Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Qupperneq 38

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Qupperneq 38
34 SVEITARSTJÓRNARMÁL i9- gr- Nú vill gjaldþegn ekki una úrskurði niðurjöfnunarnefndar, og er honum þá rétt að áfrýja honum með kæru til viðkomandi yfirskattanefndar, enda sé slík kæra komin formanni yfirskattanefndar í hendur áður liðnar séu 4 vikur frá dag- setningu úrskurðar í hreppum eða 2 vikur í kaup^töðum. Nú berst yfirskattanefnd kæra á tilsettum tíma, og er formanni hennar þá — eða ekki síðar en kærufrestur er með vissu útrunninn — skylt að senda viðkomandi niðurjöfnunarnefnd tilkynn- ingu um, frá hverjum kæra hefur borizt eða kærur, ef fleiri eru, svo að hún geti haft aðstöðu til að færa vörn í máli sínu, ef hún telur þurfa. Skylt er henni hins vegar að senda yfirskattanefnd innan tiltekins frests upplýsingar um niðurjöfnunar- reglur sínar, einnig um útsvarsupphæðir kæranda og samanburðarmanna hans, og þær undirstöður, sem þau útsvör eru lögð á, svo og þær upplýsingar aðrar, sem yfirskattanefnd kann að krefjast og málið varða. Þá hefur og yfirskattanefnd sama rétt og 11.—12. gr. veita niðurjöfnunarnefndum til að krefjast skýrslna um hagi kæranda og samanburðarmanna hans, eftir því sem hún telur þurfa. Yfirskattanefnd útskurðar kæru innan mánaðar, frá því að kærufresti til henn- ar er lokið, nema draga verði úrskurð af því, að afla þurfi frekari upplýsinga. Fyrir störf samkv. lögum þessum reiknast yfirskattanefnd kaup eftir sama taxta og gildir fyrir störf hennar samkvæmt lögmn um tekjuskatt og eignarskatt. Greiðist það úr sýslusjóði eða bæjarsjóði. Ef ágreiningur rís um kaupgreiðslur yfirskattanefndar, sker ráðherra iir. 20. gr. Só gjaldþegn eða sú sveitarstjórn,er ekki vill hlíta úrskurði yfirskattanefndar, getur næstu 2 mánuði eftir dagsetningu úrskurðar hennar skotið honum til ríkis- skattanefndar. Ríkisskattanefnd skal hafalokið úrskurði eigi síðar en 2 mánuðum eftir að kæra kemur til nefndarinnar. Ríkisskattanefnd hefur sama rétt til þess að krefjast upplýsinga og yfirskattanefnd, en nefndin breytir aðeins þeim útsvörum, sem úrskurður yfirskattanefndar hefur gengið um og síðar hefur verið áfrýjað til hennar. tJrskurður ríkisskattanefndar er fullnaðarúrskurður um útsvarsupphæð. 21. gr- Kærur sem koma eftir kærufrest, verður ekki sinnt. Ekki má yfirskattanefnd eða ríkisskattanefnd heldur breyta útsvari, nema sem reynist, að það hafi verið að minnsta kosti 10% of hátt eða of lágt. 22. gr. Aukaniðurjöfnun má framkvæma samkv. ákvörðun sveitarstjórnar eða niður- jöfnunarnefndar í umboði hennar, þegar þörf krefur. Þá skal leggja útsvör á þá gjaldþegna: 1. er teknir skyldu hafa verið á aðalskrá, en hefur verið sleppt; 2. er að vísu voru teknir á aðalskrá, en síðan hefur orðið víst um, að framtöl þeirra til skatts eða aðrar upplýsingar um hagi þeirra væru að verulegu leyti ófullnægjandi; 3. sem útsvarsskyldir eru vegna aðgerða og aðstæðna á gjaldárinu. Tekur þetta til þeirra gjaldþegna, sem flytjast af landi burt, búa, sem lokið er skiptum í, og félaga, sem uppleyst eru, sbr. 4. gr. IV;

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.