Sveitarstjórnarmál - 01.08.1950, Blaðsíða 17
SVEITARSTJÓRNARMÁL
15
Unglingaskólinn
i Sörumsand.
Næsta dag, mánudaginn 18. júlí, liófst
fundur með því, að Arne Wáhlstrand,
docent við Socialinstitutet í Gautaborg
flutti fyrirlestur.
Kallaði hann erindi sitt: „Likheter och
olikheter i de nordiske lándernes komunal-
fön'altning."
Lýsti hann tilhögun þessara mála í hverju
af Norðurlöndunum fvrir sig, vitnaði til laga,
sem sett höfðu verið í hverju landi, og gat
um bækur, sem út hafa komið um þau efni.
Var þessi fvrirlestur merkilegur og þær
ályktanir, sem fyrirlestarinn dró af efninu,
hinar athyglisverðustu. Skipti hann fyrirlestr-
inum í tvennt, flutti fvrri hlutann þennan
dag og síðari hlutann daginn eftir.
Seinni hluta mánudagsins flutti Fylkes-
mann Carl Platon fyrirlestur sem hann
nefndi:„Fylkesmandens stilling og oppgaver
i lokalforvaltning.“
Þriðjudaginn 19. júlí flutti docent Ame
Wáhlstrand síðari hlutann af sínum fvrir-
lestri og síðan flutti Ekspedisjonsjef, Káre
Kvisli, fyrirlestur um skattamálin í Noregi.
Umræður fóm ávallt fram eftir hvern fyrir-
lestur.
Kl. 8 að kvöldi þessa dags var skemmti-
samkoma, danskt-finnskt kvöld. Skemmtu
menn sér vel við kýmnisögur Dananna og
galdrasýningar Finnanna. Þessu hófi lauk á
miðnætti.
Miðvikudaginn 20. júlí var farið í kynnis-
för um nágrennið. Var þátttakendum skipt
i t\'o hópa. Fór annar til Sörum-, Eidsvolle- og
Lilleström-kommuner, en hinn til Bærum-
konnnune. Fór Skúli fclagi minn með fyrr-
talda leiðangrinum, en ég með hinum síð-
arnefnda.
Ókum við af stað í 30 manna bifreið, sem
leið lá til Oslo og þaðan til Bærum. Er það
bær skammt frá Oslo og liggur í samnefndu
héraði. Þar tóku á móti okkur starfsmenn
bæjarins. Sýndu þeir okkur helztu byggingar
og önnur mannvirki bæjarins. Komum við
m. a. í bæjarskrifstofurnar og fundarsal bæj-
arstjórnarinnar. Á neðstu hæð hússins er
kvikmyndasalur, sem bærinn á og rekur.
Eftir að við höfðum skoðað okkur um
þarna, var enn ekið af stað, og fylgdu okkur
nú þeir fulltrúar bæjarins, sem tekið höfðu á
móti okkur. Var ekið um blómlega sveit
niður að Oslofirði og numið staðar á hóteli