Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1950, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1950, Blaðsíða 26
24 SVEITARSTJÓRNARMÁL gilda um óskoruð ráð húseigenda yfir hús- eignum sínum. í lögunum er bæjar- og sveitarstjómum veittar sérstakar heimildir til ákvarðana um gildistíma einstakra ákvæða húsaleigulaganna og þeirra í heild, því að þar um segir: 1. Þau ákvæði laga þessara, er snerta leigu á einstökum herbergjum, sem leigð eru út frá íbúðum, falla úr gildi 1. október 1950. . 2 Þann 14. maí 1951 falla úr gildi: a. Ákvæði laganna um ah'innuhúsnæði. b. Ákvæði laganna um leiguíbúðir, sem eru í því sama húsi sem húseigandi býr sjálfur í. 3. Önnur ákvæði laganna falla úr gildi 14. maí 1952. Bæjar- og sveitarstjórnum er heimilt að ákveða, að þau ákvæði laganna, ,sem greinir í 2. tölul. b. og 3. tölulið, skuli gilda áfram fyrir hlutaðeigandi bæjar- eða sveitarfélag. Nú verða lögin í gildi á einhverjum stöð- um eftir 14. maí 1952 og skulu þá hlutað- eigandi bæjar- eða sveitarfélög greiða allan kostnað við framkvæmd laganna frá þeim tíma.“ Greinargerð fyrir frv. er svo hljóðandi: „Húsnæðismálin í kaupstöðum landsins eru þjóðfélagsleg vandamál, sem ríkisvaldið hefur orðið að láta til sín taka. Ber nauð- syn til, að þeim málum sé skipað með al- menningsheill fyrir augum, en þess jafn- framt gætt, að allir, sem hlut eiga að máli, geti unað við. Sú mikla röskun, sem varð á fjárhags- og atvinnulífi þjóðarinnar á stríðsárunum, hafði í för með sér mjög öra og óeðlilega mikla fólksfjölgun í Reykjavík og á nokkrum öðr- um stöðum, jafnframt því að fólki fækkaði víða úti um land. Af þessu hefur leitt skort á húsnæði, þar sem fólksfjölgun er mest. í kjölfar þess kemur svo eftirspurn umfram framboð, kapphlaup um þær íbúðir, sem boðnar eru til leigu, og yfirboð um húsaleigu. Af þessum rótum eru runnin fyrst og fremst þau margháttuðu vandkvæði í húsnæðismál- um, sem raun er á, einkum í Reykjavík. Húsaleigulög þau, er nú gilda, voru sett til að koma í veg fyrir öngþveiti í húsnæðis- málum, en jafnframt voru þau þáttur í ráð- stöfunum gegn vaxandi dýrtíð. Þau hafa nú verið í gildi alllengi og hlotið misjafna dóma. Húseigendur telja urn of mikla íhlutun af hálfu ríkisvaldsins að ræða, þar sem húsnæð- ið er bundið árum saman. Hafa þeir látið í ljós þá skoðun, að húsaleigulögin beri að af- nema sem fyrst og að litlu máli skipti fyrir leigjendur, þótt það yrði gert með litlum fyrirvara. Leigjendur líta allt öðrum augum á málið. Þeir telja það geta leitt til vandræða, ef húsaleigulögin verða felld úr gildi og látið með öllu íhlutunarlaust af stjórnarvöldum, hvernig íbúðarhúsnæði er ráðstafað. Hér er leitazt við að taka tillit til beggja þessara aðila, húseigenda og leigjenda. Lagt er til, að húsaleigunefnd verði þannig skip- uð, að bæði Fasteignaeigendafélag Reykja- víkur og Leigjendafélag Reykjavíkur eigi þar fulltrúa, en hæstiréttur skipi oddamann. Með þeirri skipan hefðu báðir aðilar, húseigend- ur og leigjendur, jafna aðstöðu til áhrifa í nefndinni. Með þessu frv. er og að því stefnt, að hús- eigendur fái full og óskoruð ráð yfir húseign- um sínum, áður en mjög langur tími líður. En hve það dregst lengi, fer eftir aðstöðu í hverju bæjarfélagi fy'rir sig. Samkvæmt frv. á að veita bæjarstjórnum heimild til að kveða á urn, hvenær hætt verður að framkvæma hsaleigulögin á hverjum stað. Bæjarstjómir eiga að hafa mestan kunnugleika á þessum málum, í hverju bæjarfélagi fvrir sig. Má vænta þess, að ákvarðanir þeirra í þessum efnum verði á fullkominni sanngirni byggðar. Þrátt fy'rir ákvæði húsaleigulaganna er leigj- endum oft og tíðum íþyngt um of með

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.