Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Side 44

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Side 44
40 SVEITARSTJ ÖRNARMÁL 7. Að skilyrði fyrir dvalartíma heimilisfastra manna erlendis, sem útsvarsskyldir verða hér, sé fært niður úr 3 mán. í einn mánuð, og sé þó ekki bundið við þann lágmarkstíma, ef tekjur aðila á dvalartíma hans hér ná 3 þús. kr. upphæð. Er þetta einnig í samsvörun við lög nr. 96 frá 1946. Jafnframt er lagt til, að ýmis önnur ákvæði, er snerta útsvarsskyldu sömu aðila, séu færð út og nákvæmar tiltekin, og byggist það á framkominni reynslu í þessu tilliti. Ágreiningur kom fram í nefndinni um ákvæði viðvíkjandi útsvarsskyldu sam- vinnufélaga, sbr. 4. gr. A. II. 2. Var sú breyting gerð á þeim lið, að niðurjöfnunar- nefndir ákvæðu útsvarsskyldan arð slíkra félaga, í stað skattanefnda áður. Hafa einstakir nefndarmenn óbundnar hendur gagnvart þeirri breytingu og liðnum í heild sinni. Um 5.—6. gr. (áður 8.—9. gr.). Hér er um margháttaðar þreytingar að ræða, bæði að efni og orðalagi. Hefur þegar í hinni almennu greinargerð verið drepið á ýmsa annmarka á gildandi lög- gjöf um þessi atriði, svo sem ófullnægjandi fyrirmæli um heimilisfang og árekstra í sambandi við skiptingu útsvara. Miða tillögur nefndarinnar sérstaklega að því að bæta úr þessu, svo og að tilgreina betur ýmis þau atriði og ákvæði, sem leiðir af breyttum atvinnuháttum í landinu. Þessar eru helztu breytingartillögur nefndarinnar: 1. Að skerpt séu ákvæðin um óyggjandi lieimildir fyrir lögheimili gjaldþegna í sambandi við álagningu, en þó séð fyrir því, að á þá sé lagt skilyrðisbundið útsvar í dvalarsveit þeirra, ef vafi leikur á um þeirra rétta lögheimili. Ákvæði núgildandi laga um, að menn geti átt lögheimili á tveimur stöðum, falli að sjálfsögðu niður. 2. Að skipting útsvara milli heimilissveitar og atvinnusveitar falli niður, nema þegar um búferlaskipti er að ræða, en atvinnusveit öðlist sjálfstæðan álagn- ingarrétt, innan ákveðinna takmarka, á þá, sem þar reka eða stunda atvinnu eða dvelja þar, svo útsvarsskyldir verði. Þessu til skýringar vill nefndin taka frám: a. Til tryggingar því, að atvinnusveit fari ekki á mis við eðlilega hlutdeild í útsvari ýmissa atvinnufyrirtækja, er hafa rekstraraðstöðu eða viðskipti innan takmarka hennar, án þess að hafa þar heimilisfestu, ber nefndin fram nokkur nýmæli, einkum varðandi viðleguskip og veiðiskip (sbr. 5.—6. tölul. 5. gr. og að nokkru leyti 4. tölul.). Jafnframt er það tillaga nefndar- innar (sbr. 6. gr.), að útsvör samkv. þessum töluliðum séu tiltekið hundraðs- gjald af ákveðnum liðum í rekstri gjaldþegna. Má til sanns vegar færa, að hér sé að formi til fremur um skatt en útsvar að ræða, en tillögur nefndarinnar um viðmiðun þessara útsvara lúta að því annars vegar að afstýra misbeit- ingu að hálfu atvinnusveitar og hins vegar að gera álagninguna vafninga- minni og fljótvirkari, þar eð nefndin leggur jafnframt til, að útsvör þessi feti orðið lögð á og innheimt á gjaldárinu. samsvörun við núgildandi lagaákvæði er tillaga nefndarinnar, að útsvars- réttur atvinnusveitar á þá, sem þar stunda atvinnu, komi ekki til greina, nema tekjur aðila þar nái töluverðri upphæð, og taki aðeins til ákveðins hlutfalls af tekjunum, þó þær nái settu lágmarki, — en aftur á móti sé heim- ilað að láta stighækkun útsvarsins miðast við heildartekjur aðila, sem at-

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.