Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 34
30
S VEITARSTJ ÓRNARMÁL
Skylt er heimilissveit að taka hæfilegt tillit til útsvarsupphæðar, sem miðast við
hundraðsgjald af umsetningu, sbr. 4.—6. lið 5. gr.
7- gr-
Nú flyzt maður milli sveita, og skal þá skipta því útsvari, sem á hann er lagt
næst eftir flutninginn, milli þeirra sveita, sem hann hefur átt heima í, að tiltölu
við þann tíma af útsvarsárinu, sem hann hefur átt heima í hvorri um sig. Þó
fær sveit eigi hluta af slíku skiptaútsvari, ef heimilisfesta aðila þar hefur eigi staðið
fulla 2 mánuði á því ári.
Heimilissveit gjaldþegns, þeirri er leggur útsvar á samkvæmt þessari grein, er
skylt að innheimta útsvarið allt, en eigi ber hún ábyrgð á greiðslu fulls útsvars-
hluta samkvæmt skiptingarúrskurði, ef það sannast með árangurslausri lögtaks-
gerð, að útsvarið eða einhver hluti þess fáist ekki greitt.
Ef útsvarsþungi í þeirri sveit, sem úr er flutt, reynist hærri, svo að nemi 10%
eða meira en i hinni, ber þeirri síðarnefndu að innheimta hjá gjaldþegni viðauka
við útsvarshlutann, eftir því sem mismunurinn segir til, og standa brottflutnings-
sveitinni skil á honum, að því tilskildu, að innheimta beri árangur, sbr. það, sem
sagt var áður um sjálft útsvarið. Reynist útsvarsþungi lægri, svo að jafnmiklu
nemi, í þeirri sveit, sem úr er flutt, ber heimilissveitinni að endurgreiða gjaldþegni
tilsvarandi hluta af þeirri útsvarshlutdeild, sem brottflutningssveitinni taldist.
Sveit, sem leggur útsvar á innflytjanda úr annarri sveit, á rétt á 10% af inn-
heimtu útsvari sem þóknun fyrir starf sitt og innheimtuna, en 90% af útsvarsupp-
hæðinni greiðist heimilissveit eða skiptist samkvæmt ákvæðum laga þessara.
8. gr.
Sú sveit, sem telur sig eiga kröfu til útsvarshluta frá annarri sveit samkv. 7.
gr., sendi um það tilkynningu til viðkomandi sveitar fyrir 1. febrúar það ár, sem
útsvar kemur til skiptingar. Heimilt er þó að taka slíka tilkynningu til greina, ef
hún kemur niðurjöfnunarnefnd í hendur, áður en niðurjöfnun skal vera lokið á
því ári. Tilkynningunni skulu fylgja greinilegar upplýsingar um niðurjöfnunar-
reglur þeirra sveitar, svo að séð verði, hve mikið útsvar mundi falla á gjaldþegn
samkvæmt þeim. Tilkynningima ásamt nefndum fylgiskjölum svo og upplýsingum
um álagt útsvar á gjaldþegn og öðrum gögnum, sem málið varða, sendir heimilis-
sveitin til yfirskattanefndar þess umdæmis, sem hún er í. Kveður yfirskattanefnd
á um skiptingu útsvarsins og um breytingu á útsvarshluta til greiðslu, en skjóta má
úrskurði hennar til ríkisskattanefndar, sem fellir endanlegan úrskurð.
Greiðsla útsvarshluta til annarra sveitar skal innt af höndum innan mánaðar
frá því úrskurður yfirskattanefndar hefur komið hlutaðeigandi sveitarstjórn i
hendur.
IV. KAFLI
Um niSurjöfnunarnefndir og störf þeirra.
9- gi'-
Utan kaupstaða jafnar hreppsnefnd niður útsvörum. Þar, sem hreppsnefnd er
skipuð 5 mönnum eða fleirum, er henni heimilt að kjósa úr sínum hópi eigi færri en
þrjá menn hlutbundinni kosningu, ef einliver nefndarmanna krefst þess, til að
framkvæma niðurjöfnunarstarfið, samkvæmt þeim fyrirmælum, er hún kann að
setja, og á hennar ábyrgð.