Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 35

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 35
SVEITARSTJ ÖRNARMÁL 31 Heimilt er lireppsnefnd að ákveða þóknun fyrir niðurjöfnunarstörf, þó ekki jdir 10 kr. á dag til hvers nefndarmanns. Greiðist hún úr sveitarsjóði. • i°- gr- 1 kaupstöðum jafnar niðurjöfnunarnefnd niður útsvörum. Utan Reykjavíkur er bæjarstjóri formaður niðurjöfnunarnefndar. Auk þess eiga sæti í nefndinni fjórir menn, kosnir hlutbundnum kosningum af bæjarstjórn í nóvembermánuði ár hvert til eins árs í senn. 1 Reykjavik kýs bæjarstjórn á sama hátt og til sama tíma fimm menn í niðurjöfnunarnefnd og einn þeirra formann nefndarinnar. Með sama hætti skal kjósa fjóra — í Reykjavik fimm — menn til vara, er taka sæti í nefndinni í forföllum aðalmanna. Kjörgengnir eru þeir, sem kjörgengir eru til bæjarstjórnar. Skylt er hverjum manni, sjálfum sér ráðandi, yngri en 6o ára, heilum og hraust- um, konum jafnt sem körlum, að starfa í niðurjöfnunarnefnd, en óskylt er þó sama manni að sitja í henni samfleytt lengur en 6 ár, enda þarf hann ekki að taka við endurkjöri, fyrr en 6 ár eru liðin síðan hann sat síðast í nefndinni. 1 Reykjavík skal skrifstofustjóri skattstjóra aðstoða við starf niðurjöfnunarnefndarinnar og veita allar upplýsingar, sem hægt er. Áður en niðurjöfnunarnefndarmaður tekur í fyrsta skipti til starfa í nefndinni, vinnur hann skriflegt drengskaparheit um að rækja starfið með alúð og sam- vizkusemi. Bæjarstjórn ákveður þóknun niðurjöfnunarnefndar. íi. gr. Áður en niðurjöfnun hefst, ber formanni viðkomandi skattanefndar (skatt- stjóra) að afhenda niðurjöfnunarnefnd framtöl gjaldþegna til tekjuskatts og eignar- skatts í þeirri sveit, ásamt afriti af síðustu skattskrá, til afnota við niðurjöfnunina. Alla þá, sem veita öðrum atvinnu, getur nefndin krafið skýrslna lun kaup vinnuþega, svo og banka, sparisjóði og aðrar stofnanir, sem vitað er um, að varð- veiti fé fyrir menn, um inneignir á viðkomandi stöðum, svo og um vexti af þeim á útsvarsárinu. Stjórnarvöldum er skylt að veita niðurjöfnunarnefndum upplýsingar, eftir því sem þörf er til og föng eru á. Nú er skýrslu samkvæmt þessari málsgrein haldið fyrir nefndinni, og skal þá ráðherra, ef nefndin krefst þess, leggja fyrir aðila, að viðlögðum dagsektum, að gefa skýrsluna, ef ráðherra telur hana geta það og vera það skylt. Þessi atriði verða ekki borin undir dómstóla. Niðurjöfnunarnefndarmönnum er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðiun almennra hegningarlaga um embættis- og sýslunarmenn, að skýra óviðkomandi mönnum frá því, er þeir komast að sökum starfa sins um efnahag gjaldþegna. 12. gr. Ef gjaldþegn hefur ekki talið fram eignir sínar og tekjur til skatts og veitir niðurjöfnunarnefnd ekki heldur nægilegar upplýsingar um hagi sína, þá skal hún áætla honum tekjur og eignir svo ríflega, að fullvíst megi telja, að hann vinni ekki á því að halda upplýsingum fyrir nefndinni. Nú telur niðurjöfnunarnefnd, að fram- tal gjaldþegns eða upplýsingar til nefndarinnar séu ófullnægjandi, tortryggilegar eða jafnvel sýnilega rangar í einhverjum atriðum, og skal hún þá áætla honum eignir og tekjur eftir beztu vitund. Ef þeir, sem bókhaldsskyldir eru að lögum, láta eigi greinilega færða rekstrar- og efnahagsreikninga fylgja framtölum sínum og leggja þá eigi heldur fram við niðurjöfnunarnefnd, að framkominni kröfu um það — enda valdi því eigi veikindi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.