem standa undir umsjón rikisstjórnarinnar, svo sem Ræktunarsjóður, Söfnunarsjóður, Thorkillisjóður o. fl. 2. Sjóðir og stofnanir, sem enga atvinnu reka. 3. Sjóðir og stofnanir, sem samkvæmt skipulagsskrá sinni verja tekjum sínum beinlínis til almenningsheilla. 4. Stofnanir og sjóðir, sem undanþegin eru útsvari samkvæmt sérstökum lögum, að því er snertir lögákveðna starfsemi þeirra. IV. Rú, er skiptameðferð sæta og tekjur, eignir eða rekstur hafa. Utsvarsskylda félaga og dánarbúa hefst: a. Félags, þegar það hefur verið tilkynnt til firmaskrár. b. Dánarbús: Við fráfall einstaklings, sem hefur eftir sig látið útsvars- hæfar eignir, tekjur eða rekstur. Utsvarsskylda hvílir á einstaklingi allan starfstíma eða dvalartíma hans hér á landi, og er heimilt að leggja á hann gjaldársútsvar, þegar svo stendur á, að hann hverfur af landi burt og einhver hluti af starfstíma eða dvalartima hans hefur fallið undan útsvarsálagningu. Hætti félag störfum eða sé dánarbúi skipt á þeim tíma árs, að ekki verði útsvar á lagt fyrir útsvarsár, má leggja gjaldársútsvar á, svo enginn tími, sem félag hefur starfað eða dánarbú staðið óskipt, falli undan útsvarsskyldu. Eig- endur félags og erfingjar dánarbús bera sameiginlega og gagnkvæma ábyrgð á

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.