Sveitarstjórnarmál - 01.08.1950, Blaðsíða 14
12
SVEITARSTJÓRNARMÁL
að kveða upp rétta dórna og úrskurði um
þau mál, sem undir þau eru borin, en ekki
til þess að leita að annmörkum, er leitt gætu
til frávísunar málsins.
Ríkisskattanefnd hefur og viðurkennt
skyldu sína til að taka mál til úrskurðar að
nýju að fengnum betri upplýsingar, og er allt
gott urn slíkt að segja, en flestum mun þannig
farið, að er þeim liefur borizt úrskurður ríkis-
skattanefndar jafnvel um mál, sem þeir höfðu
ekki haft grun um, að áfrýjað hefði verið,
þá sjá þeir ekki ástæðu til að gera frekari
reka að málinu, enda þótt þeim virðist niður-
staðan hæpin og nánast röng. En um rétt-
rnæti þess geta þeir þó vart dæmt, þar sem for-
sendur vantar.
Oddviti einn hafði gert kröfu um hluta
af útsvari manns nokkurs, er heima átti í
hreppi fjarliggjandi. Oddviti í heimilissveit
mannsins sendi kröfuna rétta boðleið til for-
manns yfirskattanefndar. Verulegur dráttur
varð á uppkvaðningu á úrskurði um útsvars-
skiptin. Þar kom þó, að úrskurður var kveð-
inn upp, og var þar synjað um útsvarsskipti.
Tilkynningin um úrskurðinn var eigi send
fyrr en löngu eftir uppkvaðningu lians. Við-
komandi oddviti áfrýjaði úrskurðinum innan
hálfsmánaðar frá þvi, að honum barst bréfið
um hann. Ríkisskattanefnd leit á dagsetn-
ingu úrskurðarins og sá, að tveggja mánaða
kærufresturinn var löngu liðinn, og kvað því
upp úrskurð um, að kæra væri of seint frarn
komin og væri því rnálinu vísað frá.
Oddviti atvinnusveitar vildi ekki una úr-
skurðinum.- Hann skrifaði því ríkisskatta-
nefnd og gerði grein fyrir því, að drátturinn
á kærunni væri ekki sín sök, heldur viðkom-
andi yfirskattanefndar, en löggjöfin mundi
hafa ætlazt til þess, að sá, sem kæruréttinn
ætti, fengi sæmilegan tíma til umhugsunar,
og væri því í þessu tilfelli eðlilegast að miða
við dagsetningu bréfsins, er fól í sér tilkvnn-
ingu um úrskurðinn, og miða við tveggja
mánaða tírna frá henni.
Ríkisskattanefnd féllst á, að ekki væri
sanngjamt, að gáleysi yfirskattanefndarinnar
útilokaði möguleika til kæru. Tók hún því
málið fyrir að nýju og breytti úrskurði vfir-
skattanefndar.
I þessu tilfelli var það dugnaður og ör-
Vggi oddvitans, sem knúði frarn rétta niður-
stöðu, en mörgum mundi hafa orðið það á
að sætta sig við orðinn hlut.
Ekki er fjarri að ætla, að ríkisskattanefnd
sæi ástæðu til að brevta niðurstöðum oftar,
ef báðurn aðilurn gæfist kostur á að skýra
mál sitt, áður en hún kvæði upp endanlega
úrskurði.
An efa er það miklurn vandkvæðum bund-
ið að láta fara frarn nokkurn málflutning um
öll þau mál, sem koma til úrskurðar ríkis-
skattanefndar. Hins vegar fer ekki vel á því,
að þar fari fram rnjög einhliða málefnalýsing.
En skylda um rökstuðning af hálfu nefndar-
innar fý'rir úrskurðum hennar kynni að tn ggja
málinu rækilegri og nákvæmari athugun og
þar með réttari niðurstöðu.
Sveitarstjórnarmálum hefur fyrir nokkru
borizt bréf frá tveimur oddvitum í Rangár-
þingi, þar sem inn á þetta mál er komið og
bent á dæmi um úrskurð hjá ríkisskattanefnd,
er þeim virðist í fremsta rnáta hæpinn:
Bréfið er svohljóðandi:
„í framhaldi af ályktun oddvitafundar í
Rangáwallasý'slu, hinn 25. sept. 1949, við-
víkjandi útsvarsskiptingum nrilli sveita, vilja
undirritaðir oddvitar úr Fljótshlíðarhreppi og
Hvolhreppi árétta, að ríkisskattanefnin láti
framvegis forsendur eða rökstuðning fylgja
úrskurðum sínurn og sérstaklega, þegar hún
úrskurðar hækkun á útsvörum, sem í mörgunr
tilfellum eru innheimt samkvæmt álagningu
hreppsnefndanna, þegar úrskurðimir berast
frá ríkisskattanefnd.