Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1950, Blaðsíða 5

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1950, Blaðsíða 5
SVEITARST J ÓRNARMÁL 3 Rúningsréttun i Húsavik. Þorp myndaðist í Húsavík fvrst staSudrm °§ fremst a^ þv’ þar var verzl- að. Þetta er einn af elztu verzlun- arstöðum landsins, enda eina höfnin, er til greina gat komið, sem verzlunarhöfn við Skjálfanda. Verzlunarsvæðið var stórt. Langan aldur voru engar kaupskipakomur nær en við Eyjafjörð vestanverðan á aðra hlið og Vopna- fjörð á hina. Selstöðuverzlun hófst þar snemma og var nálega einráð fram um 1870. Þá fóru lausa- kaupmenn að sigla þangað. Verzluðu þeir í skipum sínum og voru viðskiptamenn ferj- aðir milli lands og skips. Ekki dvöldust lausa- kaupmenn í Húsavík, nema um hásumarið, stuttan tíma. Árið 1882 var Kaupfélag Þingeyinga stofn- að af bændum á verzlunarsvæði Húsavíkur, en verzlunarsvæði hennar var þá aðallega orðið byggðirnar milli Kinnarfjalla og Jökuls- ár á Fjöllum. Kaupfélag Þingeyinga var — eins og kunn- ugt er — fyrsta kaupfélag landsins. Gerðist um þetta leyti í Húsavík og aðsóknarhéraði hennar merkileg baráttusaga í verzlunarmál- um. Áttust þar við: Annarsvegar húsbónda- hollur fulltrúi hinnar fornu, erlendu selstöðu- verzlunar, Örum & Wulffs, skapsterkur manndómsmaður, greindur vel, með kraft peninga að bakhjarli og gamlar fótfestur. Hinsvegar bjartsýnir umbótamenn, fátæk- ir að vísu, en hertir í þrautum lífsbaráttu, sjálfmenntaðir af bóklestri og heitir af hug- sjónum. Þeir sigruðu. Selstöðuverzlunin missti mátt sinn. Kaupfélagið er aðalverzlun staðarins og stærsti atvinnurekandi hans. Aðalatvinnuvegir í Húsavík eru — auk verzlunar — sjávarútvegur, landbúnaður og iðnaður. Sjávarúh'egurinn er það þó, sem bærinn á Atvinnu- hættir.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.