Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1950, Blaðsíða 7

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1950, Blaðsíða 7
SVEITARST JORNARMAL 5 Húsavikurhöfn á siðsumarkvöldi. steypuverkstæði og vélsnriðja — auk smærri verkstæða. Húsavík kom sér upp rafveitu Rafveita. yar skráð hestöfl, en skilaði miklu meiri krafti og reyndist mjög vel. Vatnsafl var fengið í lítilli á, svonefndri Búðará, sem fellur til sjávar nálægt miðri byggðinni. Árið 1945 var diesilrafstöð sett upp til hjálpar gömlu vatnsaflsstöðinni. En 1948 voru þessar stöðvar lagðar niður. Þá var húið að fullgera háspennulínu frá Laxárvirkj- uninni í Aðaldal til Húsavíkur. Er það um 28 km leið. Fær Húsavík síðan rafmagn þaðan. Allsherjar vatnsveita var lögð í Vatnsveita. TT, ,, , VT' # Husavik 1920. Nu er venð að stækka hana. Vatnsból er ágætt. Þótt Húsavík væri helzti hafnar- Hofnm' staður við Skjálfanda, var hún ótry'gg höfn og brimasöm. Oft rak skip og báta í land af legunni og varð af stórtjón. Verzlanir komu upp bátabryggjum, en hafnargerð var ekki hafin fyrr en 1933. Nú er búið að leggja í hafnargerðina ná- lega 5 milljónir króna (auðvitað krónur af ýmsum stærðum). Henni er ekki lokið, en þó kornin í áfanga, sem hægt er að una við um stund. Stórskip geta lagzt bæði við hafnarbryggj- una, sem er syðri armur hafnargerðarinnar um 290 m löng, og einnig við hafnargarðinn, sem er nyrðri armurinn, 253 m langur frá rótum Húsavíkurhöfða. Á legunni er nú bátum talið óhætt allan ársins hring fyrir brimi. Mynd, sem fylgir frásögn þessari, gefur hugmynd um höfnina eins og hún er nú.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.