Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Qupperneq 36

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Qupperneq 36
32 SVEITARSTJÓRNARMÁL eða önnur forföll, sem gild eru tekin, — missa þeir rétt til kæru yfir því útsvari, sem á þá er lagt að því sinni. Þá hefur og nefndin rétt til að krefja hvern þann, sem sjálfstæða atvinnu rekur, um nákvæm reikningsskil viðvíkjandi rekstri hans. Nú fellir meiri hluti niðurjöfnunarnefndar framkomna tillögu í nefndinni um að krefjast skýrslu af einstökum gjaldþegni eða um hann, og getur þá minni hluti nefndarinnar leitað heimildar yfirskattanefndar í því umdæmi til að krefjast skýrslunnar, enda færi hann fram greinilegar ástæður fyrir heimildarbeiðninni. 13i gr’ Utsvör skal leggja á eftir efnum og ástæðum, nema öðruvísi sé sérstaklega til- tekið í lögum. Skal þá til greina taka: 1. Þegar álagning er miðuð við útsvarsár, eignir gjaldþegns á því ári, hverjar þær eru og hversu verðmætar og hve miklar skuldir á þeim hvíla. f öðru lagi tekjur gjaldþegns á því ári, í hverju þær eru fólgnar og hversu mikil fyrirhöfn, kostnaði og áhætta var samfara öflun þeirra. 2. Þegar um gjaldársútsvar er að ræða, þær tekjur, sem gjaldþegn hefur aflað sér á því ári, enda verði hvergi á þær lagt hér á landi á næsta ári. 3. Ástæður gjaldþegns að öðru leyti: Yanheilsu hans eða fjölskyldu hans, óhöpp eða tjón, sem bagað hafa afkomu gjed.dþegns meira en tekjurýrnun og eigna- skerðing sýna, sérstakan menningarkostnað skattþegns, barna, kjörbarna eða fósturbarna hans. Á hinn bóginn höpp og hagsmuni, sem ekki er skylt að telja fram til skatts (svo sem vegna eignahreyfinga), uppgripatekjur og batnandi atvinnurekstraraðstöðu. Skal yfirleitt allur hagur skattþegns vandlega skoð- aður, áður en ákvörðun er tekin um útsvar hans. 4. Rekstur gjaldþegns. Fer það eftir mati niðurjöfnunarnefndar hverju sinni, hve mikið skal lagt á reksturinn, en þess skal jafnan gætt, að innbyrðis samræm- ing sé í álagningunni. 14. gr. Sýslunefndum ber að vinna að samræmingu á reglum og aðferðum við álagn- ingu útsvara, hverri í sínu umdæmi. Nú kémur fram í sýslunefnd fylgi við þá hug- mynd að setja sýslusamþykkt um meginreglur fyrir álagningu útsvara, og skal þá sýslunefnd, í samvinnu við yfirskattanefnd héraðsins, gera fnnnvarp að slikri samþykkt, er síðan sé sent öllum hreppsnefndum í umdæminu til umsagnar. Fallist hreppsnefndir í fullum helmingi allra hreppanna á, að samþykkt sé gerð um þau aðalatriði, sem í frumvarpinu felast, tekur sýslunefndin það fyrir á ný, ásamt breyt- ingartillögum, sem fram kynnu að hafa komið við það. Hljóti frumvarpið í heild atkvæði % hluta mættra sýslunefndarmanna. telst það samþykkt, en tekur þá fyrst gildi, er það hefur hlotið staðfestingu ráðherra. Fallið frumvarp má eigi taka upp til sömu meðferðar fyrr en að ári liðnu. 1 samþykkt má tiltaka: 1. Um hlutfall milli álagningar á tekjur og eignir. 2. Um stighækkun álagningar á sömu gjaldstofna. 3. Um frádrátt fyrir ómögum og öðrum framfæringum gjaldþegna. 4. Um hámark álagningar að hundraðshlutfalli á tekjur og eignir og hversu með skuli fara, ef það fullnægir eigi þörfum. 5. Um beitingu álagningar á aðra sérstaka álögustofna, ef til þarf að taka. 6. Um heimild til uppfærslu á mati tiltekinna eignaliða, að því er til álagningar tekur, til samræmis við verðlag í landinu.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.