Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Page 52
48
S VEITARSTJ ÓRNARMÁL
TILKYNNING
um gjöld til almannatrygginganna 1948.
Samkvæmt lögum nr. 126 frá 22. desember 1947 halda sjúkrasamlögin áfram
störfum til ársloka 1948 og ber því að greiða sérstök iðgjöld til þeirra þetta ár á sama
hátt og verið hefur. Jafnframt lækka iðgjöld til almannatrygginganna á þessu ári um
sömu upphæð og þau voru lækkuð um síðastliðið ár.
Fjármálaráðuneytið hefur því með reglugerð dags. 6. janúar 1948 ákveðið iðgjald
samkvæmt 107. gr. til tryggingasjóðs almannatrygginganna sem hér segir:
Fyrir kvænta karla .
— ókvænta karla
— ógiftar konur .
I. verðlagssvæði
kr. 390.OO
kr. 350.00
kr. 260.00
II. verðlagssvæði
kr. 310.00
kr. 280.00
kr. 210.00
Samkvæmt sömu reglugerð er fyrri hluti iðgjaldsins ákveðinn þessi:
I. verðlagssvæði II. verðlagssvæði
Fyrir karla .......................... kr. 200.00 kr. 150.00
— ógiftar konur...................... kr. 150.00 kr. 120.00
og er hann þegar fallinn í gjalddaga.
Sé fyrri hlutinn eigi greiddur fyrir 1. marz 1948, er heimilt að krefjast greiðslu á
öllu iðgjaldinu þá þegar. Ella fellur síðari hlutinn í gjalddaga á manntalsþingi.
Tryggingaskírteini ársins 1947 gilda á árinu 1948, þar til annað verður ákveðið.
Ber iðgjaldsgreiðendum að sýna þau, er þeir greiða iðgjöld sín, og færir þá innheimtu-
maður greiðsluna á skírteinið. Sýslumenn og bæjarfógetar (í Reykjavík tollstjóri) inn-
heimta iðgjöld almannatrygginganna.
Vangreiðsla iðgjalda varðar missi bótaréttar.
Gætið þess að greiða tryggingaiðgjöld á réttum tíma og láta færa greiðsluna á
skírteini yðar. Enginn veit hvenær hann þarf að leita bóta.
Reykjavík, 24. janúar 1948.
Tryggingastofnun ríkisins.
PRENTVERK AKRANESS H.F. — 1948